Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Strokufangi frá Reykjavík (Sigurður Arnbjörnsson) falsar ávísanir á Akur- eyri (17.) Brauðgerðarhúsum lokað í Reykjavík vegna verkfalls (18.) Áhöfn Sólfaxa í sóttkví vegna hættu á Asíu-inflúenzu; vélin kom frá Thule, þar sem inflúenzan hefir gengið (18.) Forsetahjónin heimsækja Dalasýslu (23.) Fjöldi erlendra ferðamanna hættir við íslandsferð vegna farmannaverk- fallsins (23.) Farmenn fella tillögu um að skjóta deilunni til gerðadóms (25.) Magakrabbi er langalgengastur á is- landi og 1 Japan; dr. Segi, japanskur krabbameinssérfræðingur, staddur á íslandi (25.) Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn á Kirkjubæjarklaustri; gizkað á, að skóglendi á íslandi sé nú um 100 þús. hektarar (1% af flatarmáli lands- ins) (25.) Ungir drengir lenda í sjóhrakning- um (27.) Danir heiðra Björn Pálsson fyrir Grænlandsflug (27.) Eltingaleikur við drukkinn mann á stolnum bíl (28.) Norrænt vinabæjamót haidið á Siglu- firði. Mótið sóttu fulltrúar frá öllum Norðurlöndum (30.) Geðveikur maður stelur bíl og ekur á annan (30.) Kopti frá Keflavíkurflugvelli sækir veikan mann að Hvítárvatni (Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra). (30.) Nýr kjarasamningur gerður við Fél. framreiðslumanna (30.) Borað eftir vatni í Vestmannaeyjum (31.) . • — Hin örsmáu frækorn i'rarah. af bis. 427. nefnist Torrey-pine og vex í sunn- anverðri Kaliforníu, ber fræ sem eru svo þung, að ekki fara nema 400 í pundið. Til samanburðar má svo nefna Jack-pine, sem vex aðal- lega við vötnin miklu í Bandaríkj- unum, en fræ þess eru svo létt að 125.000—250.000 fara í pundið. Af hvítgreninu ameríska fara 27.000 fræ í pundið, en af rauðgreninu .35 (sem einnig er nefnt norskt greni þar í landi og mest er notað til gróðursetningar) fara 52.000 fræ í pundið Langflest tré eru vaxin upp af fræum. Það er því eðlilegt að skóg- ræktarmenn leggi mikið kapp á, að auka sem mest þekkingu sína á fræunum og meðferð þeirra. — Þroskuðustu og stærstu fræ hverr- ar tegundar eru bezt til sáningar, þvi að upp af þeim vaxa stærstu trén. Það er því vandasamt starf að velja úr beztu fræin. - LANDNEMAR Framh. af bls. 430. En svo versnaði þegar eg varð að sækja heyskapinn austur í Ölfus og Flóa, upp í Mosfellsdal eða í Kjós- ina. Það var erfitt. En þetta slamp- aðist allt einhvern veginn. Sumarliði andaðist 1932. Þá keypti Bernhöft bakari Austurbæ- inn og setti hér upp hærxsabú. Síð- an gekk sá bær kaupum og sölum, en núverandi eigandi hans er Ein- ar Sigurbjörnsson. Sá bær verður nú víst að fara, því að hann er kominn út í götu. En minn bær fær að standa, því að hann er ekki fyrir neinum.“ „Og þá er aðeins ein spurning eftir: Hvernig hefir ykkur liðið hér í þessi 38 ár?“ „Þeirri spurningu er vandsvarað með fáum orðum. Landnemar verða alltaf að standa i ströngu, hvort sem þeir festa oyggð sína vestur á sléttum Ameríku, eða hérna í Langholti. Og þá reynir ekki síður á dugriað, þrautseigju og kjark húsmóðurinnar, og þá fyrst og fremst hæfileika hennar til þess að sætta sig við lífskjörin. Eg hefi minnzt á suma erfiðleika frumbýl- ingsáranna, en af því geta menn víst lítt ráðið um erfiðleika land- námskonunnar. Þeir voru margir, að sinna um bú og börn og bera sinn hluta af öllum áhyggjum. Og þegar eg hugsa um nýu húsin, sem eru að rísa hér allt um kring, og fólkið sem þar flyzt inn í rúmgóðar íbúðir með öllum nýtízku þægind- um, þá minnist eg þess, að vxð vorum einu sinni átta í þessu eina, litla húsi, þar sem ekki var vatn, ekki rafmagn, og ekkert frárennsli, að eg tali ekki um síma og útvarp. Og mér finnst þá að fáar ungar konur mundu nú á dögum vilja fara í fötin konunnar minnar. Og þó hefir okkur liðið vel hérna. Um sjálfan mig er það að segja, að það var alltaf óyndi í mér í Reykjavík, eg saknaði sveitarinn- ar. En það óyndi hvarf þegar eg kom hingað. Mér fannst eg vera kominn í sveit aftur, og hér var yndislega fagurt, einkum meðan gömlu Þvottalaugarnar voru við líði. Finnst þér skrítið að eg skuli nefna Þvottalaugarnar í sambandi við náttúrufegurð hér í Langholt- inu? En þú hefðir átt að vera stadd- ur hér eitthvert fagurt sumarkvöld á þeim árum, horfa yfir grænan dalinn og sjá eldrauða kvöldsól- ina skína í gegnum hvítan gufu- mökkinn, sem lagði upp af Þvotta- laugunum og breiddi sig austur í Laugarásinn. Þá hefðirðu orðið hrifinn! Fagurt er í Biskupstung- um, og meðan eg var til sjós sá eg marga fagra staði á Vestfjörð- um og fyrir norðan, og eg sá mið- nætursólina á Húnaflóa. En það segi eg þér satt, að hvergi nokkurs staðar hefi eg séð jafn dásamlega fögur kvöld eins og hérna í Lang- holti. Eg stóð oft heillaður af þeirri sýn, og mörgum sinnum fannst mér að aðrir yrði að njóta þessa með mér, svo ég hljóp inrx og sótti fólkið og sýndi því dýrðina. Já, við misstum mikils þegar við misst- um gufuna upp af Þvottalaugun- um. En allt hefir sinn tíma. Og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.