Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 7
LESBÓri MORGUNBLAÐSINS 427 HIN ÖRSMÁU FRÆKORN þreyttir og illa til reika eftir átta daga ferð frá Reykjavík. Þannig gengu ferðalögin fyrir 50 árum. Einar Einarsson. - BÓLUEFNI Framh. af bls. 425. fyrir nokkrum mánuðum. Nú hafa mislingaveirurnar verið samhæfð- ar bæði apavefjum og hænsafóstr- um — hvor tveggja mjög vel fallið til framleiðslu bóluefnis. Mikið magn mislingabóluefnis mun nú brátt tilbúið til reynslu. Vandamálið með infectious hepa- titis (sóttnæm lifrarveiki) er jafn- vel enn meira aðkallandi. Hér er um að ræða veirusjúkdóm sem veldur varanlegri skemmd í lifrinni eða bráðum bana. Einkum getur sjúkdómurinn orðið hættu- legur barnshafandi konum. Hér er knýjandi þörf á ónæmis bóluefni, en því miður hafa veirur þessa lifrarsjúkdóms verið langt- um erfiðari til rannsóknar en mænusóttar og mislingaveirur. Hér kemur vefjaræktunin (tissue culture) til hjálpar og e. t. v. leiðir hún til endanlegrar lausnar — framleiðslu á hepatitisbóluefni. — Margir vísindamenn sem stunda veimarannsóknir, hafa sterka von um að finna, ekki aðeins bóluefni til varnar veirusjúkdómum held- ur einnig lyf til lækningai á þeim, enda þótt framfarir á þeim sviðum hafi verið 'sorglega litlar fram til þessa. Vefjaræktun hefur mjög auð- veldað þessar rannsóknir þar sem nú er hægt með hennar hjálp að prófa ýms þau lyf í tilraunaglösum, sem líkleg eru til að vinna bug á veirum. Frábærasti árangurinn af vefja- ræktun hefur verið endurlífgun þeirrar næstum glötuðu vonar, að hægt yrði að nota veirur eða aðra geria í stríðinu við krabbameinið. EKKERT af því, sem grær á jörð- inni, er jafn tilkomumikið og tign- arlegt og rauðu trén (sequoias) í fet á hæð, hærri en nokkur önn- Kaliforníu. Hæstu trén þar eru 360 ur tré. Það er þó ef til vill ekki furðu- legast hve stór þau eru, heldur hitt, að þau skuli vera komin upp af svo smáum frækornum, að 122 þús. þeirra þarf til þess að fylla eitt pund. Þó eru mörg frækorn minni og langt um minni. Þar má t. d. geta um frækorn bómullar-víðisins, því að þau eru svo smá og létt, að 3—7 milljónir þeirra þarf til þess að vega eitt pund. Það er býsna mikill munur á þessu fræi og fræi kokospálmans, kokushnetunum, sem eru svo þung- ar að þær mundu geta dauðrotað mann er þær detta niður úr tré. Kókoshnetan er vatnsheld og flýt- ur, og getur því borizt yfir höf milli fjarlægra landa. Fleyti sjór- inn henni svo upp á strönd, þar sem lífsskilyrði eru góð, nemur hún þar iand og upp af henni vex nýr pálmi. Mörg frækorn, einkum hin léttu, berast langar leiðir með vindum. Önnur sem þó eru þyngri, eru þannig út búin af nattúrunnar hendi, að þau geta borizt í loftinu, annað hvort vegna þess að þau eru þunn og flöt, eða þá með nokkurs konar vængjum. Þannig er um fræ af almi og ösp, og geta þau borizt óraleiðir með vindum. (Skyldi ekki öspin á Austurlandi hafa flutzt þanmg til landsins?) Einkennileg eru fræ hezliviðar- ins. Þau falla ekki til jarðar líkt og önnur fræ. Meðan þau eru á viðnum, er harður belgur utan um þau, en er þau eru fullþroskuð, springur þessi belgur og lun leið þeytast fræin langar leiðir eins og þeim væri skotið. Mörg fræ vaxa innan 1 ætum á- vöxtum sem fuglar sækjast eftir. Þessum fræum gerir það ekkert til þótt þau fari í gegn um meltingar- færi fuglanna, en fuglarnir bera þau út um allt og hjálpa þannig tegundinni til þess að breiðast út. Þannig er t. d. með kirsiberin. Inn- an í þeim er fræ, sem er hart eins og steinn, og vinna meltingarfæri fugla ekkert á því. Sum tré bera fræ innan í ávöxt- um, sem eru óætir bæði mönnum og skepnum fyrr en þeir eru full- þroska. Sumir slíkir ávextir verða meira að segja að frjósa, áður en þeir sé ætir. Önnur tré bera fraa sín í ávöxtum, sem erú með brodd- um þannig að ekki er fýsilegt að lesa þá. En þegar þessir ávextir eru fullþroska, eru þeir hið mesta sælgæti. Fræ víðitegundanna eru mjög smá og létt, svo að allt að 5 milljónum þeirra fer í pundið. Þau eru loðin og berast því langar leiðir með vindum. Sumar bjarkartegundir bera mjög lítil og létt fræ, svo að 1—2 milljónir þeirra fara í pundið. Svo er um hvítbirkið í Evrópu og grá- birkið í Ameríku. Mikill munur er á stærð fræa á trjám af sama kynstofni, og má þar nefna greni og furu. Af rauð- furu fara um 6000 fræ í pundið, en af balsamfurunni í síu fara 60.000 fræ í pundið. Af norsku greni fara að meðaltali 47.000 fræ í pundið, en af svartgreninu (jólatrjánum) fara um 510.000 fræ í pundið. En af Pinvon-pine, sem skylt eru furu og greni, og ber hina lostætustu á- vexti, fara ekki nema um 1200 þur fræ í pundið. Annað afbrigði, sem Framh. á bls. 435.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.