Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
377
ár fór hann yfir þvera Evrópu
til að sjá Paul Klee-sýninguna í
Bern.
ITM ÞESSAR fyrrnefndu listgrein-
ir fjallar a. m. k. helmingur
þeirra bóka, sem fylla bókahillurn-
ar heima hjá honum. Bókahillum,
sem ná frá gólfi upp í loft, hefir
verið komið fyrir af miklu hugviti
um allt húsið. Daginn eftir að Stra-
vinsky flytur inn í gistihúsher-
bergi, eru borðin orðin hlaðin bók-
um, sumar hefir hann tekið með
sér, aðrar hefir hann keypt.
Ferðalög eru einhver bezta
skemmtun Stravinskys, en hins
vegar taka þau hjónin mjög lítinn
þátt í venjulegu skemmtanalífi.
Kona Stravinskys, sem er sjálf
málari, orðar það svo: „Á þessu
heimili er aldrei frí, alltaf unnið“.
Stravinsky er mjög trúaður mað-
ur. Hann er samt ekki í neinum
sérstökum söfnuði, og er það auð-
skilið. Eitt sinn er hann fór til
skrifta, bað presturinn hann um
eiginhandaráritun.
Allar venjur Stravinskys og
vinnuaðferðir bera vott um löng-
un til að vera nákvæmur út í æs-
ar. I vinnustofu hans úir og grúir
af úrum, klukkum og ýmsum ná-
kvæmnistækjum t.d. er þar raf-
magnsyddari. Þar er einnig fullt af
orðabókum og alfræðiorðabókum,
og fari hanmí ferðalag, tekur hann
Decca Radar Ltd. í Lundúnum
hefir nýlega fullgert nýa ratsjá,
sem unnið hefir verið að árum
saman. Hún tekur öðrum ratsjám
fram 1 því, að í henni sést eigi að-
eins framundan, heldur til beggja
hliða. Má þar greina hvort önnur
skip liggja kyr, eða eru á ferð og
þá hvaða stefnu þau hafa. Einnig
sést í ratsjánni mynd af skipinu
þar sem það er og afstöðu þess til
annarra skipa. Með öðrum orðum,
hún sýnir „lifandi mynd“ af um-
hverfinu, og með þessu ætti að
draga mjög úr þeirri hættu að skip
að jafnaði með sér um tylft af
orðabókum.
CTRAVINSKY virðir menningar-
legar erfðir mjög mikils, og
á síðastliðinni hálfri öld hefir hann
ekki síður unnið að því að hefja af
nýju til vegs og varðveita tónlist-
arform, sem nútíminn hefir hlotið
að erfðum, en skapa ný fyrir fram-
tíðina. Samt kemur það örsjaldan
fyrir, að hann leikur verk eftir
sjálfan sig. Igor Stravinsky er nú
75 ára gamall en lítur alltaf á sér-
hvert nýtt verk eins og það sé
fyrsta verkið, sem hann hefir sam-
ið. Hann er nú að vinna að nýju
verki. Það kann að verða álíka frá-
brugðið ballettinum „Agon“, sem
hann hefir nýlega fullgert, og ball-
ettinum „Rite of Spring“, sem hann
samdi fyrir tæpum fimmtíu árum.
Stravinsky, sem er enn einn áhrifa-
mesti maðurinn í heimi tónlistar-
innar, er atkvæðamikill skapari og
djarfur könnuður.
(Þýtt og stytt úr The New York
Times Magazine).
rekist á. Ratsjáin hefir verið reynd
á skipum, sem sigla milli Lundúna
og Antwerpen og gefist mjög vel.
★ ★ ★ ★ ★
Eftir því sem segir í tímaritinu
„Advertising Age“ þá voru 867
vörutegundir að meðaltali í hverri
nýlenduvöruverslun árið 1928. En
árið 1955 voru þær orðnar 4723.
— Fyrir 20 árum voru á boðstólum
16 tegundir kornmatar, en nú eru
þær orðnar 91. Af nýum vörum
má nefna 149 tegundir af frystum
matvælum.
Ilý ratsjá — Vörutegundum fjölgar
i