Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
J67
fyrir bæinn, aðrir í Mosfellsdal eða
Lækjarbotna, en nokkrir alla leið
austur yfir Svínahraun, til Marar-
dals, sem er skammt frá Kolviðar-
hóli. Var Kristmann meðal hinna
síðast nefndu.
Eigi er með vissu vitað hvort
nokkrir voru samferðamenn hans
frá upphafi, en síðar um daginn
sást hann í fylgd með tveim karl-
mönnum og einni konu. Hét hún
Metta, en þeir Guðmundur og Sig-
urþór. Höfðu þeir allmikið af vín-
föngum meðferðis, en vitni báru
síðan, að engin merki ölvunar
hefðu sést á Kristmanni. Talið er,
að hann hafi áður haft iítil kynni
af fólki þessu, en þó sennilega ver-
ið því málkunnugur.
Aldrei verður úr því skorið hvað
þeim fór á milli eða hvað það var,
sem í raun og veru gerðist. En að
áliðnum degi kom gestgjafinn á
Kolviðarhóli ríðandi ofan úr Mar-
ardal. Sá hann þá tvo hesta með
reiðtýgjum á beit í mýrarsundi
einu, en enga menn þar nálæga og
þótti honum þetta kynlegt. Beygði
hann af leið sinni og vildi huga
nánar að þessu fyrirbæri. Sá hann
þá til ferða þeirra Mettu og Sigur-
þórs, en þau komu ríðandi undan
hraunbrún, sem er ofanvert við
mýrina. Voru þau flaustursleg
nokkuð og námu ekki staðar þótt
hann kallaði til þeirra. Svöruðu
þau stutt, og mest afgæðingi, er
hann spurði hvort þau vissu deili
á lausahestum þeim, er þar voru
skammt frá. Vildi hann fá aðstoð
þeirra til að ransaka málið nánar,
en þau neituðu því harðlega og
héldu sína leið. Grunaði hann þá
þegar, af útliti þeirra og framkomu,
að ekki myndi allt hreint.
Hélt hann nú áfram leitinni að
eigendum hestanna og leið ekki á
löngu áður en hann fann mann
einn sofandi undir hraundranga, í
útjaðri mýrarsundsins. Lá sá á bak-
inu og reisti upp borðstóla. Vakti
gestgjafinn kauða, sem var við
skotaillur í fyrstu, svo að engu
tauti varð við hann komið. Þetta
var Guðmundur, annar ferðafélagi
Kristmanns. En er gestgjafinn lit-
aðist betur um í mýrinni, sá hann
hvar maður lá á grúfu og höfuS
hans mestallt niðri í vatnspolli.
Hljóp hann til og dró mann þennan
á þurt; var hann andaður, en lítt
tekinn að stirðna. Sár var á höfði
líksins og runnu úr því drefjar hálf-
storkins blóðs niður um andlit og
bringu. Fötin voru öll ötuð leiri og
blóðslettur nokkrar á þeim. Hjá
líkinu voru tveir hattar, hálffull
púnsflaska, svipa með blóðugum
hnúð og ýmislegt fleira smádót.
Gestgjafanum brá að vonum illa
við þennan fund. Krafði hann nú
Guðmund sagna með alvöruþunga
og guggnaði hann þá nokkuð, sagði
til nafns síns og kvað hinn dána
mann vera Kristmann Jónsson,
gullsmið úr Reykjavík. En ekki
þóttist hann vita hvað valdið hefði
dauða hans.
Guðmundur féllst á að hjálpa
gestgjafanum með líkið heim að
Kolviðarhóli. Var ölvíman þá að
mestu af honum runnin. Átti hann
annan hattinn og eitthvað fleira
af því dóti, er hjá líkinu lá. Er
gestgjafinn spurði hverju sætti
blóðið á svipuhnúðnum, kvað hann
Kristmann hafa „þurrkað sér um
nasirnar á henni“.
Mál þetta vakti feikna athygli,
sem von var. En ransókn löggæzl-
unnar var bæði frumstæð og
klaufaleg, og auk þess eigi gerð
fyrr en eftir dúk og disk. Ferða-
félagar Kristmanns urðu margsaga
fyrir réttinum og er lítið að græða
á framburði þeirra. Hin ískyggilega
hneigð íslendinga til að bjarga
illræðismönnum undan refsingu
laganna kom allskírt í ljós, bæðí
hjá vitnum og verjendum. Enda
þótt valdstjórnin gerði að lokum
gangskör að því að komast til botns
í málinu, var við svo ramman reip
að draga, að ekkert ávannst. Al-
menningsálitið taldi ravrnar víst að
maðurinn hefði verið drepinn, ea
vorkenndi jafnframt morðingjun-
i