Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1957, Blaðsíða 14
»78 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan: Óskiljanlegt steinkast SAGAN gerðist í Upper Blackwood- héraðinu í Vestur-Ástralíu, um 25 km. suðaustur af Boyup Brook og um 320 km. frá borginni Perth. Þetta er land- búnaðarhérað, þar er akuryrkja, skóg- rækt, sauðfjárbúskapur, aldinrækt og mjólkurbú. Þarna er allt slétt og hvergi neinir felustaðir. Bill bróðir minn á þarna búgarð, og í tólf ár hefir verið hjá honum vinnu- maður, sem Gilbert Smith heitir. Hann á heima í þriggja herbergja timbur- kofa um 400 metra frá búgarðinum og er kvæntur. Kona hans heitir Jean og þau eiga sjö börn. Annan mann verður að nefna til sög- unnar er Alf Krakour heitir. Kona hans heitir Molly og þau eiga líka sjö börn. Alf vinnur hingað og þangað, en hann fekk að reisa sér kofa rétt við girðing- una á landi mínu og við Bridgetown- Kojonup-þjóðveginn. Þetta er beint á móti búgarði bróður míns. Kofinn, sem Alf reisti þarna var með bárujárns- þaki og bárujárn var á tveimur út- veggjum hans, en hinir útveggirnir voru gerðir úr samansaumuðum striga- pokum. Þetta var svo sem engin höll, en íbúðin var heldur þægileg og alltaf hrein og fáguð. Nú var það hinn 17. maí 1955, að Jean Smith fór út að sækja sér eldivið. Þá var myrkur. Heyrðist henni þá eitt- hvað detta rétt fyrir framan sig, en sá ekkert. Þegar hún kom inn, heyrði hún mikinn skell, eins og steini hefði verið kastað af allmiklu afli í húsvegginn að utan. Hún gekk þá út til að sjá hverju þetta sætti, en varð einkis vör. Seinna um kvöldið, er hjónin sátu bæði inni í eldhúsi, voru þau að tala um þetta, og hvort einhver væri að leika sér að því að hrekkja þau. En i sömu svifum kemur gamall golí-knött- ur fljúgandi þvert í gegn um eldhúsið og staðnæmdist úti í horni. Og í sömu svifum heyrðist glamur, eins og steinn hefði fallið á þakið. Fyrir utan húsið voru bundnir tveir veiðihundar og þótti þeim einkennilegt að ekkert skyldi í þeim heyrast, því að þeir voru vanir að stökkva upp með gelti og ólátum, ef einhver kom þar nærri. Þess vegna leizt Gilbert nú ekki á blikuna. Hann helt að vissara væri að þau væri fleiri saman og fór því að sækja Alí nágranna sinn. Rétt eftir að hann var farinn komu tvö högg á húsið, eins og steinum heföi verið kastað í það. Jean varð hrædd, en hugsaði þó með sér að öruggasta ráðið væri að búast til varnar. Greip hún þá hlaðinn riffil, sem Gilbert átti, og laumaðist út. Þegar hún var að fara fyrir húshornið, kom tóm niðursuðudós fljúgandi og fór rétt framhjá höfðinu á henni. Þá fauk í hana. „Gerðu þetta aftur og þá skal eg skjóta“, kallaði hún. 1 sama bili skullu steinar á þaki húss- ins. Rétt á eftir heyrði hún mikið glam- ur, og járnhringur rann niður þakið og fell fyrir fætur hennar. Þá varð hún svo hrædd, að hún gat sig ekki hreyft, en til allrar hamingju kom Gilbert þá akandi heim í bílnum og hafði með sér alla Krakour-fjölskylduna. Fólkið ákvað nú að hafast við inni, hvað sem á gengi, en svo var grjót- hríðin mikil á húsið, að enginn gat soí- ið. Molly hafði hreiðrað um sig á miðju gólfi. Um miðja nótt fellu nokkrar ný- skornar sneiðar af kartöflum ofan a bert brjóstið á henni. Fegin urðu þau er dagur rann og þá var þegar farið út og leitað allt um- hverfis húsið hvort nokkur merki sæ- ust þess að menn hefði verið þar á ferli um nóttina, en svo var ekki. Gilbert fór þá heim til bróður míns og sagði honum upp alla söguna. Kvaðst hann vera alveg viss um að menn hefði ekki staðið að þessum óskunda, heldur hlyti hér að vera um „jannick" að ræða. Gilbert er kynblend -ingur og jannick er draugur, sem Svertingjar trúa á. „Vertu ekki að þessari vitleysu", sagði bróðir minn. „Ef þú verður var við þetta aftur í kvöld, þá skulum við rannsaka málið“. Skömmu eftir dagsetur kom steinn ofan á þakið hjá Gilbert, og rétt á eftir ikullu tveir á eldhúsveggnum. Sögumaður: Doug Hack Skömmu seinna kom Ron, yngsti bróð- ir okkar þangað, því að hann langaði til að sjá hvað þarna gengi á. Hann settist á stól fyrir framan hlóðirnar, og ekki varð honum um sel, er steinn kemur fljúgandi út úr hlóðunum, fer rétt fram hjá honum og veltur svo eftir gólfinu. Rétt á eftir kom kolamoli á borðið og var engu líkara en að hann hefði dottið niður úr rjáfrinu. Og á meðan Ron var að velta fyrir sér hvernig á þessu gæti staðið, heyrði hann einhvern glamranda undir eldhúsborðinu. Hann leit undir borðið. Þar var þá undir því miðju gleraður diskur og á honum miðjum steinn — og var steinninn heit- ur. Nú vissi Ron að þetta gat ekki ver- ið einleikið. Kvöldið eftir afréð eg að heimsækja Gilbert og kom þangað rétt eftir að dimmt var orðið. Eg var ekki kominn nema nokkur skref inn á eldhúsgólfið, þegar steinvala skall á það fyrir aftan mig og valt fyrir fætur mér. Eg stökk út til að vita hvort nokkur væri þar, en svo var ekki. Þegar eg tók upp steininn var hann vel volgur. Hálfri stundu síðar „birtist“ steinn á eldhúsborðiná. Eg segi birtist, því að það er eina lýsingin á því. Eg hafði setið við borðið og horft á það, og allt í einu lá steinninn þar. Hann datt ekki ofan á borðið og ekki var honum held- ur fleygt þangað. Hann bara lá þar allt í einu og ruggaðí svolítið. Eg beið enn klukkustund, en ekkert fleira gerðist. Svo fór eg, en var ein- je.ðinn í að koma aftur og ráða þessa gátu. Krakour-fjölskyldan var hjá þeim Gilbert í viku, en fór svo heim. Ekki hafði hún verið lengi heima, er stein- um byrjaði að rigna yfir kofann, og virtist nú röðin komin að þeim. Fregnin um þessa undarlegu atburði breiddist út, og fólk fór að streyma hingað úr öllum áttum af íorvitni. Blöð \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.