Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 8
I?2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Furður hafsins: IViannlaust skip siglir sinn sjó \ 0 j ^ GREIN þessi er úr bokinni s ^ „Mysteries of the Sea“, eftir ^ > Robert Delacroix. ^___ j ÞETTA var 27. júlí 1861 um borð í hvalveiðaskipínu „George Henry“ sem þá var statt í Hudson- sundi milli Labrador og Baffins- lands. Öll skipshöfnin stóð á þilj- um uppi, og í hvers manns svip mátti lesa undrun, ótta og jafnvel skelfingu. Um tvær mílur fram- undan sást dökkur skipsskrokkur á reki. Siglutrén voru brotin og allt var skipið mikið laskað. Það rak hægt en örugglega í áttina til þeirra. Nú var bjartur dagur og enginn ís í nánd. Það var því hægðarleik- ur að stýra „George Henry“ þannig að ekki yrði árekstur. Samt stóð skelfingin uppmáluð í svip sjó- mannanna. Þeir voru sannfærðir um að ekki væri einleikið að skip þetta skyldi vera á floti, að það hefði ekki átt að vera þarna og þetta gæti ekki verið annað en draugaskip. Þetta var vegna þess, að fyrir átta mánuðum höfðu þeir sjálfir séð skip þetta farast. Þeir höfðu horft á er það strandaði í stórviðri og hvernig holskeflurnar moluðu það. Einkennilegast við þetta skip var, að það virtist ekki vera á reki, heldur væri því stýrt. Það var engu líkara en að það heldi beinni og ákveðinni stefnu. „Það hlýtur einhver að vera um borð“, sagði einn aí hásetunum. Skipstjóri yppti öxlum. Honum fannst óhugsandi að nokkur maður hefði leitað hælis í þessu rekaldi, og hvernig átti svo sem að stýra því? En skipshöfnin virtist trúa því að skipinu væri stýrt. Hið ótrúleg- asta gat skeð hér norður í íshafi. Skipverjar á „George Henry“ voru harðgerir sjómenn, en þeir voru orðnir þreyttir á hættum og undrum íshafsins. Þeir höfðu séð alls konar ofsjónir, sem stöfuðu af myrkri og norðurljósum, þeir höfðu séð mörg tungl á lofti og stundum þrjár sólir samtímis og furðulegar loftsjónir, ljóshringa og tákn. Þeir höfðu séð fyrirburði á lofti og allt þetta hafði reynt of mjög á taugar þeirra, ásamt myrkr- inu og kuldanum. Þess vegna voru þeir sannfærðir um að hið ótrúleg- asta gæti skeð hér norður í íshafi. Þeir efuðust því ekki um, að menn væri á rekaldinu, en hvaða menn voru það? „George Henry“ var ekki venju- legt hvalveiðiskip. Skipstjóri þess var amerískur landkönnuður, Hall að nafni. Hann hafði ætlað sér að dveljast meðal Eskimóa, eigi aðeins til þess að kynnast háttum þeirra og venjum, heldur og í þeirri von að hjá þeim mundi hann geta feng- ið einhverjar fregnir af leiðangri Sir John Franklín, sem horfinn var og enginn vissi hvað um hafði orð- ið. — Gat það skeð, að einhverjir menn úr leiðangri Franklíns hefði kom- izt um borð í þetta brotna skip, skipið „Rescue“ sem hann og fé- lagar hans höfðu séð farast? „Rescue" hafði verið smíðað til íshafsferða og var því sterklega byggt. Það hafði verið í leiðangri, sem gerður var út til þess að leita að Sir John Franklín, undir stjórn þess manns, er Grinnel hét. En leið- angur þessi misheppnaðist og kom heim engu nær. Þegar Hall bjóst til norðurferðar, ákvað hann að hafa vistaskip með sér og „Rescue" varð fyrir valinu, þótt það hefði lengi staðið uppi. Ferðin byrjaði ekki vel. „Georg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.