Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 223 Sængurkonusteinn. Af umhverfinu hér er að finna. \ grennri að neðan og mjög núinn og jarðfastur og virðist þarna kominn fyrir ævalöngu. Gamla gatan lá um 3 metra fyrir ofan hann, en ak- brautin er um 10 metra fyrir neðan hann. Spölkorn fyrir austan hann er stóri steinninn með ártalinu 1896, enda kom sá steinn þangað, sem hann er nú, í jarðskjálftunum það ár. Niður af honum liggur brú sú, er ferðamenn fóru, meðan ferja var í Laugardælum, en umferð þar lagðist niður er brúin kom á Ölfusá 1891. Ekki hef eg heyrt getið um skjal- festar heimildir frá þeim tíma, sem atburðir þessir áttu að hafa gerzt, sem munnmælin herma frá, en þarna stendur Sængurkonu- steinn, þögull sem gröfin um at- burði liðinna tíma, mórauður, elli- legur og mosavaxinn og nokkuð sokkinn í jörð. Nokkrar sagnir lifðu enn á vör- um gamals fólks þegar eg var ungl- ingur, sem minntu á Ingólf land- námsmann. Ein þeirra var tengd við Inghól. Hann er á hábungu fjallsins norðaustan til og sést víða á myndinni má átta slg á hvar hann að. Hann er ólíkur öllum öðrum hólum á fjallinu, eða réttara sagt eini hóllinn á því. Fjallið er að of- an öldumyndaðar mosaþembur. Inghóll mun vera 3—4 mannhæð- ir, kringlóttur og allbrattur. Standa víða helluendar út úr mosanum. Þar á Ingólfur að vera heygður. Ekki má grafa í hólinn, en búinn er ég að gleyma hvað fyrir ætti að koma, ef það væri gert. Eitt sinn bjó á Alviðru, (sá bær stendur við Sogsbrú), bóndi sem Jón hét og var kallaður „Jón á betri buxun- um.“ Hann bjó sig eitt sinn til ferð- ar, tók járnkarl sér í hönd og hugð- ist virða að vettugi öll fyrirmæli og grafa í hólinn. En er hann hafði grafið stutta stund gerðust einhver þau undur, að hann hætti sam- stundis og hélt til bæar. Síðan hef- ur enginn orðið tíl að grafa í Ing- hól. Þá er það Kögunarhóll. Hann er við suðvesturhorn Ingólfsfjalls og liggur vegurinn milli hans og fjallsins. Þar á skip Ingólfs að vera heygt, en engin munnmæli hef eg heyrt frekar í sanabaadi við það. Alagablettir Péiursmýri « Talknafirði í LANDAREIGN Eysteinseyrar í Tálknafirði, þar sem eg átti heima um 22 ára bil, var mýri nokkur, sem kölluð var Pétursmýri. Lá það orð á, að hana mætti ekki slá, því fylgdi ólán. Árið 1916 var mjög rýr gras- spretta, einkum á útengi. Kom þá til tals að slá Pétursmýri, en eg stóð fast á móti því, og fleiri. Sig- urður Magnússon var þá héraðs- læknir á Patreksfirði, og hafði hann oft keypt hey hjá okkur, því að hann hafði kú á fóðrum. Þetta sumar kom hann að venju og falaði hey, en nú var honum neitað um það, vegna þess hvað heyfengur var lítill. Þótti honum það hart, svo að faðir minn gekk með hon- um inn á engjarnar til þess að sýna honum hve léleg sprettar væri. Sá þá læknir allstóiv.n fláka ósleginn og spurði hverju ]\að sætti, að slíkt engi væri látið ónotað. Faðir minn sagði honum þá frá þeim álögum sem þar á hvíldu, og þyrði enginn að slá mýrina. Læknirinn vildi ekki leggja trún- að á slíkar bábyljur og spurði hvort hann mætti ekki fá heyið af mýrinni. Jú, það gat hann feng- ið. Síðan lét hann flytja heyið til Patreksfjarðar og setja þar í hlöðu. En skömmu eftir að heyið er komið til hans, skeði það, að kýr- in hans hrapaði til bana fram af kletti í Vatnseyrarlandi, þar sem kúahaginn var. Hafði aldrei nokk- ur skepna farizt þarna áður, svo að menn vissi. Þetta styrkti trú manna á því, að betra væri að hrófla ekki neitt við þeim blettum, sem álög hvíla á. Viktoría Bjswwáéttii. ur«aea0>u

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.