Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 1
21. tbl. FYRSTA ÍÞRÓTTAFÉLACIÐ ÁRIÐ 1840 voru 896 íbúar í Reykjavík. Var þá ekki hátt á henni risið og óþjóðlegust var hún talin allra staða á landinu. Dr. Jón Helgason biskup lýsir því svo í bókinni „Þeir sem settu svip á bæinn“: — Fram undir miðja næstliðna öld mátti segja, að enda þótt kaup- mannastéttin væri ekki fjölmenn- ari en hún var hér í bæ, þá hafi hún að mestu leyti ráðið lögum og lofum í höfuðstaðnum....... Þeir (kaupmenn) voru í augum almenn- ings „auðvald“ bæarins og gátu því fremur haft öll ráð í hendi sér, sem margir hinna hérlendu íbúa, einkum af húsmannastétt, voru háðir kaupmönnum og áttu mikið undir náð þeirra. Sjálfir vildu þess- ir kaupmenn — svo sem kynland- ar hinna dönsku embættismanna, sem fóru með æðstu völdin innan lands — láta telja sig til „fyrir- mannaliðs“ (aristokrati) bæarins og litu niður á hina „innfæddu“, sérstaklega tómthúsmannastéttina, sem var fjölmennasta stétt bæar- ins. .. Þar sem nú þetta „fyrir- mannalið“ höfuðstaðarins var af dönsku bergi brotið, þá leiddi ekki aðeins af því, að danska var þar var stofnaB í Reykjavík fyrir n'tufíu árum almennast töluð, heldur og að alís- lenzkar fjölskyldur, sem vildu telj- ast til fyrirmannaliðsins, tóku að gera hið sama. En við það mynd- aðist hér ömurlegt hrognamál, tungumálablendingur, sem hvorki var danska né íslenzka, eða hin svokallaða „Básenda-danska“ sem lengi eldi eftir af hér í bæ.---- Þó hafði þetta verið enn verra áður. Árið 1839 kom embættis- mannanefndin saman tii að ræða flutning skólans frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Hún gat ekki orð- ið sammála. í áliti minnihlutans, sem vildi láta flytja skólann, segir svo: „Það þykir oss mega full- yrða að Reykjavíkurbær naumast mun standa mikið að baki nokkr- um bæ í Danmörk af jafnri stærð, að háttsemi og allri skipan, og þeg- ar þetta er borið saman við bæar- brag þann, er var í Reykjavík fyrir 20 árum og þar á undan, er þessi mismunur einkum því að þakka, að síðan hafa ýmsir embættismenn tekið sér bústað í Reykjavík ....“. Danir þeir, sem hingað fluttust, voru aðallega kaupmenn og versl- unarþjónar þeirra, og voru þeir satt að segja ekki allir af betri end- anum. En það var þeim öllum sameiginlegt, að þeir höfðu alizt upp við ólík kjör og ólíka háttu við það sem hér var. Hér voru þeir einangraðir um langa og kalda vetur meðal fátækra fiski- manna, sem þeir þóttust langt hafnir yfir. Fiskimönnunum fannst framkoma þeirra bera vott um hroka og gikkshátt, og höfðu því skömm á þeim. Var það vonlaust að nokkur kunningskapur gæti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.