Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Qupperneq 14
546
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
heldur, en breytt lifnaðarháttum
sínum smám saman eftir því sem
kringumstæður breyttust. Merki-
legt er, að þær þola illa hita og
sterkt sólskin enn. Var einu sinni
gerð tilraun með þetta, Gila-eðla
var sett mót $ól á heitum degi í
eyðimörkinni, og eftir 13 mínútur
var hún lömuð af hitanum. En
hefði hún fengið að vera sjálfráð,
hefði hitinn ekki amað henni, því
að þá hefði hún skriðið niður í
einhverja raka holu.
Gila liggur í fylgsni alkn daginn
þegar heitt er, en þegar náttar fer
hún á kreik til að bjarga sér, og
stundum einnig á daginn ef þykkt
loft er. Köldu vormánuðina er hún
þó alltaf á ferli á daginn. Meðan
hún hefir nóg æti, safnar hún fitu
á halann og notar þá fitu sem
forða, þegar hún verður að halda
kyrru fyrir vegna hita eða storma.
Fer þá stundum svo, ef hún er lengi
í svelti, að halinn er orðinn helm-
ingi grennri en hann áður var.
Það er þýðingarlaust fyrir Gila
að ætla að flýa ef hættu ber að
höndum, því að hún er ekki fótfrá.
En hún hefir önnur ráð til að verj-
ast. Á bakinu, fótunum og höfðinu
eru beinskeljar hver við aðra, sam-
grónar húðinni og eru eins og
brynja. En auk þess er hún vel
tennt og sterk í kjaftinum, og bit
hennar eitrað. Hún er eina eðlan,
sem gædd er því vopni, líkt og eit-
urslöngur. En sá er munurinn, að
í slöngunum eru eiturkirtlarnir í
efri góm, en hjá Gila í neðri góm.
Þeir eru tveir, sinn við hvorn
kjálka og liggja frá þeim pípur
fram í holar tennur með egghvöss-
um brúnum.
Þegar Gila bítur, hangir hún á
bitinu með ótrúlegu afli. Það er þó
ekki aflið, sem knýr eitrið fram í
tennurnar. Hún hvæsir ákaflega og
menn halda að það sé æsingin, sem
kemur eitrinu á stað. Og það er
sterkara en í flestum eiturslöngum.
Örlítill dropi nægir til þess að
bana fullorðnum hundi. Margir
menn hafa dáið skjótlega af Gila-
biti, en aðrir hafa tekið út óþolandi
kvalir, og verða varla jafngóðir
aftur, því að eitrið leggst á tauga-
kerfið.
Flestar eiturslöngur hringa sig
upp áður en þær gera árás, en
koma svo eins og elding og höggva
með eiturtönnunum. Af því er kom
-ið nafnið höggormur. En Gila bít-
ur. Hún bítur þó ekki menn nema
í sjálfsvörn. Hún er ekki hættuleg,
fremur en aðrar eðlur, ef hún er
látin óáreitt.
Eiturbit hennar hefir þó gert
hana illræmda. Francisco Hernand-
ez, fyrsti náttúrufræðingurinn í
Mexikó, kallaði hana hræðilegt
kvikindi. Og í Mexikó hefir það
verið trú manna, að ef eitur drýpur
fram úr eðlu, þá muni allur gróður
deya á stóru svæði þar umhverfis.
Vegna þess hvernig Gila hvæsir,
sögðu menn hana spúa eldi og eitri.
Maður nokkur hélt því blátt áfram
fram, að hann hefði með eigin aug-
um séð hænuunga og hvolp stein-
drepast þegar Gila hvæsti á þá! í
Arizona hefir það verið trú manna,
að Gila hefði engin meltingarfæri
og hún hefir verið kölluð þar
„skríðandi eiturbelgur".
Gömul þjóðtrú segir að Gila sé
kynblendingur, komin af eðlu og
krókódíl (alligator). Ýmsar kynja-
sögur um hana eru efiaust komnar
frá Indíánum, því að þeir voru
ákaflega hræddir við hana. Sagt er
um hraustan Apache-Indíána, sem
var allra manna hugdjarfastur,
að hann hafi alls ekki þorað að
koma nærri Gila-eðlu. Út af þessu
fékk hún svo skrímslisnafnið.
Hver er snillingur? Sá maður, sem
getur talið konunni sinni trú um að
minkaskinnfeldur geri hana gamal-
lega.
»
Grusk
Skeggbroddaþeyting
ILLUGI Sigurðsson varð kirkjuprestur
á Hólum og prófastur 1 Hegranesþingi
1755. Var honum í fyrstu illa tekið af
sóknarmönnum sínum, vegna þess að
hann hafði ásamt öðrum lent í óknytta-
máli meðan hann var í skóla. Hann
svaraði með því að kæra þá fyrir helgi-
dagabrot. Þó komust sættir á, að til-
stilli Gísla biskups Magnússonar og
segir hann í bréfi til Magnúsar amt-
manns Gíslasonar 1758: „Við síra Illuga
er margt gott“. En um haustið, þetta
sama ár, var hann dæmdur í prófasts-
dómi frá embætti og í sektir fyrir ill-
mæli um Svein lögmann Sölvason. (tsl
æviskrár)
Um Illuga kváðu þeir, er þeir ætluðu
til Hóla í máli hans, Sveinn lögmaður
og Hallgrímur prófastur Eldjárnsson,
og með þeim Eggert djákni, sonur
Eiríks Eggertssonar frá Ökrum, og sá
maður er Benedikt hét, ólærður og fað-
ir Helga prests, er síðar var í Stærra
Árskógi. Þeir höfðu vind og hregg á
móti. Sveinn lögmaður kvað:
Illuga ýrur skella
einatt framan í Sveini.
Hallgrimur prófastur kvað:
Hállgrími hlutur fellur
hvergi rýr af þeim ýrum.
Eggert kvað:
Eggert má einatt hryggja
eitruð skeggbroddaþeyting.
Benedikt kvað:
Benedikt varla vonar
vingustar fremur hinum.
Og létu þeir þetta vera gamán. (Ar-
bækur Espólíns)
En með þessu gamni vændu þeir séra
Illuga berum orðum að því að hafa
gert gerningaveður á móti sér. Sést
það á því er þeir Sveinn og Eggert
kváðu. Eitruð skeggbroddaþeyting þýð- j
ir helkalt gerningaveður. Skýringa á
þessu er að leita í galdratrúnni og seg-
ir Eggert Ólafsson svo frá í Ferðabók-
inni: „Gerningaveður var það kallað
er menn vöktu vind og illviðri ....
Upprimi þessa er sá, að ti) forna not-
uðu menn „höfuð“ Þórs sem annað-
hvort var skorið út, rist eða málað. A
sá siður rót sína að rekja til þess, að
sagt var, að Þór sjalfur hefði hléypt
af stað veðri með því að blása svo úr
skoltum sér, að skeggbroddarnir stóðu
I
)