Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 vorið, en um veturinn segir hún: „Jeg vil að þú farir að leggja þig eftir trú- spekinni, hún varpar ljóma yfir alt mannlífið og gjörir mann bjartsýnan." Og veturinn 1918 skrifar hún mér svo- hljóðandi hugleiðingar: „----------það vita menn, að afarmiklir örðugleikar eru á m;ðils-sambandinu fyrir þá hinu- megin og hafa þeir víst mikið fyrir því, en vilja alt það á sig leggja vegna mál- efnisins sem þeir telja mikla nauðsýn á að verði viðurkendur sannleikur, nefnil.: að samband sje á milli þeirra og okkar og á milli tilverustiganna beggja megin dauðans, sem að við höf- um kallað“. — En segið þér mér eitt Hulda, mun- ið þér nokkurt áþreifanlegt dæmi um andatrú hennar, ef svo mætti að orði komast? — Eitt sinn hélt hún, að hún mundi deyja. Sagði blákalt, að andarnir hefðu tilkynnt sér það. Hún bað um, að sér yrðu veittar nábjargir og ég man, að hún gerði boð eftir mér, svo að hún gæti kvatt mig. En hún dó ekki í þetta sinn, raunar lifði hún í mörg ár eftir þetta. — En hér hafa sennilega komið til áhrif frá Halldóri manni hennar. Hann var mjög merkur maður, og á vissan hátt leit hún upp til hans, þótt hún vildi alltaf hafa hann í skugga, því að hún var talsvert gefin fyrir að láta bera á sér. Varð það þá stundum á hans kostnað. — Þér töluðuð um áhrif frá Halldóri? — Já. Hann dó haustið 1920, en að áliðnu sumri fór hann inn á Akureyri að láta taka mynd af sér. Það hafði hann aldrei gert áður. Nokkru síðar fór hann með eintak af myndinni til þriggja beztu vina sinna á Akureyri og gaf þeim. Þeir voru: Einar Gunnarsson kaupmaður, sem hann verzlaði alltaf hjá, sr. Geir Sæmundsson og Stefán faðir minn. Þegar hann afhenti þeim myndirnar, sagðist hann ekki mundu sjá þá aftur. Og kvaddi þá. Fór síðan heim í kot sitt, lagðist í lungnabólgu og dó. . — Ef við snúum okkur að trúarlífi Ólafar, hvað munduð þér segja um það, Hulda? — Ólöf var efasemdarmaður og fylgdi raunsæisstefnunni að málum. Brandes hefur sennilega verið hennar stóra fyrirmynd. Aftur á móti virtist hún ákaflega andsnúin kirkjunni. Hún fór helzt aldrei í kirkju. Og ef hún kom á messudögum til Möðruvalla, þá lét hún ekki sjá sig þar, fyrr en messan var um garð gengin. Hún var einnig andvíg prestum, en það var samt ein af andstæðunum í lífi hennar, að í fyrsta skipti varð hún ástfangin af presti. Hún var þá sjö eða átta ára og hamingjuprinsinn var sóknarprestur- inn í sveitinni hennar. Ég held Ólöf hafi alltaf verið ástfangin, enda hrif- næm. En við vorum víst að tala um trúarlíf hennar. Eins og nærri má geta, hafði hún mikið dálæti á boðskap Ein- ars Kvarans og Haralds Níelssonar. Hún sagði, að guð og elskan væru eitt og hið sama, og eftir að andatrúin hafði náð algjörum tökum á henni, skrifaði hún mér á þessa leið um trúarlíf sitt: „Já, það er ógurlegt að sjá vini sína og velunnara látna oní grafarmyrkrið, ★ ★★★★★★★★ „Jeg á ofboðlitla mús, sem jeg skammta daglega á und- irbolla". ★ ★★★★★★★★ fyrir þann sem tekur þá athöfn svo, að þarna sje maðurinn látinn sem mað- ur hafði umgengist, þekkt vel og unn- að. Jeg veit eiginlega ekki hvernig nokkur á að geta orðið jafngóður af þeirri ógn, ef honum finnst þetta endir- inn á öllu saman. Ekki hefði jeg af- borið það, ef jeg hefði orðið fyrir því meðan jeg fann enga fótfestu eða botn í neinu því. Nú er mjer enginn svo mætur — ekki einusinni jeg sjálf — að mjer findist mjög til um að sjá dauð- ann, sem við köllum, taka hýðið, skrokkinn okkar og ónýta hann. Mjer er að vísu aldrei um þessa svörtu moldargröf, en dauðinn er ekki ægi- legur í minni tilfinningu nú, síðap jeg fjekk loks í mig fasta sannfæringu fyrir því að alt þetta geigvænlega er ekki annað en það að líkamsvjelin varð ónýt, en sá eiginlegi maður heldur áfram tilveru sinni, að mestu óbreittur, og heldur áfram leið sinni til meiri fullkomleika og þá líka meiri þroska: æðra lífs“. — Þér segið, að Ólöf hafi verið and- snúin kirkjunni. En má ég spyrja til gamans: voru þau Halldór þá ekki gift í kirkju? — Jú, svarar Hulda og brosir. Það var hér í Reykjavík og sá sem gaf þau saman var enginn annar en Hallgrím- ur biskup Sveinsson. En það er saga að segja frá því. Ólöf gerði sjálf mikið grín að þessari giftingu, í hennar aug- um var alltaf eitthvað skoplegt við það sem gerðist í kirkju. Hún sagði mér frá því, að kona nokkur hafi fengið sér sæti við hliðina á henni, þar sem hún sat á brúðarbekknum og beið eftir presti. Konan hafði flýtt sér svo í kirkj- una til að missa ekki af athöfninni, að hún hafði ekki gætt þess að setja á sig sjal, þríhymunni hafði hún gleymt á herðunum og fingurbjörginni á vísi- fingri. Af því réð Ólöf, að hún mundi hafa verið saumakona. Og hló mikið. Nú, svo var það presturinn. Hann lét ekki sjá sig, hafði gleymt brúðkaup- inu, svo að senda þurfti sendiboða heim til hans, að sögn Ólafar sjálfrar, og minna hann á það. Þá kom hann loks í fullum skrúða og var miklu fargi létt af viðstöddum. Hún vildl hafa þetta skoplegt, gamla konan. — Þetta var um kirkjuna. En landið og þjóðfélagið í heild? — Ólöf hafði mikinn áhuga á þjóð- málum. Hún var eldheit sjálfstæðis- kona á mælikvarða þeirra tíma. Hat- aði Dani. Elskaði allt sem miðaði að framförum á Islandi. Lét sér ekkert lynda nema algjört sjálfstæði lands og þjóðar. — Ást hennar á sveitinni var einlæg, eins og sjá má af þessum orð- um hennar sem hún skrifar mér 1912: „Fóstri“ lét t_:.a mynd af sér — og kvaddi siðan vini sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.