Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
379
Frönsku farþegaflug
vélarnar af Caravelle
gerð þykja skara
fram úr að ýmsu
leyti og hafa nú
nokkur flugfélög, s.s.
Air France og SAS
fest kaup á þeim.
Flugvélarnar hafa
tvo hreyfla, (fasta
við skrokkinn, sbr.
örina) og fljúga með
800 km. hraða á klst.
— Þær þykja mjög
þægilegar. —
3 lífshættulega. Á sjálfum mér hafði
vöðvi annars handleggs tætzt í sundur
og blóðið lagaði úr hendinni. Það, að
nokkrir okkar komust lífs af, er váfa-
laust því að þakka, að Þjóðverjarnir
áttu von á strandhöggi mörg þúsund
manna. Að við vorum aðeins tuttugu
talsins má eflaust teljast orsök þess að
óvinirnir álitu strandhögg okkar ein-
ungis Herbragð og væntu aðalárásar-
innar á hverri stundu.
Við gátum ekki borið sigur úr být-
um og urðum að reyna að læðast niður
að gúmmíbátnum og róa út að kaf-
bátnum í skjóli myrkursins.
Við höfðum, samkvæmt fyrirskipun-
um, dreift okkur yfir stórt svæði á
ströndinni og nokkrir hinna særðu
voru aðframkomnir og komust ekki
alla leið til sjávar aftur. Jerry Joel-
Sass sem sjálfur var særður á vinstri
hendi, hljóp til baka og sótti þá hvern
á fætur öðrum. Hann var hið ágætasta
skotmark fyrir leyniskyttur, sem lágu
allsstaðar bak við eplatrén og það var
líka skotið á hann, en aðeins á leið-
inni til hinna særðu. Strax og hann
hafði lyft særðum manni á bak séi,
hætti skothríðin með öllu. Hvort sem
það var nú yfirlæti eða uppgerð hjá
Þjóðverjunum, eða beinlínis eftir fyrir-
skipunum, veit ég ekki, en Joel-Sass
sótti okkur hvern á fætur öðrum, þótt
hann vissi, að þeir myndu skjóta a
hann á leið hans til hinna sáru félaga,
en samt tókst honum að flytja okkur
alla til skips.
— ★ — ★ — ★ — ★ —
Kelvin Lindimann
er einn af þekktustu skáldsagna-
höfundum Dana. Þess má geta að
Isafoldarprentsmiðja h.f. gaf út í
fyrravetur skáldsöguna hans,
„Rauðu regnhlífarnar".
— ★ — ★ — ★ — ★ —
I þessu stríði var fjöldi hermanna
margra þjóða, sem geystust fram þrátt
fyrir hætturnar. En það er mikill mun-
ur á því að sækja fram ásamt mörg
þúsund félögum eða einn síns liðs,
þreyttur og særður, og vera óhjákvæmi
lega eina skotmark óvinanna. Slíkt
krefst sterkrar skapgerðar.
Jerry Joel-Sass hafði verið kvæntur
í tæpt eitt ár og eignazt einn son. Hugs-
anir hans hafa eflaust snúizt um konu
hans og barn.
Já, Jerry hafði sterka skapgerð, og
ég hélt, að hún væri einhver meðfædd-
ur eiginleiki, en sé svo, þá er líka
hægt að glata sterkri skapgerð í þessu
lífi.
PATRECK leit við og horfði á þennan
feitlagna vin okkar, sem nú var
rétt að byrja á hálfri önd. Augnatillit
þeirra mættust og Patrick heilsaði að
fyrra bragði.
„Þetta er Jerry Joel-Sass og er rétt
í þessu að grafa sína eigin gröf með
skemmdu tönnunum sínurn", sagði
hann glottandi. — „Hann hefur misst
flesta vini sína sökum óreglu, en ég
býð honum heim svona öðru hverju
til að fylla vömbina — og svo hefur
hann nú líka bjargað lífi mínu“.
„Já, en hvernig gerðist það?“, spurði
ég. „Hvers vegna er hann nú svona —
langt leiddur?".
„Ekki af neinu sérstöku, held ég“,
svaraði Patrick, kæruieysislega. —
tj-, v„r pjns Qg aj]jr v]taj sæmdur
heiðursmerkjum, og maður skyldi
haiua, ao si.Kur niaður, hefði svo margt
að hugga sig við, þegar smávægileg
óþægindi verða á vegi hans. En einn
góðan veðurdag, þegar hann kom heim
var kerlingin hans strokin með bezta
vini hans — og það reið baggamun-
inn“.
Patrick yppti öxlum og bætti við:
„Nei, hann hafði ekki sterka skapgerð".
4