Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Qupperneq 3
LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS
535
stjörnuturninn, heldur að stjarnan
hafi aldrei náð því að fullskapast,
héldur hafi hún verið hálfsköpuð
frá öndverðu. Hann heldur að fyr-
ir 4—5000 milljónum ára hafi þarna
verið hópur smástjarna, er ekki
hafi verið stærri en 50—800 km í
Þvermál, og þær hafi myndazt af
geimryki milli Marz og Júpíters.
En innri rafhleðsla hafi valdið því
að þær hitnuðu og bráðnuðu; síðan
hafi þær kólnað aftur og við það
hafi komið fram grýtt jarðskorpa
og málmkjarni. Smám saman hafi
þær svo rekizt hver á aðra og
sundrazt og úr þeim hafi orðið
smástirni, loftsteinar og hala-
stjörnur.
Aðrir fræðimenn halda því fram,
að þarna hafi hlotið að vera ein
stjarna á stærð við jörðina, að
minnsta kosti. Draga þeir það af
því, að Marz, sem er 6500 km að
þvermáli, en það er rúmlega helm-
ingur af þvermáli jarðar, virðist
ekki hafa neinn kjarna og efnið
í honum álíka þungt alls staðar.
Af því draga menn þá ályktun, að
þurfa muni hnött á borð við jörð-
ina til þess að þar sé svo sterkt
aðdráttarafl, að það geti aðskilið
efnið í grjótskorpu og málmkjarna.
Mörg loftsteinabrotin benda til
þess, að þannig hafi verið um þá
stjörnu, sem þau eru úr. Sum eru
blendingar af nikkel og járni, eins
og vér höldum að sé í kjarna jarð-
arinnar. Sum eru af grjóti, svipuðu
og hér er á yfirborði. En sum eru
glerungur, og hann er léttastur.
Sterkastar líkur mæla þess
vegna með því, að hér hafi verið
um allstóra jarðstjörnu að ræða.
En ein stjarna er ekki nóg. Það
þarf að minnkta kosti tvær stjörn-
ur til þess að árekstur verði, en
þær þurfa ekki að vera jafnstórar.
HUGSUM oss að tvær stjörnur,
önnur álíka stór og jörðin, hin ef
til vill ekki mikið stærri en tungl-
Loítsteinar sundrast venjulega í
smáagnir þegar þeir rekast á jörð-
ina. Hér eru nokkur loftsteinabrot,
sem geymd eru i háskólanum í
Iowa. Þau eru stækkuð eins og sjá
má á samanburði við mannshár,
sem liggur miili þeirra.
ið, hafi verið á svæðinu milli Marz
og Júpiters. Hvers vegna hefði
þær átt að rekast á, nema því að-
eins að áhrifa gætti frá þeirri
þriðju? Og hér kemur þá skýring-
in. Hinn mikli hnöttur, Júpiter, hef
-ir togað í þær eins og segull. Hann
hefir valdið því með aðdráttarafli
sínu, að þær hafa orðið reikular í
rásinni og farið sitt á hvað. Þess
vegna hlaut að því að reka, að spor-
brautir þeirra skærust, og gerðist
það ekki vonum fyrr.
í rúmlega 4000 milljónir ára
ferðuðust þessar stjörnur saman,
sín á hvorri braut, og veit enginn
hve oft hefir legið nærri að þær
rækist saman. En fyrir tiltölulega
stuttum tíma varð svo árekstur
milli þeirra.
Ef vér gerum nú ráð fyrir því,
að þannig sé sagan rétt $ögð, þá
er eftir sú spurning: Hvernig var
hnöttur sá, er þarna sundraðist?
Brotin úr honum eru ýmist járn,
járnblandið grjót, eða grjót, allt
meira og minna blandað saman og
inn á milli agnir af efni, sem ekki
hefir fundizt á jörðinni. Allar lík-
ur benda til þess að loftsteinabrot-
in sé öll komin úr sama stað, enda
þótt þau sé mismunandi. Ef jörðin
skyldi springa eða leysast sundur
einhvern veginn, mundi hún skilja
eftir á braut sinni sams konar loft-
steina, úr járni, járnblöndnu grjóti
og grjóti.
Þess vegna benda allar líkur til
þess, að jarðstjarnan sem sprakk,
hafi verið svipuð jörðinni, ineð
grjótskorpu yzt, málmkjarna innst
og blending efna þar á milli.
Það þarf nokkuð stóran hnött til
þess að efnin skiptist þar þannig.
Jörðin er nógu stór og hefir nægi-
legt aðdráttarafl til þessa. Marz
er ekki nógu stór. Vísindamenn
hafa reiknað hve þungur hann er,
og hann var léttvægur fundinn.
Af þessu má ráða að hin týnda
stjarna hefir verið talsvert stærri
en Marz, en þó líklega heldur
minni en jörðin, því að ekki hafa
verið hreinir málmar í kjarnanum,
heldur blandaðir grjóti. Um yfir-
borð hennar vitum vér einnig
nokkuð. í fyrsta lagi er þá að
nefna, að málmsölt í loftsteina-
brotunum eru önnur en finnast hér
á jörð, og það er vegna þess, að
hér á jörðinni hefir vatn og ildi
breytt þeim, í önnur efni. Á því
má svo aftur sjá, að hvorki hefir
verið vatn né ildi á þeirri stjörnu.
Auk flísa úr grjóti og járni, er
þriðja tegundin dreifð víðsvegar
um jörðina. Það eru hinar örsmáu
glerungsflísar, sem fundizt hafa á
rúmiega 2000 fermílna (enskra)
svæði í Ástralíu, þar sem engin
eldfjöll eru nærri, svo að frá eld-
gosum er glerungurinn ekki kom-
inn. Um uppruna þeirra er engin
önnur skýring en sú, að þær séu
komnar utan úr geimnum, og pá
sennilega úr sama stað og önnur
loftsteinabrot. Og þær ætti þá að
vera úr yztu skorpu hinnar
sprungnu stjörnu.
Eins og málmar leita miðbiks
hnattar vegna þunga síns, en grjót-
ið myndar jarðskorpuna, svo leita
og léttustu efnin út á yfirborðió.