Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 12
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS anna stunduðu þeir jarðrækt af kappi, ruddu skóga og brutu land til ræktunar. Lærði fólk margt nytsamt af þeim í jarðrækt, garð- yrkju og margvíslegri handiðju. Vegfarendur gátu altíð leitað skjóls í klaustrunum og sjúkir menn og særðir fengu þar afdrep og aðhlynningu. Þetta kom sér einkar vel á miðöldum, þegar gisti- hús og sjúkrahús voru lítt þekkt fyrirbæri. Fyrir þá sem eltir voru og ofsóttir á ófriðartímum, voru klaustrin þeir griðastaðir, er ætíð veittu vernd og athvarf. Það var því ærið margt nyt- samt og gott starf, sem munkarnir unnu, en hið mikilvægasta af öllu var þó það að þeir varðveittu and- leg verðmæti og færðu þau með margvíslegu lærdómsstarfi og af- skriftum gamalla bóka til síðari kynslóða. Þegar rán og vígaferli, ófriður og margháttað siðleysi voru daglegt brauð í Evrópu, logaði sí- fellt ljós menningarinnar í kyrr- þei og hófsömu lítillæti innan klausturmúranna. Með tímanum urðu klaustrin ríkar stofnanir. Menn og konur, sem komin voru við aldur, gáfu þeim allar eigur sínar gegn því að fá að dveljast í klaustrunum til æviloka. Fólk þetta, sem þannig dró sig út úr skarkala heimsins, þurfti ekki að vinna nein klaustur- heit og nefndist leikbræður og leik- systur. Algengt var að greiða klaustrunum stórfé fyrir að láta lesa sálumessur fyrir framliðnum ættingjum, er svo var ástatt um að óttast þurfti um velferð þeirra í öðru lífi. Einnig voru áheit á klaustrin tíð og með mörgum öðr- um hætti græddist þeim fé. Með vaxandi ríkidæmi dró oft úr reglu- semi og aga í klaustrunum og þeg- ar komið er fram um lok miðalda um 1500 má segja að klaustrin hafi misst mikið af trúar- og menning- arlegri þýðingu sinxú. Einn agnúi Si umar Lundur leysir blundinn, loga himin bogar, birtan sólar bjarta breiðist yfir heiðar, fell og víða velli vefur sól og gefur grundu gróðrar stundir glæðir líf og klæðir. Blik á bárum kvikar blærinn strýkur mæri ijómar litskrúð blóma, ljósið baðar rósir, lóur kvaka i móum, líf um loftið svífur syngja dýrðar söngva sólar undir bóli. Góður lifnar gróður grætur láð um nætur. Drottins náðin dreifir dögg á blóma vöggur. Landans lifnar andi. Landið þarfnast handa merk að vinna verkin vinnu allir sinni. Sumar gleður guma glæðir líf í æðum, fagur dýrðar dagur, dreifir skugga reifum. Yfir landi lifir ljós frá sólar ósi. Heimar huldir geyma húm í timans rúmi. LOFTUR BJARNASON kaþólsku kirkjunnar, sem sið- skiptamenn bentu oft á, var ónytj- ungslíf það, er fólk lifði í klaustr- unum. Þar sem siðabót Lúters og annarra náði fram að ganga, voru klaustrin allstaðar lögð niður, svo sem á Norðurlöndum öllum, Norð- ur-Þýzkalandi, Englandi, Skotlandi og viðar. Eftir að kristni var iögtekin á íslandi, barst klausturhreyfingin hingað eins og til annara landa. Á 11. öld óx mjög áhugi fólks í Evrópu á klausturlífi. Var þar að verki trúarvakning sú, sem kennd er við Cluny í Frakklandi. Jón Ögmundsson, fyrsti Hólabiskupinn, var fyrsti boðberi þessarar heit- trúarstefnu hér á landi. Hann hafði mikinn áhuga á að stofna til klausturs hér, þótt honum entist ekki aldur til að hrinda máli því í framkvæmd. Tólf árum eftir dauða Jóns biskups var fyrsta ís- lenzka klaustrið sett á stofn að Þingeyrum í Vesturhópi árið 1133. Þingeyraklaustur varð brátt auð- ugt og hið mesta menntasetur. Með- al lærdómsgreinanna skipaði sagn- fræðin þar jafnan æðsta sessinn. Um 1200 dvöldust þar t. d. þrír sagnfræðingjr, þeir Karl Jónsson ábóti, er ritaði Sverris sögu, og munkarnir Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson. Klaustur þau, er sett voru hér á landi eftir Þingeyraklaustur, voru að Þverá í Eyjafirði, Hítardal, Þykkvabæ í Álftaveri, Flatey á Breiðafirði, síðar flutt að Helga- felli, Saurbæ í Eyjafirði, Viðey, Möðruvöllum í Hörgárdal og að Skriðu í Fljótsdal. Þessi voru öll munkaklaustur. Nunnuklaustur voru tvö, að Kirkjubæ á Síðu og Reynistað í Skagafirði. Samtals voru því starfrækt ell- efu klaustur hér á landi, níu handa körlum og tvö handa konum. Klaustrin stóðu öll fram til sið- skipta, nema í Hítardal og Saur- bæ. Með siðskiptunum um miðja 16. öldinjt voru klaustrin lögð nið- ur með valdboði. íslenzku klaustrin voru þjóðleg- ar stofnanir, þótt þau fylgdu er- lendum reglum. Þau ráku skóla, þar sem margvíslegur lærdómur var iðkaður. Ritstörf voru og mjög stunduð og trúlegt er að einmitt í klaustrunum hafi margar af íslend- ingasögunum verið skráðar. Þýð- ing klaustranna fyrir íslenzka menningu verður því seint metin og fullþökkuð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.