Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 6
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr lífi alþýðunnar: FERÐALAG FYRIR HÁLFRI ÖLD AÐ var seint í júlí 1907 að við lögðum tveir á stað frá Reykja- vík og var förinni heitið austur í Skaftártungu til þess að sjá um brú- arsmíð á Hólmsá og Eldvatni. Við höfðum þrjá hesta og átti ég einn þeirra sjálfur, hinir voru svokallaðir Landsjóðsjálkar. Með mér var Ólafur Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu, reið hann öðrum landsjóðshestinum, en hinum beittum við fyrir vagn. Hestar þessir voru mjög illa útlítandi, enda höfðu þeir verið notaðir miskunnar- laust við vegavinnu allt vorið. Á vagn- inum var ekki nema svo sem 60—70 kg. þungi, og hefði hann því átt að vera auðveldur í drætti. Við lögðum á stað kl. 9 að morgni, en þegar við komum í Ártúnsbrekk- una gafst vagnhesturinn upp við að draga, svo að við urðum að ganga á eftir vagninum og ýta á hann upp alla brekkuna. Þannig byrjaði þá íerðalagið. Ekki fórum við lengra en að Kol- viðarhóli þennan dag og gistum þar um nóttina. Sögðum við Sigurði bónda Daníelssyni frá því að vagnhestur okk- ar væri ónýtur að draga upp í móti, svo að hann léði okkur vagnhest upp á háheiði, og gekk það vel. En þegar í Kamba kom reyndist sá rauði, sem fyrir vagninum var, ekki betri ofan i móti en upp brekkur, því að hann gat ekki staðið á móti vagninum. Varð það þá fangaráð okkar að við tókum allan farangurinn af vagninum, spyrnt- um hann saman og hengdum hann þverbaka í hnakkana á reiðskjótum okkar. Við þetta komumst við niður á jafnsléttu og náðum að Þjórsártúni um lágnættið. Þaðan var svo lagt á stað kl. 9 að morgni og komum við austur að Ytri- Rangá um nónbilið og áðum þar góða stund áður en við legðum í ána, því að þá var hún óbrúuð. Nokkuð var áin djúp og þegar út í hana miðja kom, hætti sá rauði að draga og vildi sig hvergi hreyfa. Við urðum því að fara af baki niður í ána, tókum farang- txrinn úr vagninum og hengdum hann á reiðhestana. Teymdi Jón svo hestana austur yfir ána, en ég hélt í rauð á meðan. Þegar Jón kom aftur ætluðum við að ýta á eftir vagninum til lands, en vöruðum okkur ekki á því, að hjól- in voru laus undir yagnkassanum að- eins fest þannig að naglar gengu nið- ur úr vagnkassanum í gegnum göt á öxlinum. Bæði var nú að vatnið náði upp á vagnkassann og hafði lyft hon- um þegar farangurinn var af honum tek;nn, og um leið og við ýttum á, lyftist hann eitthvað meira. En það varð nóg til þess að naglarnir skruppu upp úr götunum á öxlinum, hjólin losn- uðu og bárust niður á undan straumi. Eg batt um mig mjóan kaðal og hafði annan lausan á handleggnum. Síðan öslaði ég á eftir vagnhjólunum og dýpkaði þá mjög. Þó tókst mér að ná í hjólin og binda kaðalinn um einn hjólgeislann. Óð ég svo í land og síðan tókst okkur með miklum erfiðis- munum að draga hjólin að landi. Varð að öllu þessu mikil töf og náðum við ekki að Varmadal fyr en um miðnætti, en sá bær er skammt fyrir austan ána. Var þá heldur beygur í okkur við til- hugsunina um að eiga eftir að fara yfir mörg og vond straumvötn. Næsta dag var haldið austur að Eystri-Rangá. Þar tókum við allan far- angur af vagninum og reiddum hann á reiðhestunum yfir ána. Gekk svo allt slysalaust þar yfir og komumst við að Garðsvika. Ég tjáði bóndanum þar vandræði okkar og spurði hvort hann gæti ekki léð okkur vagnhest. En það gat hann ekki, sláttur stóð sem hæst og hann hafði nóg fyrir alla sína hesta að gera. Bóndi vildi þó gjarna verða okkur að liði. Hann kom nú með segldúk, eitthvað 1,5x1 metra, og 6 þumlunga borð og sagði: „Smíðaðu þér bát úr þessu. Hér eru naglar, og tjara til að bera á sam- skeyti“. Ég þakkaði honum kærlega fyrir og héldum við svo austur að Þverá. Þar tókum við til við smíðina, gerðum okkur þríhyrndan fleka, negldum segl- ið utan á og mökuðum öll samskeyti í tjöru, svo að ferjan varð vatnsheld. Festum við svo kaðli í þetta og bund- um hann við aktýgin á rauð, hlóðum ivo allt að 50 kg. á ferjuna, og dró rauður hana síðan slysalaust yfir ána. Svo var farið yfir aftur að sækja vagninn, en þótt hann væri léttur, urðum við að vaða og ýta á eftir hon- um. Náðum við svo að næsta bæ um kvöldið og gistum þar. Morguninn eftir var haldið snemma á stað. Þennan dag urðum við að fara yfir Affallið og Markarfljót og kom flekinn þá í góðar þarfir, svo að okk- ur gekk slysalaust yfir þessi vatns- föll. Náðum við að Seljalandi um kvöldið og gistum þar. Höfðum við þá verið fjóra daga á ferð síðan við lögð- um upp frá Reykjavík. Fimmta daginn fórum við hægt og bítandi austur með Eyafjöllum og gist- um næstu nótt í Drangshlíðardal hjá Jóni Bárðarsyni frænda mínum. Nú var versta vatnsfallið fram imd- an, Jökulsá á Sólheimasandi. Ég bað Jón að fylgja okkur austur yfir ána og var það auðsótt. Hann beitti einum af sínum hestum fyrir vagninn og gátum við farið greitt austur sandana. Nokk- ur vöxtur var í Jökulsá, en Jón fann gott brot á henni og gekk ferðin að óskum austur yfir. Þar kvöddum við Jón með kærum þökkum fyrir hjálp- ina. Arnar fyrir austan Pétursey voru allvatnsmiklar, og þurftum við því að grípa til flekans. En þá skeði það óhapp, að hann rakst á stein og seglið rifnaði. Þar með var þetta góða farar- tæki úr sögunni. En austur yfir kom- umst við. Þá var Steigarháls fram und- an> hár og brattur svo að rauð var alls ekki treystandi til þess að koma vagninum þar upp. Heiðmundur á Göt- um reyndist okkur þá sá drengur að ljá okkur vagnhest upp brekkurnar og upp á háhálsinn, þar sem fór að halla austur af. Náðum við svo til Víkur um kvöldið og gistum þar hjá Hall- dóri Jónssyni bónda og kaupmanni. Ég afréð að fara ekki lengra með vagn- inn og fékk nú léðan klyfsöðul og koffort. Segir nú ekki af ferðum okkar héð- an af. Við komumst klakklaust yfir Múlakvísl og Sandvötnin, þótt mikið væri í þeim^ og náðum að Hólmsá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.