Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Qupperneq 1
26. tbl. JHaipraWati# \m Sunnudagur 14. júlí 1957 0m XXXII árg. NAFNI MINN VITJAR NAFNS effir Kristmann Guðmundsson Ur bók sem er í smíðum CÓLVEIG hét ein af systrum Bjöms afa míns. Hún var gifl kona og bjó í Reykjavík, er þessi saga gerðist, nokkru fyrir alda- mótin. Það var eitt sinn, er hún gekk með barn, að vinur þeirra hjóna, sem Kristmann nefndist, vitjaði henn- ar í svefni og bað hana „að gefa sér nafnið á barninu" eins og hann orðaði það. Hún tók dræmt í það en hann sótti því fastar eftir. Þegar Sólveig vaknaði, mundi hún að Kristmann þessi var dáinn og almennt talið að hann hefði ver ið myrtur. Hneigðist hún þá til þess ráðs að gera sem hann bað því áhætta hefur jafnan þótt að synja slíkri málaleitan. Sagði hún nú eiginmanni sínunf drauminn og það með, að hún vildi láta barnið heita Kristmann, ef það yrði drengur. En hann tók þvi t'jarri og kvað son sinn aldrei skyldi skírðan slíku nafni, taldi Kristmann: „— brást þá aldrei, að mér kæmi einhver aðstoð eða raunabót". sennilegt að ógæfa fylgdi því, er maðurinn hafði farist vofeiflega. Hlaut nú að vera sem hann vildi. Barnið, sem var stór og hraustleg- ur sveinn, var nefnt Jón, en viku eftir skírnina var það liðið lík. Alllöngu síðan dreymdi eina af dætrum Björns á Þverfelli, er Sig- ríður hét, einkennilegan draum. Henni þótti fólk flest háttað í bað- stofunni, en sjálf þurfti hún að skreppa fram í bæ, einhverra er- inda. Er þangað kom sá hún að útidyr stóðu opnar, þótti það að vonum óviðkunnanlegt og bjóst til að loka. En sem hún hafði lagt hurðina að stöfum, var henni hrundið upp aftur og karlmaður einn, henni ókenndur, féll á grúfu inn um dyrnar. Hélt hún að hann væri drukkinn, varð því bæði hrædd og reið og sagði allbyrst: „Burt með alla fulla menn héð- an! Við viljum ekkert með þá hafa, þegar á að fara að hátta". Leit maðurinn þá upp og svar- aði: „Guð fyrirgefi þér, Sigga mín; ég hef ekki bragðað vín síðan ég fór í þessa ferð, og það ríður á lífi mínu, ef þú rekur mig út. Þú gjörir sannarlega vel, ef þú lofar mér að hvílast í rúminu þínu“. Laut hún þá niður að honum og sá, að þetta var ungmenni, dapur- legt mjög, en með hreinan svip og geðfelldan. Spurði hún piltinn að nafni. Kvaðst hann heita Krist- mann og bað hana þess lengstra orða, að gleyma ekki því nafni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.