Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 14
378
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kslvin Lindimann:
Nei, hann hafði ekki
sterka skapgerð
PATRICK SAVILLE og ég sátum og
snæddum morgunverð á Hótel
Ritz. Skammt írá okkur sat maður við
borð.
Ég hafði setið sem í leiðslu og horft á
hann á meðan ég beið eftir Patrick. —
Maðurinn var ungur, að því er bezt
varð séð, en óvenjulega feitur. Einu
sinni hafði hann verið fallegur maður
og kannski var það einmitt þess vegna,
að manni fannst hann eitthvað rauna-
legur að sjá. Augu hans ljómuðu af
gleði í hvert skipti, sem þjónninn færði
honum nýjan rétt. Matarlyst hans var
algerlega óháð fæðunni, sem hvarf
stanzlaust inn á milli vara hans.
Það var einmitt vegna þessa feita
manns, sem við Patrick fórum að rök-
ræða um sterka skapgerð. Patrick mat
meira sterka skapgerð en almennar
gáfur.
„En hvað er hún svo, þessi svo kall-
aða skapgerð?“, spurði ég.
„Einu sinni hélt ég að það væri ein-
hver meðfæddur eiginleiki", sagði Pat-
rick. — „Þegar maður stendur and-
spænis viljaföstum manni, finnur mað-
ur til einhvers alveg sérstaks. Ég hefi
áður sagt þér frá Jerry Joel-Sass. Hann
var maður með sterka skapgerð og
hver sem til hans þekkti viðurkenndi
það og umgekkst hann samkvæmt því.
Ég var settur í herdeildina mjög
snemma í stríðinu, og Jerry Joel-Sass
var minn æðsti yfirboðari. Brátt varð
það alvanalegt, að hópur ungra manna
var sendur yfir sundið í hraðbót til
þess að gera innrás á yfirráðasvæði
óvinanna, en í fyrstu virtist okkur það
dálítið undarlegt.
Jerry hafði valið mig til fylgdar,
þegar tilgangurinn var að myrða Gör-
ing, sem var einmitt í rannsóknar-
ferð um frönsku strandvirkin.
Við vorum tuttugu, sem settir voru á
land úr kafbát. Síðasta spölinn rérum
við sjálfir í gúmmíbát, svartir í fram-
an og á höndum, og allir fundum við
til undarlegs einstæðingsskapar, er við
stigum á land á strönd hins hertekna
og víggirta Frakklands. Við höfðum
r...allt skjól og alla vernd að baki
okkar.
var þetta hið mesta vandamál,
eins og þú sjálfur veizt, og ekki voru
liðnar meira en fimm mínútur frá
landtökunni, þegar við vorum baðaðir
í sterku, hvítu ljósi, frá öflugum ljós-
kösturum Þjóðverjanna. Þeir höfðu
vænt okkar og biðu komu okkar. Ein-
hversstaðar uppi í hálendinu þrumaði
vélbyssa og spýtti blýi sínu í allar átt-
ir, eins og um lífið væri að tefla.
Við vorum ofurliði bornir. Þeir gerðu
aðeins eina stórárás og biðu þess eins
að aðaláhlaupið hæfist.
Við særðumst 7 eða 8, þar af
Hitabylgja
hefir undanfarið
gengið yfir
Evrópu. Hér sjást
tvær blómarósir
kaela sig í sjóbaði.