Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Blaðsíða 4
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BÓLUEFNI VIÐ VEIRU- SJUKDOMUM mann sinn, að þau eigi enga sanna vini. Og hann svarar: „Sanna vini? Þetta er það, sem þú hefur verið að sækjast eftir...... Heyrðu mig nú, Nadya, ég hef þegar sagt þér það. Mannstu, að ég sagði þér það? Við get- um ekki átt neina vini hér. Vinur verð- ur að vera öllum óháður, og allir hér eru háðir mér á einn eða annan hátt. Sumir öfunda mig, sumir óttast mig, aðrir hlera um mig. Og enn aðrir eru að hugsa um eigin hag. Einangrun, vina mín, algjör einangr- un! Og því hærra sem þú og ég klifrum upp fjallið, þeim mun meiri verður einangnmin. Yfirleitt er vinátta ekki til nema í bernsku. Ég myndi vitanlega feginn vilja eiga vini...En ég, sérðu til, ég leita til þín.“ „Ekki af einu saman brauði“ boðar, að skriffinnarnir lifa áfram, hvað svo sem á dynur. Þeir lifa að nokkru leyti á því að koma óvinum sínum inní sína eigin stétt og gera þannig hagsmuni skriffinna að þeirra eigin hagsmuna- málum. Atvikin í sögunni haga því þannig til, að Lopatkin verður hetja og jafn- framt embættismaður. En óvinir hans halda embættum sínum og Drozdov, erkióvinur hans, er hækkaður í tign. Og þeir vona, að Lopatkin verði einn af þeim, enn einn skriffinninn. í einum af lokaþáttum bókarinnar segir verk- fræðingur og keppinautur Lopatkins við hann: „Svo að nú verður þú, félagi Lopatkin, hans hátign, forstjóri tækni- deildarinnar!" Síðast en ekki sízt boðar „Ekki af einu saman brauði", að lausn vanda- máls liggi í stjórnmálalegum aðgerð- um. í niðurlagi bókarinnar ganga Nadya og Lopatkin út á svalir. „Herðar hans voru nú orðnar sterkar, en ein byrðin hafði bætzt við. Sú byrði var ný áhyggja — áhyggjan vegna mannanna. Og hann mundi orð vinar síns, Galit- skys: „Þú átt eftir að verða stjórn- málaleiðtogi". Nú skildi hann það kannske í fyrsta sinn. Og þótt vél hans hefði verið smíðuð og komin í notkun, sá hann skyndilega fyrir sér þennan veg, sem hvarf út í fjarskann og tók hvergi enda. Vegur- inn beið hans, teygði úr sér við fætur hans, töfraði hann með sínum leyndar- dómsfullu beygjum, með sinni þungu ébyrgð". Þannig endar bókin. Þessum Lopat- NÝLEGA hafði sonur nágrannans, sem var sex ára gamall, rauð augu, eymsli í hálsinum, beinverki, þrautir og talsverðan hita. Fyrir tveimur árum hefði lækn- irinn kallað þennan lasleika drengsins einhverju yfirgripsmiklu nafni, svo sem „inflúenzu“ eða „flenzu“, en nú sagði hann: „Hál5= kirtlabólga“, sem orsakast af „kirtlaveirum“. Þetta nýja og nákvæma nafn á veikindum drengsins var ávöxtur þeirra framfara í læknisfræði, sem kannske eru þær mikilvægustu, frá því er vísindamenn uppgötvuðu sulfalyfin og pencillin. Þessi lyf hafa, þótt þýðingar- mikil séu, haft ljtil áhrif á einn kin verkfræðingi, með sinn óralanga veg og áhyggjur vegna mannanna, hef- ur verið sleppt lausum í Sovétheimi. Bókin veitir yfirsýn og skipuleggur verkefni fyrir þá, sem eru óánægðir, ekki með „kommúnisma“ sem slíkan, hvað sem það kann að merkja, heldur með framkvæmd nútímasovétskipulags. Hún setur efnishyggju andspænis hug- sjónahyggju, aga og undirgefni and- spænis æðruleysi; fjöldahyggju og skriffinnsku andspænis einstaklings- hyggju; heimsku, eigingirni og hégóma- skap rússnesku yfirstéttarinnar and- spænis hófsemi, sigri að lokinni langri baráttu og nauðsyn stjórnmálalegra að- gerða. í víðtækri merkingu er þetta bylt- ingarrit. Menn geta ef til vill deilt um það, hvort höfundur hafi vitað, hvað hann var að skrifa, ^n það er ekkert álitamál, að í bók sinni túlkar hann margar ríkustu tilfinningar Sovétbúa, einkum unga fólksins. Hann kom orð- um að hugmyndum, sem fólkið vildi, að látnar væru í ljós. í þessu liggur vit- anlega leyndardómurinn um hinar óvenjulegu vinsældir skáldsögunnar — og miklu áhygjur í KremL stóran flokk sóttnæmra sjúkdóma, sem hinar svokölluðu veirur valda. Nú loksins er rannsóknum á þess- um veirum farið að miða ört á- fram. Allt í einu uppgötva vísinda- menn það, að þær valda tveim tugum sjúkdóma, sem sumir hverj- ir eru lífshættulegir. Bóluefni hefur verið framleitt til varnar gegn hálskirtlabólgu, mislingum og sóttnæmum lifrar- sjúkdómum (bólgu í lifrinni). Það hafa jafnvel verið gerðar hugvitsamlegar fyrirætlanir þess efnis að „ala upp“ veirur til að eyða krabbameini. Fyrir tveimur tugum ára var yfirleitt litið á veirur sem örsmáa frjóanga, sem vafi léki á, hvort talizt gætu heldur lifandi eða dauðir. Raunverulega eru veirurnar margar tegundir af örsmáum frjó- öngum. Nú hafa menn gert sér fulla grein fyrir því, að þær eru innbyrðis mjög ólíkar — kannske engu síður en hinar margvíslegu tegundir fiska. En veirur hafa þó sérstök sam- eiginleg einkenni. í fyrsta lagi, þá vaxa þær einungis og margfaldast í lifandi sellum. Og í öðru lagi er það svo stærð þeirra. Flestar veirur eru svo smáar, að þær komast auðveldlega í gegnum margar síur og sjást ekki í venju- legum smásjám tilraunastofanna. í dag er það vitað, að veirur valda fjölda hættulegra sjúkdóma. Má þar fyrst nefna kvef, inflú- enzu og hálsbólgu. En mislingar, útbrotaveiki og hettusótt eru líka veirusjúkdómar og sömuleiðis mænuveiki, encephalitis (sérstök

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.