Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 Hér sjást Gyðingabændur vera að plægja akra sina á Harmageddon, þar sem Opinberunarbókin segir að úrslitaorustan milli hinna góðu og illu afla í heimin- um verði háð. að þeir kynni að smiða sér spjót og sverð. Þess vegna urðu ísraels menn að sækja hin fátæklegu bu skaparáhöld sín til Filistea og við gerðir á þeim, og hafa orðið af greiða þeim of fjár fyrir. í einni enskri biblíuþýðingu segir, að þat' hafi kostað „pim“ að hvessa plóg járn Vissu menn lengi vel ekk hvað þetta þýddi, en fornleifa- rannsóknir hafa leyst þá gátu. Á þessum tíma var það venja að vege gjald og vogareining ísraelsmannf var sikill, sem samsvaraði 11,4 grömmum. En í fornum heimil- um ísraelsmanna hefir fundi’ít minna met, sem hét pim og vai að þyngd % úr sikli. Fornleifarannsóknirnar sýna líka, að járn hefir verið af ákaf- lega skornum skammti meðal ísra- elsmanna fyrir daga Sáls konungs. Og það er ekki fyr en eftir að SaJ og Davíð hafa hnekkt valdi Fil- istea, að munir úr járni fara að verða algengir í húsarústum. Rannsóknir fornfræðinga hafa einnig varpað nýu Ijósi á sögu þeirra Davíðs og Salómons kon- unga. Með því að bera saman frá- sagnir Gamlatestamentisins, landa- fræði og fornleifar þær, er fundizt hafa, þykjast menn geta fullyrt, að Davið konungur hafi verið slyngur hershöfðingi, stjórnmálamaður og skipulagsmaður. Honum tókst að skapa ríki, sem náði frá Akabaflóa og langt austur í sýrlenzku eyði- mörkina, eða langleiðis að Efrat. Hann kom sér upp stærri her, en nokkurt ríki á milli Nílar og Efrats hafði þá. Og með honum hófst gull- öld ísraelsmanna. Salómon var aftur á móti ekki herkonungur. Honum hefir verið það mest kappsmál að efla menn- ingu í ríki föður síns, svo að það stæði þar ekki Fönikíu og Sýrlandi að baki. Og hann stóð í alls konar framkvæmdum og fyrirtækjum, til þess að auðga landið. Hann full- gerði og musterið fagra, og fekk til þess frægustu byggingameistara hiá Hiram konungi í Fönikíu. Syðst í Galileu er fjallaskarð nokkurt, sem kennt er við Meg- iddo Um það hefir frá alda öðli legið aðalþjóðleiðin milli Sýrlands og Egyptalands. Er þai vígi gott, og þess vegna hefir þai oft komið til átaka og margar orustur verið háðar þar. Einn af mestu herkonungum Eg>pta, Thutmose III., hefir látið lýsa sigri, sem hann vann þar í mikilli orustu um 1468 f. K. Hér vai það og árið 609 f. K. að þeir Josiah konungur í Júdeu og Necho farao í Egyptalandi háðu stóror- ustu, og þar fell Josiah. Á hebrezku heitir staðurinn „har Megiddo“, sem þýðir fjallið Megiddo. En það hefir aftur breyzt í Harmageddon, og vegna þess hve margar stórorustur höfðu verið háðar í þessu fjallaskarði, komst sú merking í orðið Harmageddon, að það þýddi stórorusta. í Opinber- unarbókinni er úrslitaorustan milli hinna góðu og illu afla í heiminum, látin fara fram á þessum stað, og nú táknar Harmageddon seinustu átök þjóðanna. (Þess má geta hér, að árið 1918 vann Allenby hers- höfðingi frægan sigur á Tyrkjum á þessum stað, en enginn hefir enn viljað halda því fram að það sé sú orusta hjá Harmageddon, sem Opmberunarbókin segir frá). Af herkænsku sinni sá Davíð konungur að það mundi vera mik- ils vert að eiga gott vígi á þessum stað og hafa þar öruggt lið til varnar. Árið 975 f. K. lét hann því reisa þar vígi og setti þar yfir landstjóra. Salómon . konungur stækkaði síðar vígið að miklum mun og lét hlaða umhverfis það 12 feta þykkan virkisvegg úr grjóti. Á honum voru fjögur hlið, hvert inn af öðru. Nú hafa rústir Magiddo verið grafnar upp, og kom þá í ljós, að lýsingin á múrveggnum hjá Eseki- el (40, 5—16) á þar alveg við. Þetta var fyrsta hliðið er fornfræðingar fundu og alveg samsvaraði lýsing- unni á austurhliði musterisins í Jerusalem. En síðar fannst annað sams konar hlið í Hazor. Sérstaka athygli vöktu hesthús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.