Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 5
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS
369
Krossinn sýnir, hvar „Wasan“ er.
að ná skipinu upp í heilu lagi og
ef það tekst, verður „Wasan" elzta
herskip sem til er. — Skipið stend-
ur á réttum kili, að því er kafarar
segja, og virðist skrokkurinn lítið
skemmdur eftir volkið. Yfirbygging-
in mun þó vera eitthvað úr lagi
færð.
„Wasan“ var stórt skip. á mæli-
kvarða þeirra tíma. Það tók á ann-
að þúsund tonn, var 160 fet á lengd
og 35 fet á breidd. Það hafði þrjú
siglutré og mikið seglhaf. Auk þess
var það óvenjuvel búið fallbyssum.
Þær voru um 60 í allt og vó hver
þeirra milli 1—2 tonn. í ráði var,
að það yrði eins konar fljótandi
virki, en öryggis hefir ekki verið
fyllilega gætt, og er álitið, að
ein meginorsök slyssins hafi verið
sú, að það var illa hlaðið. Auk
þess sigldi skipið fyrir fullum segl-
um, þegar þaS lagði úr höfn, og
allmargar fallbyssur stóðu á dekk-
inu.
Hvort sem skipinu verður náð upp
í ár eða næsta ár, hyggja vísinda-
menn gott til glóðarinnar að kanna
útbúnað þess, því að herskip úr
þrjátíu ára stríðinu eru ekki á
hverju strái.
ná höggstað hvor á öðrum, froðu-
fellandi af bræði og ölóðir. Flækt-
ist hann fyrir þeim eftir megni og
hlaut nokkra minniháttar áverka.
En loks leiddist öðrum þeirra þóf-
ið, þreif hann svipuna úr hendi
Kristmann og sló hann í andlitið
með hnúðnum heljarhögg. Féll
hann við og augun ranghvolfdust
í höfði hans, en Metta æpti ang-
istaróp og hik kom á þá félaga.
Þeir sáu, að maðurinn lá sem dauð-
ur og að blóð streymdi um allt and-
lit hans. Varð Guðmundi það fyrir,
að draga hann að polli einum og
reyna að þvo það af. En er hann
þóttist sjá að maðurinn myndi lið-
inn, féllust honum hendur. Sleppti
hann þá líkinu í ofboði og tók á
rás upp að hraunjaðrinum, án þess
að gera sér grein fyrir hvert hann
ætlaði. Og er hann sá til ferða
gestgjafans, fleygði hann sér niður
og lést sofa.
Þegar Metta sá hvað orðið var,
leiddi hún unnusta sinn í skyndi
til hesta þeirra. Stigu þau þegar á
bak og héldu af stað heimleiðis, en
hestar samferðamannanna rásuðu
út í mýrina. Og rétt í þeim svifum
kom gestgjafinn fram á sjónarsvið-
ið.
Þessi lausn málsins er að vísu
getgáta, en þó ávöxtur nákvæmra
athugana og langrar umhugsunar.
Mér þykir afar líklegt að hún sé í
aðalatriðum sanni nær. Engum get-
um skal að því leitt hvor félaganna
það var, sem veitti Kristmanni
banahöggið. Og engum dómum skal
nvíleoíCílow 1~ " -r*
löngu hlotið úrskurð hins óhaggan-
lega rettiæcis, er genr irekan ai-
hugasemdir óþarfar. —
Var það raunverulega Kristmann
Jónsson er vitjaði nafns hjá Sigríði
Björnsdóttur eða var hennar eigin
dulda vitund þar að verki? — Yms-
ar líkur, kunnar sálfræðingum,
styðja hið síðara, en aldagömul
reynsla mannkynsins mælir með
því fyrra. Margir af sálfræðingum
vorra tíma eru snjallir og starf
þeirra mikils vert. Eigi að síður fer
þeim flestum á líkan hátt og manni,
er skíra vildi viðgang lífsins á jörðu
hér án þess að taka nokkurt tillit
til sjálfrar sólarinnar.
Nokkrir þeir spekingar, fornir og
nýir, er telja sig kunna skil á að-
stöðu þeirra, sem farnir eru héðan
úr heimi, segja látna menn eiga
þess lítinn kost að gera hér vart
við sig. Önnur mikilmenni andans
kveða þá þess megnuga, og vísinda-
legar sálarrannsóknir virðast hafa
sannað það.
Að öllu saman lögðu tel ég öruggt
að nafni minn hafi sjálfur verið á
ferð í draumi móður minnar. En
hvað gekk honum til? Vænti hann
sér einhvers ávinnings eða vildi
hann fóma einhverju í þjónustu
þess lífs, er svo snemma var frá
honum tekið? Af ýmsum líkum,
sem hér skulu ekki raktar, ræð ég,
að hvorttveggja hafi vakað fyrir
honum, þó einkum hið síðarnefnda.
En var hann þess megnugur, mátti
hann sín nokkurs gagnvart örlög-
um og eiginvilja þessa drengs, er
var að skapast í móðurlífi? Naum-
ast getur verið um annað að ræða
en einhverskonar verndarstarfsemi.
Margt bendir í þá átt, að til séu
ósýnilegir verndarar, er veiti þeim
hjálp, sem þiggja kunna.
Ekki veit ég til, að hann hafi
reynt að ná sambandi við mig. Og
ég hef ekki ónáðað hann að þarf-
lausu. En komið hefur það fyrir
að ég héti á hann til fulltingis, og
brást þá aldrei að mér kæmi ein-
hver aðstoð eða raunabót.
„HUGSANIR mínar eru eins og snæ-
rósir í lofti á haustdegi, þær bráðna,
áður en þær ná til jarðar“.
★
„SKYLDU trén ekki kvíða því á hverj-
um vetri, að aldrei muni framar
sumra“. — Jóhann Sigurjónsson.