Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Qupperneq 8
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Hgfús M. Johnsan fyrv. batjarfágeti:
Brúðkaupssiðir í Vestmannaeyjum
í VESTMANNAEYUM munu
brúðkaupsveizlur hafa verið ein-
hver helzti mannfagnaður ársins
lengi sem víðar hér á landi, og
metnaðarsök hjá þeim sem efndu
til slíkra hátíðabrigða, er stórveizl-
urnar voru, að vel væri til þeirra
vandað, svo að eftir yrði munað.
Þegar mest var viðhaft mun hafa
verið boðið auk virðingarmanna,
flestum bændum og konum þeirra
og í eftirveizluna, svokallaða börn-
um boðsgestanna og fleirum, sem
ekki komust að í aðalveizluna.
Eins og gefur að skilja var það
eigi á annara færi en embættis-
manna og efnabetri bænda að
halda uppi slíkum tilkostnaði, en
stundum slógu fleiri sér saman.
Hér er miðað við miðbik 19. aldar
eða nokkru síðar, en þá voru
fornu bráðkaupssiðirnir horfnir að
mestu fyrir löngu. Upp úr fyrsta
áratug síðari helmings aldarinnar,
sem leið, meðan vegur Herfylking-
ar Vestmannaeyja, sem hið vinsæia
og mikilhæfa yfirvald Vestmanna-
eyinga, kapteinn Kohl (von Kohl-
en) stofnaði, var sem mestur, færð-
ist mikið fjör í hið fábreytta
skemmtanalíf eyjanna, með t ölu-
verðum glæsibrag. Viðhafnarmikl-
ir brúðkaupssiðir voru þá í hefð og
genginn brúðargangur til kirkj-
unnar og boðsfólkinu raðað niður
til brúðargöngunnar.
í broddi fylkingar leiddist brúð-
gumi og brúður og á undan þeim
gengu tveir brúðarsveinar. Þegar
brúðarfylkingin nálgaðist kirkjuna
var kirkjuklukkunum samhringt og
bruðhjónin hringd inn og eigi dreg-
ið nl klukknahringingunum, og
barst ómurinn langar leiðir svo
bergmálaði í fjöllunum, en gömiu
kirkjuklukkurnar í Landakirkju
voru stærstu kirkjuklukkur hér á
landi en misstu loks metið fyrir
kirkjuklukkum hinnar nýju Krists-
kirkju í Landakoti.
Brúðarsveinar staðnæmdust utan
kirkjudyra og gengu bráðhjónin
fyrst inn kirkjugólfið og settust i
innstu kirkjustólana fram af kórn-
um, og svaramennirnir við
hlið þeirra. Hófst síðan vígsl-
an og brúðhjónin leidd upp að
altari. Að lokinni njónavígslu var
kirkjuklukkunum aftur samhringt
og brúðhjónin hringd út og ofan
á kirkjuhljóminn dundu við, til
virðingar við brúðhjónin, skoí úr
gömlu fallbyssunum á skansinum.
Þær voru frá lokum 16. aldar oe.
leifar frá gömlu ófriðarástandi, er
ríkti í Vestmannaeyum á þeirri
reifaraöld og næstu þar á eftir.
Úti fyrir kirkjudyrum skipaði
fólkið sér aftur í fylkingu og var
genginn brúðargangur heim á
veizlustaðinn og skipað niður í
sæti, og fór nú allt fram eftir sett-
um reglum og virðingarsemi og
ekkert flausturverk á, sem vel gat
hent sig í flýtinum, er boðsgestirn-
ir settust undir borð og snæddu
morgunverðinn áður gengið var til
kirkju, brauð og kjöt, og drukku
þann þá sjaldgæfa kaffidrykk, er
snemma þótti hnossgæti mikið.
Við háborðið sátu brúðhjónin
fyrir miðju og presturinn næst
brúðurinni, síðan aðrir virðingar-
menn og nánir ættingjar. Háborð-
ið var sporöskjulagað borð og
bekklr til beggja hliða út frá því,
tvísett eða fjórsett eftir fólksfjölda.
Veizlurnar voru oftast haldnar í
hinu nýja þinghúsi eyjanna, og
þinghúsborðið notað fyrir háborð
og væri veizlan haldin annar3
staðar var borðið flutt þangað. Yfir
háborðinu hékk hinn stóri silkifáni
Herfylkingar Vestmannaeyja með
gullnum stöfum. Veggir voru tjald-
aðir fánum og dúkum Háborðið
var dúklagt vönduðum dúki. Á
neðri borðin voru léreft látin
nægja.
Þegar allir voru seztir las annar
frammistöðumaðurinn faðirvorið
og hóf að syngja borðsálminn og
nokkrir aðrir með honum, er véku
úr sæti og stóðu frammi við dyr
meðan þeir sungu. Að loknum
borðsálmi báðu frammistöðumenn
í nafni brúðhjónanna gesti að taka
til matar í herrans nafni.
Frammistöðustarfinu fylgdi virð-
ing svo slagaði upp í háleita þjón-
ustu meðhjálpara, sem að vísu gat
þeim útvöldu einum hlotnazt. enda
höfðu frammistöðumennirnir maxg
-víslegum skyldum að gegna, vox\i
í senn þjónar, veizlustjórar og siða-
meistarar, er höfðu veg og vanda
af öllu brúðhjónanna vegna og
unnu þeim ókeypis. Val þeirra var
sízt af handahófi, en hreppstjórar
og aðrir, sem verulegur veigur
þótti að í sjálfu sveitarfélaginu,
sjálfkjörnir.
Eldakonur steiktu, mölluðu og
suðu stórsuðu í útieldhúsi og höfðu
mikið annríki við að matbúa í eina
fyrir allan þorra eyamanna. Vatns-
kall bar vatn að og katla með sjóð-
andi vatni, frá útieldhúsi, í kaffi og
púns. Búrkonur vox’u við fram-