Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 541 Vestmannaeya kaupstaður; Helgafell í baksýn reiðslu og bjuggu í hendurnar a frammistöðumönnunum, sem báru inn heil stórsteikarstykkin á væn- um steikarfötum, og gekk maður með borðum og skar fyrir. Er eigi að orðlengja, að nú gerðist glaum- ur og gleði og tóku menn óspart til matar síns og eigi vantaði heldur vínhressingu, er veitt var ríkulega, oftast brennivín og koníak og port- vín var heldur eigi óþekkt. Mælt var fyrir minni brúðhjónanna, drukkin hjónaskálin og sungnir ættjarðarsöngvar. Eftir steikina var borin inn rúsínugrautur eða þunn kjötsúpa eða þá vínsúpa (sætsúpa). Loks var brúðarkakan sett á borðið, í þeim veizlum, sem mest var haft við. Var hún afar stór, enda svo til ætlazt, að heizt fengju allir einhvern bita að smaKka af henni. Við háborðið höfðu allir hnífapör og skeiðar, en sjálfskeiðinga og hnífa urðu menn stundum að láta sér nægja við neðri borðin. Áður en staðið væri upp frá borðum var sunginn sálm- ur og lesin bæn. Voru borð síðan upp tekin nema háborðið, er látið var standa og hrúgað á það vín- föngum, kaffi, brauði og kökum og gátu menn sezt þar og notið kræ3- inganna eftir vild. Þvínæst var tekið til að skemmta sér, mest við söng og spil og drykkju. Stóð veizlan alveg fram á morgun og hörgull enginn á veit- ingum, er hver gat notið sem hann lysti. Dans var lítið um framan af, því fáir kunnu þá list fyr en næst síðasta eða öllu heldur síðasta ára- tug aldarinnar, en fólk hafði mikla skemmtun af að horfa á dans. t þessari mennt voru verzlunar- mennirnir, hvort sem þeir voru danskir eða íslenzkir og þá einatt „forframaðir" erlendis, þeir mest útförnu í fyrstu og einnig skóla- piltar og stúlkur, sem verið höfðu í Reykjavík, en furðanlega fljótt komst allur þorri yngra fólks upp á lagið. Sagt er að á þjóðhátíð- inni í Herjólfsdal 1874, hafi 3 pör stigið dansinn og áhorfendum, sem voru allir hinir hátíðagestirnir, þótt ærið mjög til koma. Frammistöðumenn skenktu karl- mönnum romm- og koníak eða brennivín og konum létt rauðvíns- púns, er pær neyttu hæversklega og vart mun það hafa komið fyrir. að vín sæist á kvenfólki. Hér var sterkara kynið veikara fyrir og þótti eigi tiltökumál þótt stæltir brennivínsberserkir yltu út af í því Nóaflóði sem veitt var af víni og jafnan fylgdi slæðingur gauka og gosa í kjölfarið og lenti tíðum í aggi og áflogum, en nógir voru til að skakka leikinn með frammi- stöðumönnunum, svo sjaldan hlut- ust veruleg veizluspjöll af drykkju- látum. Þeir menn sem töldu sig meiriháttar, forðuðust að láta sjá á sér vín að ráði, því það þótti ekki sæma, enda bindindisalda ris- in hér um þessar mundir fyrir at- beina Kohls. Fólkið var mjög áfjátt í að hlusta á hreystisögur sagðar úr fjalla- og sjóferðum og gerðist margur, sem ella var fámáll, ærið drýldinn, ef Bakkus komst í spilið og karlagrobbið ánægjulegt um- talsefni eftir á og spunnust einatt af kátlegar sögur, er gengu manna milii og um óhemju matarlyst kappanna, er þeir komust í kraum- inn. Fram um aldamótin síðustu voru veizluhöld með svipuðu móti, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.