Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 4
568 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS honum var, en fleygt pokanum þar sem hann var staddur. Svo hefði hann og sprett þófareiðinu af hesti þeim, er Guðmundur reið, og fleygt því þar hjá. SVO var þingað í málinu á Sauðá 28. júlí. Þar var lögð fram ákæra Árna Þorsteinssonar í Bólstaðar- hlíð, þar sem hann taldi að Ás- mundur hefði orðið Guðmundi að bana. Eftir eigin ósk var Ásmundi skipaður verjandi, „ærugæddur sæmdarmaður Ólafur Jónsson“. Síðan voru mörg vitni yfirheyrð og varð framburður þeirra til þess að staðfesta gruninn um sekt Ásmund -ar. Báru þau t. d. öll að Göngu- skarðsá hefði verið fær á öllum vöðum þennan dag. Seinast kom Ásmundur fyrir réttinn, laus og liðugur, og beindi sýslumaður til hans eftirfarandi spurningum: 1. Hvar fyrir hefir þú svo tví- saga orðið? — Ásmundur svaraði að það hefði verið af ógáti og ófor- hugsað af sér talað. 2. Hvar skildir þú við Guð- mund? — Ásmundur svarar: „Þar sem hann fór út í ána, en hvar það var, get eg ei greinilega sagt“. 3. Baðstu Guðmund að reyna ána fyrir þig? — Ásmundur svar- ar: „Ekki fremur en hann vildi ljúf -lega gera, eg man ei orðrétt að segja frá því“. 4. Fóru nokkur orð ykkar á milli þegar hann reið út í ána? — „Ónei, ekki neitt“. 5. Töluðuð þið nokkuð hvor við annan meðan Guðmundur var í ánni? — „Ónei, ekkert, og ekkert orð heyrði eg til hans“. 6. Barstu þig ei að hjálpa hon- um? — „Nei, hefði eg getað það, þá hefði eg gert það“. 7. Meðkennir þú að hafa stolið matnum úr poka Guðmundar eftir að hann var dauður? — „Já, það meðkenni eg“. 8. Meðkennir þú ekki að þú sért valdur að dauða Guðmundar og í áverkum á hans líkama, framar en þú gerðir í framburði þínum að Gröf? — „Ekki, ei meðkenni eg það framar“. 9. Hví lýstir þú ei láti Guðmund -ar strax að vörmu spori? — „Af gáleysi og vegna gleymsku“. 10. Hví meðkenndir þú þá ekki þína vitund um hans dauðdaga þá sýslumaður spurði þig að því á Fagranesi 23. júní s. 1.? — Ásmund- ur svaraði því, að hann hefði ætlað að sér mundi um kennt verða, að hann hefði skipað Guðmundi út í ána. Sækjandi málsins, Árni Þor- steinsson, krafðist þess að Ásmund- ur yrði dæmdur banamaður Guð- mundar, eftir öllum líkum, sem fram væri komnar og þar sem hann hefði orðið margsaga. Það væri og vitað að engum öðrum manni væri þar til að dreifa, og samsinntu þingmenn það. Verjand- inn, Ólafur Jónsson, kvaðst ekkert hafa fram að færa er sannað gæti sýknu hans, en „bað réttinn að láta ekkert gleymt, er Ásmundi mætti til málsbóta verða“. Lögðu svo báðir málið í dóm. Það vitnaðist að Ásmundur hafði verið dæmdur fyrir þjófnað 22. maí 1733, og var honum því ekki synj- unareiður veittur. En fyrir stuld- inn á nesti Guðmundar, sem var annar þjófnaður hans, dæmdi Skúli að hann skyldi kagstrýkjast og brennimerkjast á hryggnum. Annars varð dómurinn á þessa leið: „Það er ei með lögfestum vitn- um bevísað að Ásmundur Þórðar- son hafi líflátið Guðmund Guð- mundsson, og ei heldur af honum sjálfum meðkennt, heldur einasca að hann hafi beðið Guðmund að reyna ána fyrir sig, er hann segir sig ei sjálfan vogað hafa að ríða, og með því móti jafn ungri mann- kind í lífsháska stofnað, ef áin svo mikil verið hefði sem Ásmundur segir, hvað þó af vitnum rengt er, — Það er og álitið að áverkar á líki Guðmundar, helzt sárið hjá eyranu, sé með járni gerðir, en eng- inn við það dreifður nema Ásmund -ur, því hann var síðastur með Guðmundi í lifanda lífi. Ásmundur og margfaldlega tvísaga og óstöð- ugur í framburði, og vitni hafa bor- ið þvert á móti honum. Ekki held- ur tilkynnti hann lát Guðmundar sem hreinskilinna manna er siður, en dró dul á það og leyndi síðan vitund þar um. Því kann Ásmund- ur Þórðarson ei að fríkennast frá manndrápi, heldur skal hann í járn um burtflytjast af landinu á Brim- arhólm og erfiða í járnum sína lífs- tíð“. Skúli flutti nú Ásmund með sér heim aftur og hafði hann í varð- haldi fram til næsta alþingis 1739, en þar skyldi dómurinn koma fyr- ir lögþingréttinn. Reið Skúli svo til þings og hafði Ásmund með sér. Þangað kom og Jón Eggertsson fyr- ir hönd meðdómsmanna Skúla á Sauðá, en Grímur Grímsson lög- réttumaður á Giljá kom þar fram fyrir hönd Árna Þorsteinssonar i Bólstaðarhlíð. Ólafur Árnason sýslumaður í Barðastrandasýslu var skipaður verjandi Ásmundar. Málið var tekið fyrir 9. júlí og stóð í tvo daga. Var Ásmundur fyrst yfirheyrður, síðan fór fram sókn og vörn í málinu, og að lokum var Ásmundur yfirheyrður að nýu, en hann harðneitaði alltaf að vera banamaður Guðmundar. Becker lögmaður tók þá málið til dóms og var dómur hans birtur 14. júlí. Þar var fram tekið að fyrir „báð- um réttum eftir framlögðum lík- um, rannsaki og kringumstæðum“ sé Ásmundur líklegastur allra manna til þess að hafa orðið bana- t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.