Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Page 10
174
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
STRAVINSSÍY
Verk hans „fæðast“ fullmótuð
— Ólöf á Hlöðum
Framh. af bls. 373
dáun hennar. Hún spáði honum góðs
gengis og sagði, er hún heyrði eftir-
farandi ljóð, að þar væri skáld á ferð:
Sem hjarta Guðs
er ég hreinn í kvöld,
fagur sem óskir hans
og frjáls sem hans völd.
Alla vil ég gleðja,
fyrir alla þjást.
— I kvöld er ég skuggi
af konuást.
Ljóðið er í Svörtum fjöðrum, eins og
þér munið. I þeirri bók er ýmislegt um
ástina. Það átti vel við smekk Ólafar
og eðli.
— Að lokum langar mig að spyrja
yður Hulda: haldið þér, að hún hafi
tekið skáldskap sinn alvarlega?
— Já, það held ég. Ég mah, að hún
varð fyrir sárum vonbrigðum, þegar
síðara kverið hennar kom út: sa^Sist
aðallega hafa rekizt á það á tomból-
um. M.
F'YRIR fimmtíu árum var í fyrsta
sinn leikin opinberlega í Pét-
ursborg í Rússlandi sinfónía og
hljómsveitarlagaflokkur eftir ungt
tónskáld, ættað frá Pétursborg.
Sumir áheyrenda töldu tónlist hans
sýna svo mikla tæknilega snilld, að
góðir hæfileikar hlytu að búa að
baki. Öðrum þótti lítið til koma.
Frænka tónskáldsins þusti til hans
að loknum tónleikunum og spurði
umsvifalaust án þess að minnast
á tónverkin: „Hvernig líður móður
þinni?“.
umdeild. En kunningi hans, Line-
oln Kirstein, hefir komizt svo að
orði: „Hljóðin, sem hann hefir
fundið eða uppgötvað, hljóma nú
kunnuglega í eyrum okkar, þó að
þau hafi virzt kynleg eða viðbjóðs-
leg í fyrstu“.
CEX ÁRUM eftir að verk Stra-
vinskys voru fyrst kynnt í St.
Pétursborg, var Stravinsky orðinn
heimsfrægur og hafði jafnframt
vakið hneyksluti alþjóðar með
ballett sínum „Rite of Spring“.
Mönnum þótti tilfinnanlega skorta
í verk þetta alla samhljóma. Ringul
reið ósamræmdra tóna og djarflegt,
★ ★★★★★★★★
„Á þessu heimili er aldrei
frí, alltaf unnið“.
★ ★★★★★★★★
nýtt, óvenjulegt hljómfall orkaði
svo á einn gagnrýnandann, að hann
uppnefndi verkið „Massacre of
Spring“. Nú hefir þetta verk hlotið
almenna viðurkenningu, og Walt
Disney túlkaði það með teikning-
um af ferlegum, forsögulegum ó-
freskjum í kvikmyndinni „Fanta-
síu“.
Stravinsky fluttist til Bandaríki-
anna 1939, en fram að því hafði
hann aðallega búið í París ásamt
konu sinni og fjórum börnum. í
Paris kynntist hann nýju tón-
smiðaformi, ballettinum, og þar var
Til bónda míns
Þó standir þú ekki að stöðu hár,
svo stari á þig gjörvöll þjóðin,
þú lagðir fram athöfn, orðafár,
f almennings þarfasjóðinn.
★
Þín spor sjást ei stór, en hvert spor
er hreint,
þú ,park hvergi eftir þig lætur,
en gekkst svo varfær þinn veg og beint,
að vegna þin enginn grætur.
Ólöf á Hlöðum.
Það var á þeim góðu gömlu dög-
um begar borgararnir tóku sjálfir
réttvísina í sínar hendur. Þeir
höfðu tekið tvo menn fasta og á-
kveðið að binda þá og henda þeim
svo út af brú. En þegar fyrra mann-
inum var fleygt út af brúnni, losn-
aði hann úr böndunum, og synti
svo órugglega til lands. Þá varð
hinn skelfdur og sagði:
— Blessaðir bindið þig mig vand-
lega, því að eg kann ekki að synda.
JDYRIR fáum vikum í húsi nokkru
í Hollywood lauk þetta sama
tónskáld nítugasta og þriðja verki
sínu, sem er ekki aðeins mjög frá-
brugðið þeim verkum, er hann
samdi fyrir fimmtíu árum, heldur
einnig þeim, sem hann samdi fyrir
fimm árum. Sennilega hefir kenn-
ari hans Rimsky-Korsakoff ekki
rennt grun í, að eftir hálfa öld
yrði Igor Fedoróvich Stravinsky
orðinn eins konar tónlistaminnis-
varði; hann hefir lagt svo ríkan
skerf til nútimatónlístar, að ailt
eðli hennar endurspeglar persónu-
leika hans.
Hinn 17. júní sl. varð Stravinsky
75 ára, en sem tónskáld er hann
síungur. Þá fimm áratugi, sem
hann hefir fengizt við tónsmíðar,
hefir hann átt upptökin að eða haft
afskipti af öllum meiriháttar stefn-
um innan nútímatónlistar. Sú tón-
list, sem hann nú semur, er mjög