Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 16
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrir gluggum, litlar kytrur lýstar dempuðum ljósum, grænum og rauð- um, Spönsk lög leikin hér, ítölsk þarna, sefandi, angurvær og stúlkur í röðum við barinn, glittir í armbönd og hringi í tóbaksskýinu eða ljósgeisli brotnar á glasi. Marglitri birtu slær á nakið hold, axlir og arma, hvítt hörund norðurs- ins, hið brúna suðursins eða blakka frumskógarins og axlir kynblendingsins lýsa eins og kopar. Og þar situr hún við barinn, 17 ára barn í rauðu pilsi og svört augun drottna yfir speglinum, fagurt blóm sem slitnað hefur frá rót- inni og stormur feykt á torgið. Og hann kemur inn, svoli, þrútinn til augna og smellir fingrum við eyra hennar. Gneistandi girnd í auga hans, i hennar kuldi, síðan hvísl — og kaup- in innsigluð með handabandi. Þá stirðnar hún upp eins og rekinn sé fleinn í bak henni, stígur fram á knæpugólfið, myrkur stjarfi yfir brám hennar og hún byrjar að dansa, hrað- ar og hraðar og leggur frá henni ódýra ilmvatnslykt, út í heita nóttina, dansar og dansar áður en hún deyr einu sinni enn — svo er hún örmagna; hann grípur hana þá í fangið og hverfur með nana gegnum myrkrið handan við barinn. Hatursþrungið hróp skammt frá, það er roskin álút kona á leið upp bratt- ann, klædd vinnubuxum, sígaretta laf- andi í mannvikinu, flatur hnakki, flax- andi hár niður á mjóhrygg og sér nú á vanga hennar, mongólskt svipmót, og hún krafsar út í loftið í áttina til mannlausrar skrautbifreiðar hinu meg- inn a götunni, hvæsir, hreytir bölbæn- um og vindur sér, púandi sígarettuna, inn á knæbu. Stór dropi fellur á hnakka okkar, fyrirboðinn. Loftið yfir Paris hefur verið heitt undanfarna viku og við heyrum þungar drunur í fjarska. Við greikkum sporið; en of seint. Skýfall — og stórir droparnir byrja að splundr- ast á grjótinu; síðan brestandi gnýr og elding tætir sundur loftið yfir Digalle, þrymjandi rafmagnsklær lágt yfir götunni, og grænum glömpum slær í sífellu á löðrandi blikkþökin, veggi, rúður, og vatnið beljar niður þrönga mannlausa götuna, grænar klær á lofti á ný og glampar frá ljósa- auglýsingunum, rauðir, hvítir: Narcisse — Sphinx, en við króuð inni, komumst hvergi að sinni, læstar dyr að baki, fyrir framan streymandi veggur — hér skiljast því leiðir. Þessi mynd er af Sesselju Helgadóttur, eða settu í Skógum, eins og hún er tíðast nefnd. Hún er einbúi í Skógum í Þorskafirði, fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar. Hún er 82 ára gömul, slær og heyjar sjálf handa 40 kindum, sem hún á. — Þess má þó geta, að Sesselja býr ekki á Skógum köldustu mánuðina, en flytst til næstu bæja með búslóð sína, kindur og hund. (Ljósm. Gunnar Andersen). ÞORLÁKSMINNING Enn lifir minning Þorláks biskups helga í nokkrum örnefnum í Skálholti. Þorlákssæti heitir klettur með örlitlu þrepi fyrir neðan og er norðaustur af staðnum. Þar er sagt að Þorlákur bisk- up hafi setið. Þorlákshver heitir vest- ur undir Brúará fyrir ofan Skálholts- tungu. Þorláksbúð var í kirkjugarðin- um norðaustur af kirkjunni; þar lét Ögmundur biskup reisa hús til guðs- þjónustu eftir að kirkjan brann á hans dögum. Þorláksbrunnur var sunnan undir Kyndluhóli, sem allstór hóll í túninu vestur af bænum í Skálholti. Brunnurinn var af vangá fylltur grjóti 1902 og ber nú lítið á honum. (Inn til fjalla). EYKTAMÖRK sem landnámsmenn settu á hverju byggðu bóli, eru eitt af þvi, sem fallið er í gleymskunnar djúp á eyðibýlum. Jafnvel á byggðum býlum hverfa þau í gleymsku smátt og smátt. Þetta er mikill skaði. Er því ekki minni ástæða til að skrásetja þau, sem enn þekkjast, heldur en örnefni. Hvort tveggja er jafn sjálfsagt. Það er undrunarvert, hve vel landnemum hefir tekizt að setja eyktarmörkin rétt. Ber það vott um mikla athyglisgáfu og vizku. Svo vel vill til, að eyktamörk á Baulár- völlum eru ekki með öllu glötuð. Þau eru færð í ljóðlínur. Og þótt sá skáld- skapur sé ekki háfleygur, hefir hann bjargað þeim frá að falla í algera gleymsku: Dagmálin á Dofrahnúk, hádegið á Stakki, miðdegi á Möðruhnúk, nón er út á Klakki, miðaftan á Breiðuborg á Baulárvöllum náttmálin á Núpufjöllum. Nú hef eg greint frá eyktum öllum. (Árbók Fornleifafélagsins).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.