Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 rofhnausum, þar sem grafið hefir verið allt í kring um þau Og þau eru að hverfa inn á milli nýu hús- anna. Sum standa þar sem götur eiga að vera, og verða því að víkja fyrr eða seinna. Hér koma heimarnir: Glaðheim- ar, Ljósheimar, Álfheimar, Goð- heimar, Sólheimar o. s. frv., því að svo heita hinar nýu götur. Hjá Goðheimum stendur lág- reistur bær og skagar austasta hús- ið fram í götuna. Þarna eru þrjú stafnþil fram að hlaði, en vestast er lítið steinhús. Þetta var einu sinni „landnámsjörð“, þennan bæ reistu frumbýlingar í Langholti og kölluðu Litla Hvamm. „Jörðin“ er farin, hún hefir verið brytjuð nið- ur í byggingarlóðir og bærinn er að hverfa inn á milli stórhýsa. Þessi bær hlýtur að eiga sína sögu, hugsa eg og kný útihurð. Ung og geðþekk kona kemur til dyra. „Eg er kominn til að fræðast um hvenær þessi bær var reistur og hver það gerði“ sagði eg formála- laust líkt og blaðamanna er sið- ur. „Því miður get eg víst ekki gefið fullnægjandi upplýsingar“, svaraði hún, „eg hefi ekki átt hér heima nema í sjö ár. En þú skalt fara hérna í Vesturbæinn og hitta Ingi- mund Hallgrímsson, hann reisti bæinn og getur frætt þig um allt honum viðvíkjandi." „Eg kom vegna þess að mér sýn- ist sem sögu þessa bæar sé senn lokið“, sagði eg eins og til skýr- ingar á framhleypninni. „Já, nú er af sem áður var. Hér var viðkunnanlegt og fagurt áður en fór að þrengja að“ Og það er eins og dreymandi svipur komi í augu hennar þegar hún bugsar um liðna tímann á þessum slóðum, þar sem náttúrufegurðin er nú að hverfa fyrir aðsópsmiklu athafna- lífi þéttbýlisins. Eg kveð og geng að Vesturbæn- um. Þar hitti eg Ingimund, at- hafnamann, sem ellin hefir nú af- vopnað, því að hann er kominn nokkuð á níræðisaldur, en er þó enn glaður og ern. Hann býður mér inn í viðkunnanlega stofu og eg ber upp erindið. „Blessaður vertu, það er ekkert um þetta að segja,“ sagði hann. „En við getum byrjað á því, að eg kom hingað til Reykjavíkur fyrir 55 ár- um frá Brekku í Biskupstungum. Annars er eg fæddur Reykvíking- ur, fæddist í Sauðagerði, en fluttist tveggja ára gamall til tengdaföður míns að Tjörn í Biskupstungum. Jæja, hann var nú ekki tengdafað- ir minn þá að vísu, en eg hefi ver- ið tvígiftur um ævina og konurnar mínar voru dætur bóndans á Tjörn, systur. Já, svo var eg í Reykjavík í sautján ár. Þá var fyrra stríðinu að ljúka og stríðstímarnir höfðu verið erfiðir. Þá átti að hækka húsaleiguna hjá mér, en eg treysti mér ekki til þess að borga meira en eg hafði gert, og fór að hugsa um hvort eg gæti ekki komið þaki yfir mig. Þá vildi svo til, að Sumar- liði Grímsson frá Brekku, bræðr- ungur minn, fluttist til bæarins, og við afréðum að byggja í félagi. En þá vantaði lóðina, svo okkur kom saman um að reyna að fá land á erfðafestu. Og svo fengum við 3,5 hektara hér í holtinu." „Urðuð þið ekki að sækja um byggingarleyfi?" „Ekki bar á því. Við sögðum bæ- aryfirvöldunum að við ætluðum okkur að byggja á erfðafestuland- inu, og okkur var svarað: Byggið þið bara! Ekkert minnst á það hvernig við ættum að byggja, né heldur hvar á landinu húsin skyldu standa. En það var nú svo sem sjálfgefið. Þrír fjórðu hlutar lands- ins voru ótræðismýri, en einn fjórði var melur. Og á melnum byggðum við. Við urðum að byrja á því að ryðja akfæra braut frá Suðurlandsvegi heim á staðinn, svo hægt væri að koma byggingarefni á hestvögnum þangað. Þetta gekk sæmilega og í maí 1919 fluttumst við í nýa bæinn, eða nyu bæina, því að það voru tvö hús sambyggð og aðeins skilrúm milli þeirra. En við áttum sitt húsið hvor, og þau voru kölluð Austurbær og Vestur- bær og eru nú 38 ára gömul. Seinna var reist hús austan við Austur- bæinn og steinhús hérna vestan við Vesturbæinn, en það var löngu síð- ar“. „Var nokkur byggð hér í Lang- holti er þið fluttust hingað?“ „Ekki svo teljandi væri. Harald- ur Jónsson prentari hafði reist sér torfbæ, sem hann nefndi Langholt og stóð hann þar sem nú er húsið Lyngholt við Holtaveg. Annar torf- bær var í Laugarásnum. Báðir þessir bæir höfðu verið reistir 1918. Inn við Elliðaárvoginn stóð Klepps- bærinn gamli sem Þorbjörn í Ár- túnum hafði reist meðan hann bjó þar. En nú var bærinn í eyði. Þetta var öll byggðin, hvergi svo mikið sem skúr og engar götur né troðn- ingar. Margir drógu því dár að þeirri heimsku okkar að setjast að í þessu eyðiholti, langt frá bæn- um, en bættu við, að eini kostur- inn væri sá, að skammt væri í Kleppsspítala. Gáfu þeir þannig í skyn, að við mundum ekki vera með réttu ráði. Næsta býlið, sem kom hér, reisti Helgi Magnússon kaupmaður og nefndi Syðra Lang- holt. Það gat verið til aðgrein- ingar frá Langholti Haraldar prentara, en ég hygg að Helgi hafi látið býlið heita eftir Syðra Lang- holti í Árnessýslu, því að hann var þaðan ættaður. Þarna hefir kúabú Kleppsspítala verið nú um langt - skeið.“ „Hvað kostuðu bæirnir ykkar?“ „Við byggðum þá sjálíir, en ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.