Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 Uppeldisdóttir sr. Davíðs, Ragnheið- ur Blöndal, Ranka á Hofi kölluð, hafði sagt mér, að þegar sr. Davíð væri að yfirheyra sig, en hann kenndi henni margt, því hún var næm stúlka mjög og gáfuð, þá dyggði það venjulega, er hún myndi ekki það, sem spurt var að, að horfa á Lúther um stund, þá vissi hún hvað hún átti að segja. Þegar sr. Davíð ætlaði að byrja eitt sinn að kenna henni undirstöðuatriði í hebresku, þá tók frúin í taumana og sagði, að nær væri, að hún lærði að prjóna í prjónavél. Nú sat eg þarna við hlið systur minn- ar, og átti að ganga undir eins konar próf, að mér fannst, vera stiltur og láta mér hvergi bregða, er eg í síðasta sinn sæi Ólaf Davíðsson. Hulda systir mín sat með blómvönd lítinn í hvítu bréfi, sem var undið í kramarhús og nælt saman með títu- prjón. Það útbjó mamma, áður en við fórum. Þetta voru fimm rósir, og þær átti að setja í kistuna til Ólafs. Ein þeirra var sú dekksta rós, sem eg hafði séð, hreinasta sorgarrós, að mér fannst. Hulda hafði fengið að bera blómin alla leið. Það varð eg að láta mér lynda, af því að eg var eldri. En nú átti Lúther, þarna á veggnum, að hjálpa mér, eins og hann hjálpaði Rönku. En það gerði hann ekki. Hann sveikst um það. Hann horfði út í loftið, langt yfir höfuð mér, og eg fékk ekk- ert samband við hann. Beint á móti okkur voru dyrnar í stássstofuna, þessa stofu, þar sem eg hafði svo oft setið, drukkið kaffi og skoðað myndaalbúm, stofan, með bí- leggjaraofninum, með upphleyptum myndum á, mynd af Valdimar Briem, sálmaskáldi, bróður frúarinnar. Hvernig var hún í dag þessi stofa, þeg- ar hún var orðin eins konar millibil milli mannheima og hins dularfulla, hinum megin við dauðann, sem sr. Davíð, afi minn og ömmumar mínar, og margt annað fólk, kallaði himna- ríki? Þarna inni í stofunni var Ólafur. Eg átti að fá að sjá hann. Hulda átti að færa honum rósirnar, sem hún hélt á í kramarhúsinu. Og þó var hann ekki þarna. Hann var farinn — alveg fyrir fullt og allt og nú var ekki annað eftir en að setja hann ofan í kistuna, sem Halldór á Hlöðum hafði smíðað, og fara svo með hann í kirkjugarðinn á Möðruvöllum. Allt var þetta óskiljanlegt, hr*ði- lega óskiljanlegt. Ef síra Davíð sjálf- ur gengi ekki hér um húsið og léti eins og þetta væri lífsins vegur, daglegt brauð, þá væri þetta blátt áfram óbæri- legt. Er ekki hægt að gera uppreisn, algera uppreisn gagnvart svona hrapa- legu ranglæti, að láta nokkra hnull- unga neðan úr Gæsavík draga bezta vin minn og bezta vin margra annarra ofan í einn Hörgárhylinn? En það var engan uppreisnaranda að sjá á sr. Davíð. Hann hefir líka jarð- að svo afskaplega margt fólk. Hann er alltaf að kasta af litla prestaspaðanum ofan á kistur fólksins, sem komið er 1 gröfina. Og prestaspaðinn er til þess gerður, alveg sérstaklega. Hann er suð- ur í „graftólaværelsi“, í kirkjunni á Möðruvöllum, og bíður þar alltaf eft- ir því, að hann sé látinn kasta mold ofan á kistur. Mér hafði alltaf verið illa við það verkfæri. Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu verða. Frá moldu skaltu aftur upp rísa. Oft hafði eg hlustað á sr. Davíð segja þessi orð, þar sem hann stóð í hemp- unni sinni við opnar grafir, með þenna spaða. Frá moldu skaltu aftur upp rísa. Þetta segir hann. Þetta er hann alltaf að segja við þá dauðu. Ekki sagði sr. Davíð ósatt. Nú var hurðin opnuð inn 1 stáss- stofuna. Þar lá Ólafur á löngu borði. Höfða- lagið sneri í austur, frá dyrum, svo að við sáum strax í andlit hans. Haustsólin skein gegnum suður- glugga stofunnar, skein beint á hann, þar sem hann lá. Friður og alvara var yfir svip hans. Hann var eins og langþreyttur ferðamaður, sem þarna naut hvíldar sinnar. En á miðju enni hans var kringlótt dæld, á stærð við 5-eyring, alveg kringlótt, og regluleg í lögun. Hvað sagði hún um dauðaorsök hans? Enginn vissi það. Enginn vissi það nokkurn tíma. En dældin í ennið var þarna. Hún sást enn greinilegar, vegna þess, hvernig sólin skein á andlitið. .Sr. Davíð gekk á undan okkur inn í stofuna. Hann gekk meðfram líkfjöl- unum, að höfðalaginu. Hann strauk hendinni um ennið á Ólafi, og upp í hárið, hlýtt og innilega, eins og faðir, sem huggar barn. — „Allt kalt“, sagði hann. Svo sagði hann ekki meira. Og enginn sagði neitt. En pabbi tók rósirnar úr hendi Huldu og lagði þær á brjóstið á lík- inu. Hún hafði horft björtum, skærum barnsaugum á líkið. En þegar hún missti blómin úr hendi sér, setti að henni grát. Mér fannst í þeirri svipan, hún hefði viljað sjálf rétta Ólafi blóm- in. Kannske hafði hún í ókunnugleik sínum á dauðanum, haft veika von um, að hann myndi sjálfur taka við þeim. Þegar hún fór að gráta, fór eins fyr- ir mér. En allt, sem gerðist eftir það, þenna dag, er gersamlega liðið mér úr minni. Svo kom jarðarförin, með öllum fólksfjöldanum. Fólkið kom í hópum, ríðandi utan Hörgárbakka, hundruðum saman, hver hópur eftir annan, hægt og hægt á eftir líkkistunni. En við það var ekkert nýstárlegt. Það var svo oft mannfjöldi á Möðruvöllum. Engin atvik man eg glöggt írá út- fararathöfninni. Mig minnir eftir mér á næstfremsta bekk, að norðanverðu í kirkjunni. Þar hefi eg sjálfsagt set- ið, eins og steingervingur. Mannfjöldi og athöfn, allt var mér óviðkomandi, nærri því ógeðfellt. Sólskin var og sunnanrok í dalnum þann dag. Hestarnir hömdust illa kringum bæinn, fyrir ofsaroki. Og mannfjöldinn tvístraðist brátt út í veður og vind, eftir venjulega kaffi- drykkju. Er mannfjöldinn var að mestu farinn, sat eg á húströppunum og horfði fram 1 kirkjugarðinn. Þar var nú Ólafur kommn. í tíu daga hafði hann verið í burtu. Hann hafði dáið á leiðinni, síðan hann síðast ávarpaði mig, er hann gekk út úr þessum dyrum, og sagði, sæll vinur Valtýr. Nú vissi eg hvar hann var. Þarna lá hann í kistunni frá Halldóri á Hlöð- um, með rósirnar hennar Huldu á brjóstinu. Nú voru rósirnar líklega farnar að fölna, blöðin að detta af þeim, niður á brjóstið á honum, þar sem hann lá ,með sinn fasta og rólega svip. Svona fölnar allt, mennirnir og blómin....... Ekki alllangt frá honum í garðinum var Guðrún amma mín, frá Heiði. Hún hafði ekki rósir í sinni kistu. En hún hafði Ijóðakver Hallgríms Pétursson- ar. Það hafði fylgt henni gegnum Frmh. á bls. 419.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.