Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 10
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eg reikna alla vinnu okkar og efni þá mun hvor bær hafa kostað um 4000 krónur. Það er ekki mikið á móts við byggingarkostnaðinn núna, en var þó alveg nóg fyrir okkur.“ „Voru ekki miklir erfiðleikar hér á frumbýlingsárunum? Hvaða at- vinnu stunduðuð þið?“ Ingimundur brosir: „Jú, það voru skolli miklir erfiðleikar, en óvíst að allir skilji þótt frá sé sagt. Og þeir bitnuðu ekki síður á konunum en okkur. Hér voru engin þau þæg- indi, sem fylgja nýu húsunum. Verst var þó vatnsleysið. Ekkert vatn var að finna í landinu. Úr því rættist þannig, að í næsta erfða- festulandi, sem Málleysingjaskól- inn hafði fengið, var lind eða dý og þangað máttum við sækja vatn. Það var þó erfitt, því að djúpur skurður var á milli og yfir hann þurfti að fara. Líka voru vandræði um alla aðdrætti, því að við eign- uðumst ekki hest fyrr en á öðru ári, og allt varð að sækja niður 1 bæ. Fyrst í stað urðum við því að bera allt á bakinu. Þegar húsin voru komin nokkurn veginn í lag, fengum við atvinnu á Kirkjusandi. Þangað fórum við gangandi styztu leið yfir mýrarnar í Laugardaln- um á hverjum morgni. Þar unnum við svo allan daginn, en þegar vinnu var lokið að kvöldi. urðum við að ganga niður í bæinn til þess að kaupa nauðþurftir til heim- ilanna, því að engin verslun var á Kirkjusandi. Það var svo áliðið þegar við komum í bæinn, að öll- um búðum hafði verið lokað, en við höfðum gert samning við kaup- mann nokkurn, að hann hleypti okkur inn um bakdyrnar. Hann hefði hæglega getað lent í bölvun fyrir að gera okkur þennan greiða, en eg vona að honum hafi launast fyrir að leysa vandræði okkar. Og svo lögðum við pokana á bakið, 50—60 punda bagga, og köguðum með þetta heim. Um veturinn, þeg- ar snjór var, gátum við aregið að- föngin á sleða. Verst þótti okkur að bera kol á bakinu; þau fengust ekki send. Þessi vandi leystist þó nokkurn veginn á þann hátt, að við gátum tekið upp mó í okkar eigin landi. Eftir tvö ár fellst Kol & Salt á að senda okkur kol heim.“ „Hvenær fóruð þið svo að rækta landið?“ „Við byrjuðum þegar á því að girða, setja griphelda girðingu um landið, það var skilyrði frá bæar- ins hálfu að svo væri gert. Við grófum líka skurði til þess að reyna að þurka mýrina. Á fyrsta ári gerðum við kona mín dálitla kar- töfluholu og stækkuðum hana þeg- ar árið eftir. Kartöfluræktin hefir gefizt okkur vel. Við höfum aldrei þurft að kaupa kartöflur síðan við komum hingað, og venjulega getað selt svo mikið, að við höfum keypt fyrir það kjöt til vetrarins. Upp- skeran var þetta 10—15 tunnur á ári. Þriðja árið sem við vorum hérna fengum við þúfnabanann nafntogaða til þess að slétta land- ið. Það gekk vel nema hvað nokk- ur hluti mýrarinnar var enn svo blautur að hann gat ekki farið þar um, þar var enn foræði.“ „Og svo hafið þið byrjað land- búnað?“ „Það kom svona smám saman. Annað árið okkar hérna réðum við Sumarliði okkur í vinnu við Elliða- árstöðina, sem þá' var byrjað á. Gengum við þangað uppeftir á hverjum morgni og þurftum að vera komnir til vinnu ki. 6, hvort sem unnið var upp við stíflu eða niður hjá stöð. Jú, og svo byrjaði búskapurinn smám saman. Eg hafði hér flest 4 kýr og 60 hæns. Sumarliði hafði 2 kýr og eitthvað af hænsum. Það kom á konurnar að sjá um búin.“ „Gátuð þið fengið nóg fóður handa svo mörgum nautgripum hér heima við.“ „Nei, langt frá því. Eg held að eg hafi aldrei fengið meira en eitt kýrfóður af túninu. Eg varð því að sækja heyskap annað: einu sinni á Elliðavatnsengjar og það var ágætt Framh. á bls. 435. Hjónin í Litla Hvammi, Þorbjörg Bjarnadóttir og lngimundur Hall- frímsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.