Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 8
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Landnámsbærinn Litli Hvammur, sem bráðum mun hverfa. Tvö húsin til hæg;ri eru Austurbærinn. Þriðja þilið er Vest urbærinn, þar sem Ingimundur heíir búið í 38 ár. Lengst til vinstri sér á steinhúsið. LANDNEMAR í LANCHOLTI SAGT FRÁ FRUMBÝLINGSSKAP OG BÆ, SEM ER AÐ HVERFA EINN góðan veðurdag komu tröll- auknar jarðýtur og réðust á suð- vestanvert Langholtið. Dag eftir dag og viku eftir viku hömuðust þær við að bylta þar öllu um. Þær fláðu kinnina af holtinu og ekkert atóðst hamagang þeirra. Háir mold- arbyngir turnuðust víða upp, og gamalt lábarið fjörugrjót var graf- ið upp. Undir því var þykkt sand- lag. Sandinum var safnað saman sérstaklega til þess að hagnýta hann. Moldin var sótt á bílum og fór um allar jarðir, jafnvel suður í Kópavog til þess að þar gæti orðið gróðursælir blettir í kringum nýu húsin. Langholtið lækkaði dag frá degi. Og svo var komið með önnur stórvirk tæki og grafnir stórir og djúpir skurðir fyrir vatnsleiðslur og skolpræsi. Hér var verið að und- irbúa ótal byggingarlóðir, og hefir hvergi í Reykjavík verið gengið að slíku af öðrum eins jötunmóði. Þarna var stóru landflæmi gjör- breytt til þess að auðveldara væri að reisa þar byggð. Svo var farið að gera götur og afmarka byggingarlóðir. Og þá tók við nýr hamagangur, ’er byrjað var að grafa fyrir grunnum, slá upp mótum og steypa. Drunur og skrölt mokstursvéla, skellir í dælum, bíla- dynur og hamarshögg hafa kveðið við látlaust svo að segja nótt og dag í allt sumar. Þarna er að rísa upp hvert húsið af öðru, og mörg þeirra stór. En í holtinu var áður byggð á stangli. Staðsetning hennar fór í bág við hið nýa skipulag. Sum hús- in standa nú eins og á stöplum eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.