Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Síða 1
3. tbl.
Sunnudagur 2. febr. 1958 XXXIII. árg.
Ur sogu Reykjavíkur
Þegar torfbyggingar voru
bannaðar í Miðbœnum
HÖFUÐBORGIN var upphaflega
byggð sem iðnaðarborg. Þó var
ekki hátt á henni risið, og um langt
skeið mátti hún kallast torfbæa-
borg. Þann svip fekk hún þegar i
upphafi, eins og sjá má á skrá um
hús verksmiðjanna. Þar eru talin
rúmlega 20 hús byggð úr torfi og
grjóti. Sum voru gömul, eins og
Suðurbær, Ullarstofan, Skálinn og
fjósið, en hin voru nýreist. Sum af
þessum húsum voru við Aðalstræti
eitt þar sem nú er Morgunblaðs
húsið og annað þar sem Aðalstræti
8 stendur. Fjósið stóð þar sem nú
er verslun B. H. Bjarnason, en Ull-
arstofan þar sem Uppsalir eru
Flest torfhúsin voru sunnan við
Aðalstræti, milli Suðurgötu og
Tjarnargötu og fyrir austan Tjarn-
argötu. Þar voru meðal annars
þessi hús: Smiðja (á horninu á
Tjarnargötu og Kirkjustræti) íbúf
reipslagara, íbúð lóskera, íbúð vef
arasveina og beykisbúðin. Litunar-
húsið, sem fyrst var hjá Elliðaán-
um, var einnig flutt þangað og stóð
þar sem nú er Herkastalinn, eða
lítið eitt sunnar.
Þegar verksmiðjurnar lögðust
niður, átti að selja húsin, en eng-
inn vildi kaupa þau öll í einu lagi.
Var þá ákveðið að þau skyldi selj-
ast á uppboðum smám saman. Og
1. ágúst 1791 voru fjögur fyrstu
húsin boðin upp, þar á meðal
Smiðjan. Hana keypti Jóhannes
Zoéga eldri fyrir 40 rdl. 24 sk. Eftir
það var þetta hús ekki kallað
Suggersbær (timburnasið) snýr stafni að golu.