Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 16
S32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D 8 7 2 V 9 8 3 ♦ A 10 5 * A K 2 A A G 6 5 ¥ D 5 2 ♦ 86 * D 10 8 3 A K 9 ¥ G 10 7 ♦ D 3 * G 9 7 6 4 * 10 4 3 ¥ A K 4 * K G 9 7 4 2 * 5 Suður gaf. Sagnir voru þessar: s V N A 11. pass 2 gr pass 3 t. pass 4 t. pass 5 t. pass pass pass Hér hefði verið miklu betra að si 3 grönd. Tígulsögnin er töpuð, ef V kemur út með lágspaða. En hann hitti ekki á þann útslátt, sem varla var von. Hann sló út lágtrompi, A drap með drottningu og S með kóng. S sér þegar að hann getur misst 3 slagi, og verður því að reyna að bjarga ein- um þeirra. Hann tekur fyrst slagi á L Á og LK og fleygir þá af sér hjarta, en drepur seinasta laufið með trompi. Svo tekur hann slagi á Á og K í hjarta, og síðan kemur tromp undir ásinn, og þar næst kemur hjarta og er trompað á hendi. Þá kemur lágspaði og þann slag fær A á S 9. Hann getur líka fengið slag á S K, en verður svo að slá út annað hvort hjarta eða laufi, en í það fer S 10 og slagurinn tekinn með trompi í borði, og þar með er spilio unnið. C_______________ DR. JÓN STEFÁNSSON segir svo frá í æviminningum sin- um. Erkibiskupinn í York (Jórvík) sendi mér mjög merkilegt skjal. Skjal þetta mun vera elzti listi, sem til er yfir norræn nöfn. Erkibiskupinn tók eftir honum á eyðiblaði aftast í biblíu- UNDIR EYAFJÖLLUM — Víða er fagurt í Eyafjallasveít og gaman að aka þar í bíl, en þó verður landið enn svipmeira þegar horft er á það úr flugvél, eins og sjá má hér á myndinni. Eyafjallajökull gnæfir yfir allt kaldur og ábúðarmikill, en í skjóli undirf jallanna er brosandi byggð. Hér sést heim að skólasetrinu Skógum, en á eyðisandinum, sem þar var fyrir framan, má nú líta iðgrænar spildur þar sem mannshöndin er að breyta eyðimörk í gróður- lönd. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). handriti í dómkirkjunni í Jórvík, og sást þar, að hann var ritaður árið 1023. Eru þar nöfn stórbænda í Yorkshire, sem kusu nýan erkibiskup. Þeir eru kallaðir „festermen“ þ. e. festarmenn, og eru þrir fjórðungar nafnanna nor- ræn. TILRÆÐI VIÐ DÓMKIRKJUPREST í bréfi dagsettu 2. des. 1879 segir Ólafur Davíðsson: Prestinum var gerð skráveifa hér um nóttina, og af því atburður sá er svo fáheyrður hér á landi, þá verð eg að segja dálítið greini- lega frá honum. Fyrir skömmu sat séra Hallgrímur í skrifstofu sinni kl. 1 um nóttina og var að semja ræðu, er hann ætlaði að halda við hjóna- vígslu þeirra Péturs prentara og Hall- beru. Hann hefir eflaust verið í djúp- um, guðrækilegum þönkum, en nærri lá að þeir þankar tækju enda með „forskrækkelse“, því þegar minnst að vonum varði, kom steinn inn um glugg- ann og straukst við hausinn á séra H., svo augljóst var að honum hafði verið ætlað að hitta hann (hausinn). Prest- skepnan varð hrædd, eins og nærri má geta og hætti að skrifa. Steinninn var veginn um morguninn, og var hann 5 pund á þyngd, svo ekki hefði verið gott að verða fyrir honum. Eng- inn veit hver þetta ódáðaverk hefir unnið, en sumir geta upp á því, að það íiafi verið Pétur brúðgumi. Prest- urinn hafði sem sé ekki viljað gifta hann, nema hann hefði tvo svaramenn, en þá gat Pétur ekki útvegað sér fyrr en seint og síðar meir. — (Eg læt allt fjúka). ÍSLENZKAR KONUR FYRRUM Gísli biskup Oddsson segir svo um íslenzka kvenfólkið 1638: — Ekki er laust við að undrum sæti, að til er hjá oss kvenfólk, sem er svo frábær- lega hreinlíft, að í landinu er fjöldi guðhræddra meya, sem aldrei hafa tek- ið í mál að giftast, heldur staðráðið að vera meyar af tómri siðsemi; en svo eru aðrar svo afar frjóvsamar, að þær verða vanfærar í hrumri elli, allt til fimmtugs og sumar yfir sextugt. Enn er á lífi ættgöfug hefðarkona, sem hefir fætt 23 börn, og voru það stund- um tví og þríburar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.