Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 1
30. tbl. SKÁLDSACAN, SEM VELDUR UMRÓTI I KREML SENNILEGA hefur ekkert bókmennta- verk, sem gefið hefur verið út í Sovét- ríkjunum síðasta mannsaldur, vakið jafnmikla eftirtekt og umtal og skáld- sagan „Ekki af einu saman brauði“ eftir Vladimir Dudintsev. Þegar glundroðinn vegna „afhjúp- unar Stalins" stóð sem hæst árið 1956, tókst Dudinstev að skapa persónu á borð við Bazarov í sögu Ivan Turgen- evs, „Feður og synir“. Persónu þessa skapar Dudintsev innan ramma flokks- línu rússneskra kommúnista, eins og hún var útfærð það sumar, þegar upp- finninga- og nýsköpunarmönnum á sviði tækni var gefið meira svigrúm Hetja Dudintsevs heitir Lopatkin. Sennilega á það fyrir henni að liggja að skipa svipaðan sess í bókmennta- og stjórnmálasögu og Bazarov, sem varð holdi klædd táknmynd byltingar- hyggjunnar í Rússlandi. Saga Lopatkins er sagan um hinn djarfa einstakling andspænis harðsvír- uðu embættismannabákni Sovétskipu- lagsins. Hún hefur raskað ró embættis- manna og skriffinna, og höfðingjamir í Kreml óttast augsýnilega áhrif henn- ar bæði heima og erlendis. Rússneska sendiráðið í London er að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar þar í enskri þýðingu — eða að minnsta kosti vill það láta gefa hana út með þeirri „end- urskoðun", sem höfundur varð að gera á rússnesku útgáfunni. Dudintsev: Ekki forðast ferðalög ..,. „Ekki af einu saman brauði" kom sem betur fer út í Sovétríkjunum, rétt áður en ungverska byltingin brauzt út. Vera má, að ella hefði hún aldrei séð dagsins ljós. Hún kom út í ágúst-, september- og októberheftum rúss- neska bókmenntatímaritsins Novy Mir 1956. Vakti hún þegar mikla athygli, einkum meðal unga fólksins. Áhuginn var svo mikill, að ákveðið var, að hald- Inn skyldi umræðufundur um han* meðal rithöfunda í Dom Literatoro (Rithöfundahúsinu), en sá háttur er á hafður, þegar um merkar rússneskar skáldsögur er að ræða. Fundarsalur í byggingu þessari er lítill, og þegar fundurinn skyldi haldinn, var fyrir- sjáanlegt, að ekkert rúm yrði fyrir al- menning. í hópi mannfjöldans, sem beið fyrir utan bygginguna, voru stúdentar, og kunnu þeir því illa að fá hvorki að heyra né sjá, það sem fram færi innan húss og þar sem þeir óttuðust, að flokkslínuþjónar fordæmdu bók- menntaverk, sem þeir dáðu, náðu þeir sér í stiga og reistu þá upp við glugg- ana, til þess að þeir gætu stungið inn höfðinu og gripið inn í umræðurnar, ef nauðsyn krefði. Þetta ásamt fleiru var tilefni til þess, að ízvestia fór þungum orðum um „óvenjulegar æsingar“ í sambandi við bókina. Athyglisvert við þessar fyrstu umræður um bókina var það, að flokkslínuþjónarnir voru ekki vissir f sinni sök, hvað segja skyldi. Yfirleitt hrósuðu ræðumenn verkinu, en í rit- dómum þeirra getur athugull lesandi fundið, að þeir eru hikandi, því að bókin snertir viðkvæmt mál, sem þeir þurftu að ræða af varúð, enda þótt sagan væri vinsæl. Nokkru síðar birti Izvestia frásögn af umræðufundinum ásamt ritdómum um skáldsöguna. Blaðið reyndi með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.