Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J2T Klakasúlan mikla í hellinum. Fyrir íraman hana liggja allskonar fórnar- gjafir. — stundum sá eg þá bera tvö börn, annað á bak en hitt í fyrir. Það fór vel um börnin þarna og þau sváfu löngum. Stjórnin 1 Kashmir hafði lagt til póststöð á hjólum og hjálparstöð er veitt gat aðstoð í viðlögum. Nokkrir matsalar og tesalar fluttu og búðir sínar með hópnum. Þeir kappkostuðu að vera á undan, og höfðu því komið sér fyrir í áfanga- stað áður en skarinn kom. Þama seldu þeir te, 'kökur, karry, hrís- grjón og margt annað, en verðið fór hækkandi við hvern áfanga- stað. Flestir pílagrímanna höfðu þó nesti með sér, ef nesti skyldi kalla. Þeir voru bláfátækir og höfðu lengi orðið að vinna og spara áður en þeir gæti tekið þátt 1 píla- grímagöngunni. Til þess að sjá um helgisiði og helgiathafnir á leiðinni, var sér- stakur flokkur manna, sem þeir kalla „panda“. Þetta eru Bramínar frá borginni Mattan, og gengur embætti þeirra að erfðum frá föð- ur til sonar. Mér var sagt að hundr- að „panda“ væri með í förinni og að þetta væri bjargræðistími þeirra. Á vetrum fara þeir oft niður á slétturnar til þess að hvetja menn að taka þátt í göngunni og eiga því sinn þátt í því hve margir koma. Allir verða að borga þeim og auk þess fá þeir sinn skerf af öllum þeim fórnargjöfum, sem bornar eru fram í Amarnathhelli. Á þriðja degi náðum við til Panchtarni, en það þýðir „Fimm elfur“. Þetta er grösug háslétta og umhverfis hana rísa snævi þaktir tindar Þarna var yndislega fagurt um kvöldið, en við kusum að fara snemma til hvílu vegna kuldans, enda átti að fara árla á fætur dag- inn eftir. Nú voru ekki nema 8 km. ófarnir og þennan seinasta spöl urðu allir að ganga. Við lögðum á stað um óttu og var þá stór skari kominn á stað. Enn var myrkt af nótt og tungls- birtunnar gætti lítt, því að fjöllin skyggðu á tunglið. Ekki var gott að halda hópinn í þessum fjölda. Lá nú leiðin yfir margar fannir og gil og urðu þar tafir meðan menn voru að komast yfir. Svo var farið meðfram gljúfri nokkru, og síðan lagt á fjallið og farið þar eft- ir krákustígum. Hvað eftir annað hóf einhver ákall til Siva og þá tóku allir undir með ópi miklu. Hægt og hægt mjakaðist fylk- ingin upp á við og yfir hjalla nokk- urn. Fram undan var lægð, en hin- um megin við hana voru klettar og var mér sagt að þar væri hinn frægi hellir. Leiðin lá nú aftur nið- ur í móti og var komið að læk, sem leysingavatn hafði myndað. Þar rakst eg á tvo unga menn. Öðr- um þeirra lá eitthvað mikið á hjarta, en vegna þess að hann kunni ekki ensku, varð hinn að túlka. Pilturinn vildi endilega kenna mér nokkrar bænir til Siva og sagði að eg myndi hljóta ó- dauðleika ef eg endurtæki þær nógu oft. Hann sagði líka að eg mundi öðlast ódauðleika ef eg bað- aði mig í læknum; eg skyldi fara úr fötunum og steypa mér í hann, en síðan gæti eg fengið handklæði hjá sér til að þurrka mér. Eg lét mér nægja að leggjast niður að læknum og dýfa andlitinu ofan í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.