Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Síða 6
38
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Merkisdagar í febrúar
Kyndilmessa 2. febrúar. Ef sólskin
er á Kyndilmessu, er von meiri snjóa
en verið nafa fyrra hluta vetrar, eins
og vísan segir:
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa Kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Sumir hafa sezt fyrir sést í fyrstu
hendingu og breytir það eigi litlu. En
Norðanlands var trúin sú, að það væri
fyrirboði harðinda ef sól sæi þenna
dag, eins og sjá má á eftirfarandi sögu:
Karl nokkur norður í Eyafirði (d. um
1860) trúði fast á þetta eins og margir
aðrir, og var alltaf að fara út á Kynd-
ilmessu að gá til veðurs; og einu sinni
er hann kom inn, var hann bæði
hryggur og reiður, kvaðst hafa séð
„einn bölvaðan sólskinsblett í Kerl-
ingu.“
Vetrarvertíð hófst fyrrum á Suður-
landi 3. febrúar. Þá áttu allir að vera
komnir til skips, hver í sinni veiði-
stöð. Nú hefir þetta breyzt, því að
telja má að vertíð sé allt árið.
Langafasta (7 vikna fasta) hefst nú
16. febr. og er þá ein vika eftir af
Þorra. Föstuinngangur er kallaður
þrír fyrstu dagarnir, sem voru undir-
búningsdagar að föstunni. Ef sólskin er
þessa þrjá daga, verður oft sólskin
á föstunni.
Bolludagurinn. Hann er nú 17. febr.,
og er öðru nafni nefndur flengingar-
dagur. Þá mátti hýða hvern, sem náð-
ist í rúminu um morguninn og voru
fyrrum hafðir til þess hrísvendir, en
nú er farið að nota mjóar spýtur
skreyttar með tilbúnum blómum. Sá
sem flengdur var skyldi gjalda eitt-
hvað fyrir það, og nú er venjan sú.
að menn verði að leysa sig með „boll-
um‘ Þessi siður á rætur sínar að rekja
til miðsvetrarblótsins í heiðni, þegar
biótað var til gróðrar. Sá var þá siður
að taka kvist af völdum viði, sem menn
-töldu að hefði mikið grómagn í sér
fólgið. Var þessi kvistur nefndur „líf-
kvistur“, og með honum skyldi endur-
vakið það líf, er veturinn hafði lagt
í dvaia. Var kvistinum lostið á ávaxta-
tré og akra, til þess að uppskera yrði
góð. Ennfremur var fépaður lostinn
með honum til þess að auka frjósemi,
og í sama tilgangi voru konur lostnar
með honum. Til þessa siðar er að rekja
flengingarnar á flengingardaginn, og
þar til má líka telja hitt, að vendirnir
skuli skreyttir blómum, tákni gróand-
ans. Meðal annars, sem fórnað var
við miðsvetrarblót, voru brauð. Þau
voru gerð á alveg sérstakan hátt og
kölluð „fórnarbrauð". Leifar af þess-
um sið eru þær, að nú borga menri
flengingarnar með litlum hveitibrauð-
um.
Sprengidagur eða sprengikvöld var
kallaður þriðjudagurinn í föstuinn-
gang. Þá'máttu menn seinast eta kjöt
í kaþólskum sið, og máttu síðan hvorki
nefna það né flot alla föstuna. Þetta
kvöld var sá siður fyrrum, að menn
hrúguðu á sig eins miklu af kjöti og
floti og þeir gátu framast torgað. Einu
sinni varð stelpu að orði, er hún hafði
etið nægju sína: „Springi nú sá, er
fyllstur er“. Hún helt að mamma sín
mundi hafa etið mest, en sjálf sprakk
hún, og af því er Sprengikvöldsnafn-
ið, að sögn. Þennan dag áttu menn og
að gjalda þjónustukaup, eins og segir
í vísunni:
Þriðjudaginn í föstuinngang,
það er mér í minni,
þá á hver að þjóta í fang
á þjónustunni sinni.
Bendir þetta til þess að hér hafi
verið um að ræða áhrif frá kjöt-
kveðjuhátiðinni, sem haldin var í
Suðurlöndum.
Öskudagur. (19. febr.) Nafnið er
dregið af því, að í kaþólskum sið áttu
menn þá að setjast í sekk og ausa
ösku yfir höfuð sér, sem iðrunarmerki
fyrir syndir sínar, því að nú hófst
fastan fyrir alvöru. Eftir siðaskipti
snerist þessi siður upp í glens og
gaman, þannig, að konur létu karl-
menn „bera ösku“ óafvitandi, en þeir
hefndu sín með því að láta þær bera
steina. Þessi siður helzt lengi, en hefir
breyzt þannig, að nú hengja jafnt
konur og karlar tóma poka hvert á
annað og kalla „öskupoka", þótt engin
sé í þeim askan. Er jafnvel komið svo,
að ungar stúlkur skreyta slíka poka
með fögrum útsaumi og gefa þá þeim
piltum, sem þeim lízt vel á.
Eftir því sem viðrar á öskudaginn
mun oft viðra 14 (sumir segja 18) daga
aðra af föstunni. Þeir dagar heita
Öskudagsbræður. En þó er þetta nokk-
uð undir tunglinu komið. Góutunglið
kviknar nú kl. 2,38 á þriðjudagsnótt.
En um þriðjudagstungl er það sagt, að
annað hvort verði þau beztu eða
verstu tungl. Ef tungl kviknar með
flóði, á það að vita á úrkomu, en
þetta tungl kviknar einmitt með floði.
Þorraþrællinn er nú 22. febr. og þá
er einnig Pétursmessa. Um hana er
kveðið:
Ef Pétur í feikn og frosti særir,
ferna tíu með sér færir,
vorið víst óvíða nærir,
verða sauðir ei frjóbærir.
Hún hefir þannig 40 daga með sér
og áhrif hennar ná einnig til vorsins.
Ef þá er gott veður, er sagt að „vorið
muni klárt verða“.
Konudagur. Góa hefst 23., og er sá
dagur kallaður Konudagur, því að kon-
urnar áttu að fagna Góu, eins og bænd-
ur Þorranum. Þær áttu að fara út
snemma morguns mjög fáklæddar og
hoppa á öðrum fæti þrisvar sinnum
í kring um bæinn og hafa yfir þessa
vísu:
Velkomin sértu, Góa min,
og gakktu inn í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.
Eftir það áttu bændur að halda upp
á daginn og gleðja konur sinar með
góðum veitingum.
Matthíasarmessa 24. febr. Sú var trú
manna, að eftir því.sem viðrar aðfara-
nótt Matthíasarmessu, svo- muni viðra
næstu 14 daga. Ef þá er frostlaust,
verður gott á eftir.
Annars má geta þess, að sé hlýtt veð-
ur í febrúar, þá verður kalt um páska.
„Sólin kemur úr Vatnsberamerki inn
í Fiskamerki 8. febrúar og er þar til
10. marz. Fiskamerkið er 34 stjörnur
standandi á himinsins festingu á þann
hátt, að maður kann af þeim mynda
líking tveggja fiska. í annan máta
merkir það, að í þeim mánuði er á
meðal sjókvikinda og fiska mesta fræ-
von og ávaxtar, og er líkast fyrir það
kallað Fiskamerki, og þann mánuð,
sem sólin gengur undir Fiskamerki