Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 8
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S Onnur grein: Fornleifarannsóknir staðfesta frásagnir Gamlatestamentisins Eftir daga Jósúa hefst járnöldin. er fornfræðingar kalla svo. Á 12. öld f. K. fóru menn smám saman að nota þennan dýrmæta málm i alls konar verkfæri og vopn, í stað- in fyrir kopar og stein. Upphaflega munu menn hafa fundið járnið í brotum úr loftsteinum, en þegar hér var komið, á 12. öld f. K., hafði mönnum tekizt að bræða það úr málmgrýti, og er talið að sú upp- götvun hafi fyrst verið gerð í Ana- tolíu, sem nú er hluti af Tyrklandi. Konungar Hittíta heldu þessari uppgötvun vandlega leyndri og höfðu því einkaleyfi á járnfram- leiðslu, enda var járnið þá álíka dýrmætt og gull og silfur. Arfsagnir herma, að á dögum dómaranna hafi ísraelsmenn átt fullt í fangi að verjast árásum ná- granna sinna, sem höfðu járnvopr. Það er nú sannað, að þetta muii rétt vera. Um 1175 f. K. réðust hinir svo kölluðu „sæfarendur“ á Palestínu- strönd. Þetta voru menn, sem höfðu orðið að flýa grísk lönd, er: ætluðu sér nú að ráðast á Egypta- land og setjast að þar. Egyptai ráku þá af höndum sér og settusi þeir þá að á strönd Palestínu. Meðal þeirra voru Filistear, eða Philistínar. Við þá hefir landið síö- an verið kennt og kallað Palestína. Þeir urðu skjótt hættulegusú. óvinir ísraelsmanna, og um eiti skeið (eftir 1050 f. K.) réðu þeú' öllu landinu. Þá var það að ísraels- menu sáu sig nauðbeygða til þess að skipta um stjórnarfar og taka yfir sig konur^g, til þess að geta unnið sigur á Filisteum. (Sál og Davíð 1020—960 f. K.) Rannsóknir á fornminjum Fil- istea frá þessum tíma, sýna að þeir hafa haft vopn úr járni, og allt bendir til þess að þeir hafi farið að dæmi Hittíta um að einoka járn- framleiðsluna. Til þessa bendir frá- sögnin í I. bók Samúels, 13, 19— 22: „En enginn járnsmiður var til í öllu ísraelslandi — því að Filiste- ar hugsuðu: ella kynnu Hebrear að smíða sverð eða spjót — heldur urðu allir menn í ísrael að fara ofan til Filistea, ef þeir vildu láta hvessa plógjárn sín, gref, axir og brodda, þegar skörð komu í eggja; á plógjárnum, grefum, þríforkun og öxum, og til þess að rétta brodd inn“. Menn hafa löngum átt bág bagt með að átta sig á þessari fra sógn Hún er þó ljós. Hún sýnir a Filistear höfuð fullkomna einoku á járni um þær mundir er Sál tó við konungdómi. Þeir hafa eigi að eins kunnað að bræða járnið ú málmgrýti og vakað yfir þeirri lis1 sem hernaðarleyndarmáli, heldi hafi þeir bannað ísraelsmönnu að fást við járnsmíði, af ótta v Rústirnar af Megiildo sýna að þarna hefir veriff víggirt borg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.