Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1957, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 411 börnum og a3 1 lítri víns á'dag sé hæfilegt magn handa fullorðnum. Það leynir sér ekki að þetta er vínyrkju- land. CLUNY Hér förum við út, upp hreyfistigann og inn í Luxemborgargarð og kælum okkur um stund í forsælunni undir þungum krónum trjánna. Það brakar í skeljasandinum, léttur andblær úr suðri ýfir lauf trjánna og smáfuglar stunda ástabrall í garðinum með mikl- um dugnaði. Gamalt fólk situr á bekkjum, en börn leika í grasi. Nokk- uð af öldruðu fólki hefur horfið af sjónarsviðinu síðan í fyrra og kemur ekki lengur í garðinn, en nokkur börn hafa komið í staðinn. Og ung stúlka, sem var að byrja að verða kona í fyrra, gengur nú fullþroska eftir stígn- um, mikið meistaraverk fíngerðra beina og mjúkra vöðva, það stirnir á hörund- ið og fjaðurmögnuð brjóstin rísa stolt í sólarljósinu. Hún er kynblendingur, eins og eir á litinn og hefur látið lita gráa nokkra lokka í brúsandi hári sínu. Við hlið hennar gengur fríður piltur, sem nú hefur séð draum sinn rætast svo glæsilega, hann hefur fund- ið hana og hún hann — og nú ganga þau saman um garðinn. Hér verður svo á vegi okkar kynborin indversk stúlka á stól og hefur annan fót sinn á hné þrekvaxins manns af norrænu kyni og fer hann í sífellu næmum fingurgómum um þrýstinn fótinn, en hún horfir heitum augum á sterklegan háls hans og herðar, og verður ekki annað sagt en að þetta séu allmiklir innileikar svona um hábjartan dag- inn. Svo eigum við leið spottakorn með- fram Signu, heyrum hvellt blístur í flautu og sjáum skemmtibát á leið upp fljótið, en bakvið Notre Dame ber við himin á vinstri hönd, gersemi mikil ytra sem innra og kvað geyma marg- an dýrgripinn innan veggja, og á hægri hönd hamast Karla-Magnús við að hemja ólman stríðsfák og er kopar- inn í þeim báðum orðinn grænn af elli fyrir löngu. Og hvaða fjandar eru þetta hér og hvar á stöllum og riðum utan á kirkjunni? Jú, púkar — skim- andi út yfir borgina eftir bráð handa myrkrahöfðingjanum og á þessu út- kikki hafa þeir verið síðan fyrir daga Snorra Stulusonar, þokkaleg iðja það. Kúrekasöngur utan úr Rue Saint Martin. Það er sem okkur heyrist, og hér standa þeir, tveir kátir flækingar, búnir svipað og kúrekar og skemmta fólki, en berfætt stúlkutetur, nábleikt, lyftir peningaposa hátt, lætur klingja glatt í myntinni, gengur milli manna, stendur á tám, lyftir posa, lætur klingja, og „kúrekarnir" hækka söng- inn og hljóðfærasláttinn. Svart veðrað hús á hægra bakka Signu, drungalegt að utan, kalt og hráslagalegt inni, fangelsið sem hýsti Marie Antoiniette og franska aðalinn áður hann var leiddur undir fall> öxina. Steinveggir og steingólf og fóta- tak undir bergmálar sal úr sal í þessu húsi dauðans. Nei, ekki þessa leið, Gjörið svo vel að fylgja eftir leiðsögu- manninum, er kallað; það var svo sem auðvitað, seldir undir þá písl að þurfa að elta fararstjóra. Svo byrjar hann að tala yfir hópnum og reynir að vera fyndinn, síðan haldið af stað. Þarna var föngunum búinn staður í hálmruslí, í þessum klefa snoðaðir fyrir aftökuna, Ræðustúfurinn er botnaður með meint- um brandara um hár einnar stúlkunn- ar í hópnum, og þá fer xeiðsögumað- urinn að taka dálítið á taugarnar. Það er auðvitað ástæðulaust að setja upp svip sampíningar á þessum stað, en okkur virðist jafn ástæðulaust að hafa þessa atburði að fíflskaparmálum; hér voru 6 þúsund menn óvirtir og síðan höggnir, sumir að makleikum, en margir fyrir það eitt að vera bornir ui

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.