Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS S73 vísum stað. Og þangað var einstaklega gott að koma, ekki sízt þegar maður var ungur og ástfanginn. Enginn skildi ástina betur en Ólöf. — Ólöf vann mikið utan húss sem innan, en samt gaf hún sér alltaf tíma til að tala við þá krakka og ungmenni, sem nutu hylli hennar. Við fengum að koma út í slægjuna til hennar, þá setti hún upp súkkulaðipott, tyllti sér hjá okkur og sagði okkur sögu. Hún benti á reykinn og sýndi okkur, hvernig hann tók á sig mannamyndir á leið sinni upp í himingeiminn, og svo sagði hún okkur sögur af þessu fólki sem hún þóttist sjá í reyknum. Auðvitað voru þetta ástfangnir unglingar, annað gat það ekki verið. I skemmtilegu bréfi sem hún skrifaði mér í desember 1904 segir hún svo: „Nú skal jeg segja þjer dálítið. Jeg er farin að hlakka til þegar vorið kemur. með ykkur „krakkana“ og sumarfuglana heim í sumarhreiðrin ykkar. Hvort skilduð þið nú koma fyrr, eða aumingja litlu márjuerlurnar, sem áttu hreiðrin suður og upp á túninu á Möðruvöllum, þar á tóttarbrotinu, bú manst! Þið „krakkarnir" komið fyrr, held jeg, en svo kemur hitt þá líka altsaman hvað á fætur öðru: syngjandi fuglarnir, sólskin og grösin, alt sem manni er mætast. Manstu Hulda, hvernin márjuerlan vippar stjelfjöðr- inni sinni, dintar skottinu af eintómri gleði og ánægju, og manstu hvað hún er falleg í vextinum og limaburðurinn ljettur og fínn, en svo hjartans glöð í öllu látbragði! Og manstu eptir fóta- burðinum lóunnar? Það er fallegt göngulag sem hún hefir, stórum er það öðruvísi en kúnna“. — OVO að við snúum okkur að öðru. iJ Las Ólöf mikið á þeim tíma sem þér voruð handgengust henni? — Já, hún las mikið, pabbi lánaði henni t. d. oft bækur. Hin síðari ár las hún eingöngu um andatrú. Hún hafði verið í Kaupmannahöfn og las dönsku. Hún var mjög iðin að eðlisfari, ef hún var ekki með bók í hönd, þá vann hún að tóskap og komst mjög langt í þeirri list. — Ég held, að Ólöf hafi haft mest- ar mætur á ástaljóðum. Steingrímur og Þorsteinn Erlingsson voru uppáhalds- skáldin hennar, einnig dáði hún Matt- hías, en sjaldan minnist ég þess þó, að hún færi með trúarljóð hans eða sálma Hallgríms Péturssonar. Af yngri skáld- um vakti Davíð Stefánsson mesta að- Framh. á bls. 374 4 ' I LióðeftirÓlöfuáHlöðuml 1 \ Sólstöðuþula Veltu burtu vetrarþunga, vorið, vorið mitt. Leiddu mig nú eins og unga inn í draumland þitt. Minninganna töfratunga talar málið sitt, þegar mjúku, kyrru kveldin kynda á hafi sólareldinn. Starfandi hinn mikli máttur um mannheim gengur hljótt, alnáttúru æðasláttur iðar kyrrt og rótt, enginn heyrist andardráttur, engin kemur nótt. Því að sól á svona kveldi sezt á rúmstokkinn, háttar ekki, heldur vakir, hugsar um ástvin sinn. Veit, hann kemur bráðum, bráðum, hjarti morgunninn. Grípur hana snöggvast, snöggvast, snöggt í faðminn sinn, lyftir henni ofar, ofar, upp á himininn. Skilar henni í hendur dagsins, í hjartað fær hún sting: Æ, að láta langa daginn leiða sig í kring. Ganga hægt og horfa niðr á heimsins umsnúning. Komast loks í einrúm aftur eftir sólarhring, til að þrá sinn unga unað, yndiss jónhverf ing! Þjaki hafsól þrár um nætur, þá er von um mannadætur. í skugganum stóð ég í skugganum stóð ég með þverrandi þor, og þegjandi hlóðu sér árin. Þá komstu með óðinn þinn, unaðar vor, svo ólgaði blóðið og — tárin. Og ljósið mér skein, svo ei lengur var kalt, og lækning við meini var fengin. t hugarins leyni nú hljómaði allt, þú hreiíðir hvern einasta strenginn. Fann hann mundi deyja Gnægð mér fyrr af yndis auð augað bjarta sendi. Kærleiks var mér rósin rauð rétt af hvítri hendi. Nú er dauð min dýra rós, dáið skin á hvarmi. Enginn geisli, ekkert ljós, enginn minnsti bjarmi. Nautnastundum eg þeim ann, — aldrei blundar Freyja — sárt þó undir fögnuð fann, fann hann mundi deyja. Gjöf svo mæta ei framar finn, finn ei bætur sárum. Þögul græt ég geislann minn, gröf hans væti tárum. Við dánarbeð Fyrrum var ailt það, sem æskti eg mér, í eldheitri snertingu þinni. Og hér er ég ennþá við hliðina á þér, með höndina þína í minni. En nú spyr ég ekki um nautnlrnar þar af nærveru, snertingu, þinni. Nú gef ég þér allt það, sem óþroskað var, af ágæti í sálunni minni. Tárin Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hijóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. í Lyngmónum 1 lyngmónum kúrir hér lóan mín, hún liggur á eggjunum sínum. — Nú fjölgar þeim, fuglunum mínum. — Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín og fegurð í. vaxtalínum. Það fara ekki sögur af fólkinu því, en fegurð þó eikur það landinu í, í landinu litla mínu, í hrjóstuga, lltla landinu þínu og minu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.