Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Page 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 543 á milli sjá. En mannfall var meira í liði Vilhjálms og brátt tóku menn hans að örvaenta um sigur. Vil- hjálmur hvatti þá til dáða og brauzt fram í broddi fylkingar i hverju áhlaupinu á fætur öðru. Hinn spænski gæðingur hans féli undir honum og Vilhjálmur hvarf í þröng bardagans. Sú saga komst þegar á kreik að hann væri fallínn og við það misstu margir menn hans móðinn og tóku til fótanna til að flýja burt af vígvellinum. Vil- hjálmur varð var þeirrar skelfing- ar, sem greip menn hans og mitt í bardaganum svipti hann hjálmin- um af höfði sér, svo að allir mættu sjá hann glöggt og hrópaði til manna sinna: „Hugleysingjar: Hvers vegna flýjið þið! Hér sjáið þið mig! Dauðinn er að baki ykkar, en sigurinn framundan. Ég er á lífi og með Guðs hjálp mun eg sigra“. Orð Vilhjálms og framganga hafði tilætluð áhrif á menn hans og óx þeim mjög ásmegin við að sjá höfðingja sinn í fullu fjöri mitt í átökunum. En það leið á daginn og Eng- lendingar stóðust öll áhlaup í vígi sínu. Vilhjálmur, sem sagður var sameina í fari sínu hugrekki ljóns- ins og slægð refsins, tók því að beita brögðum. Lét hann nokkurn hluta liðs síns gera sér upp flótta frá víginu. Englendingar létu blekkja sig og nokkur hluti þeirra þusti út fyrir víggirðinguna til að veita Normönnum eftirför. En það hefðu þeir ekki átt að gera, því jafnskjótt sneru hinir flýandi við og réðust á þá. Áætlun Vilhjálms hafði staðizt og Englendingar guldu mikið afhroð fyrir að hafa látið narra sig. Meginher Englend- ingá hélt þó velli á hæðinni og varð -ist af kappi, svo að ekkert útlit var fyrir að knýja mætti fram úr- slit þennan dag. Lið Vilhjálms var svo ótryggt að íiauðsynlegt var að láta til skarar skríða. í hléi, sem varð milli áhlaupa, skipaði Vilhjálmur bog- mönnum sínum að skjóta öllum í einu upp í loftið þannig að örvarn- ar féllu niður innan girðingarinn- ar. Þeir gerðu svo og örvamar skullu sem haglbylur yfir menn Haralds Guðnasonar. Margir særð- ust og féllu. Konungurinn leit upp og í því nálgaðist banvæn ör, sem lenti í auga hans og varð hans bani. Þegar foringinn var fallinn, varð fátt um vamir og sigruðu innrásar- menn auðveldlega í þessari sögu- frægu orrustu. Síðasti engil-sax- neski konungurinn var fallinn og ríki hans liðið undir lok. Normann- ar urðu ráðandi í Englandi og Vil- hjálmur bastarður varð konungur. Eftir hina örlagaríku atburði við Hastings varð til nýtt England. En herferð Vilhjálms bastarðar er síðasta innrásin, sem gerð hefur verið með árangri á England. Regndropar mældir VEÐURFRÆÐINGAR háskólans í Michigan, hafa fundið upp áhald, sem maelir stærð regndropa, allt frá úða sem ekki er nema svo sem 2/1000 úr þumlungi að þvermáli og upp í stærstu regndropa. Alls getur þetta áhald talið um 180.000 dropa á klukkustund. Er sagt að með þessu móti verði hægt að afla margskonar upplýsinga, sem að gagni geta komið. Regnskúrir eru mjög mismunandi, sumar eiga mikinn þátt í því að eyða jarðvegi, aðrar bera með sér mikið af ryki og þar á meðal geislavirkt geim- ryk, og mikill munur er á því hvernig þær endurvarpa radarbylgjum. Talið er að milljón vatnseindir úr loftinu þurfi til þess að mynda meðal- stóran regndropa, og veðurfræðingarn- ir segja, að veðurfræðinni sé mikil nauðsyn á að vita hvernig náttúran fari að því að sameina milljónir milljóna af vatnseindum í tugmilljón- ir regndropa í einni skúr. En þetta áhald muni hjalpa til að ráða þá gátu. Alagableftir Hóll hjá Eyri BÆRINN EYRI, sem Eyrarsveit á Snæfellssnesi er viö kennd, hefir haft ýmis nöfn. Öndverðeyri og Eyri er hún kölluð í Landnáinu, síðan fær hún nafnið Hallbjarnar- eyri og um tíma var hún kölluð Hospítalseyri, meðan holdsveikra- spítalinn var þar (stofnaður 1652). Á Hallbjarnareyri var áður bæn- hús og sér enn móta fyrir því og kirkjugarði. Þar voru tvær hjáleig- ur, er hétu Traðir. Milli þeirra gengur fram hóll úr Eyrarfjalli og er hann grasi gróinn. Efst á hon- um er blettur, sem ekki má slá, og ekki má heldur tjóðra þar neina skepnu. Einu sinni fluttist bóndi að Hall- bjarnareyri. Trúði hann ekki á álög -in og ákvað að slá hólinn. En rétt áður en úr því yrði, dreymir hann að til hans kom aldraður og grá- skeggjaður maður og kvað vísu: Ef þú hárið heya mitt hyggur þrár að skerða, þá mun árið annað hitt ei til fjár þér verða. Bóndi skeytti ekkert um þetta, en sló hólinn. Til vonar og vara hafði hann þó heyið af honum sér. Um vorið var það gefið kúnum, og drápust þær þá allar. Eftir það sló hann ekki hólinn og mun hana ekki hafa verið sleginn síðan. Um 1913 bar það við, að bóndi sá er þá bjó á Hallbjarnareyri, lét tjóðra heimalning uppi á hólnum. Rétt á eftir dettur lambið, en var jafnharðan reist við. Fór svo þrem sinnum. En er að var komið í sein- asta skjpti, var lambið síðubrotið. Var það þá leyst og ekki haft þar lengur. (SÖgn að vestan)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.