Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 42» tegund svefnsýki og sóttnæmir lifr arsjúkdómar. Af öðrum veirusjúkdómum má nefna bólu, gulu, hundaæði o. fl. í baráttunni við veirusjúkdóma hefur aðallega verið notað bólu- efni sem stuðlar að því að menn verði ónæmir fyrir þeim. Bóluefni eru veirur, sem drepn- ar hafa verið, eða veiktar svo mjög, að þær geta ekki lengur valdið neinum sjúkdómi. Hlutverk þeirra er að setja í hreyfingu einan af varnarvélum líkamans gegn veir- um, þ. e. myndun gagnverkandi efna, sem ónýta áhrif veirnanna og gera hinn bólusetta einstakling ónæman fyrir sjúkdóminum. Almenn bólusóttar-bólusetning hefur að miklu leyti útrýmt bólu- sóttinni, miðað við það sem áður var, og gulusóttarbóluefninu var það að þakka, að unnt var að flytja margar milljónir hermanna banda- manna til gulusóttarsvæðanna, í síðari heimsstyrjöldinni, án þess að einn einasti maður sýktist af veik- inni. Heilbrigðisyfirvöldin vilja marg- falt meira bóluefni en við höfum undir höndum, en þar sem veirur lifa einungis í lifandi sellum, geta þær ekki lifað og dafnað í tilrauna- glösum (eins og gerlar hafa gert árum saman). Þetta gerði það að verkum, að mjög erfitt var að fullnægja frum- skilyrðum þess að hægt væri að framleiða bóluefni, að einangra all- ar þær veirur, sem ollu sérstökum sjúkdómum. Lifandi dýr (apar, þegar um mænusótt var að ræða) voru ó- þægileg sem rannsóknartæki fyrir tilraunastofurnar og í flestum til- fellum gagnslaus, þegar yrkja þurfti veirur til framleiðslu bólu- efna. Sumar veirur (en ekki þær sem valda mænusótt, eða sóttnæmum lifrarsjúkdómum, svo að eitthvað sé nefnt) er hægt að ala í óþrosk- uðum hænsafóstrum, sem eru mun meðfærilegri. En fyrsti raunverulegi sigurinn í baráttunni við mænusóttina vannst, þegar sú aðferð var tekin að rækta lifandi dýrasellur í til- raunaglösum og nota þannig hinar lifandi sellur sem „jarðveg“ fyrir vaxandi veirur. Ræktun lifandi sellna í tilrauna- glösum er kölluð „vefjaræktun" (tissue culture). Raunverulega hafði þessi ræktun verið fram- kvæmd allt frá árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar, en það hafði verið fátítt og erfitt verk fyrir tilrauna- stofnanirnar. Það, sem þeir vísindamenn gerðu, er börðust aðallega við mænusóttina, var að framleiða með „vefjaræktun" tæki sem nota mætti í hverri vel-útbúinni rann- sóknarstofu. Tveir tugir vísinda- manna stóðu að þessarri fram- leiðslu. Einn þessarra manna var dr. Raymond R. Parker, við Connaugh rannsóknarstofur háskólans í Tor- onto. Hann fann upp „Parker 199“, upplausn af sextíu efnispörtum, sem heldur sellunum lifandi. Annar var dr. John F. Enders frá Harvard, sem tókst ásamt starfsbræðrum sínum árið 1949 að rækta mænusóttarveirur í apavefj- um, sem varðveizt höfðu í „Parker 199“. Þeir hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir þetta vísindalega afrek sitt. Enn í dag eru mænusóttarveirur ræktaðar á þennan hátt. Fyrst er tekið nýra úr apa og sett í vand- lega sótthreinsaða flösku með „Parker 199“. Sellunum er leyft að vaxa í viku, en þá er „sáð“- veira sett í flöskuna. Veiran ræðst á apasellurnar og margfaldast óðar. Eftir aðra viku er flaskan full af veirum. Svipaðar aðferðir við vefjarækt- un, með annars konar sellum, manna og dýra, opnaði margar nýjar leiðir til rannsókna. Þær stuðluðu að mikilvægum uppgötv- unum á ýmsum sviðum í veirna- fræði (virology) jafnvel áður en bóluefni Salks kom til sögunnar. Fyrir um það bil fimm árum byrjaði t. d. Robert J. Huebner að rannsaka, með hjálp vefjaræktun- ar, þær veirur sem taldar voru valda venjulegu kvefi. Hann fann þær aldrei, en með ræktun kokvefja, sem teknir voru úr unglingi, er skorinn var upp í sjúkrahúsi í Wasington, tókst hon- um að einangra fjórar veirur úr áður algerlega óþekktum flokki. Þessi flokkur hefur nú fjórtán meðlimi, með hinu algenga nafni adenoveirur. Dr. Huebner segir að adenoveirurnar orsaki a. m. k. helming þess, sem einu nafni kall- ast kvef. Þýðingarmesti árangurinn af þessum rannsóknum er tilbúningur bóluefna. Áhugi vísindamanna beinist nú alveg sérstaklega að þremur mjög svo nauðsynlegum og eftirsóttum tegundum. Hin fyrsta — bóluefni til varnar adenoveirum — hefur þegar verið nefnt hér að framan. Hin tvö, sem heilsufræð- ingar telja jafnvel enn nauðsyn- legri, eru bóluefni við mislingum og sóttrænum lifrarsjúkdómi. Allt til síðustu ára höfðu litlar framfarir orðið í rannsókn misl- inga. Einu skepnurnar, sem veikina gátu fengið, auk manna, voru ap- ar. Það reyndist mjög erfitt að fá veirurnar til að þrífast í hænsa- fóstrum, en árið 1954 heppnaðist dr. Enders að rækta mislingaveir- ur í mannsvefjum. Af margskonar ástæðum eru þær veirur ,sem ræktaðar hafa verið í mannsvefjum, óhentugar til bólu- efnis, en hægt er að rannsaka þær í rannsóknarstofum. Dr. Enders birti niðurstöðuna Framh. á bls. 427

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.