Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Qupperneq 10
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS in, sem fundust í Megiddo. Eftir stærð þeirra að dæma hefir Saló- mon haft þarna þrmr stríðsvagna sveitir og hefir hver sveit haft 40—50 stríðsvagna. Getið er um hestaeign Salómons konungs í I. Konungabók, 10, 28—29: „Hesta sína fekk Solomo frá Egyptalandi, og sóttu kaupmenn konungs þá í hópum og guldu fé fyrir, svo að hver vagn, sem fenginn var sunn- an af Egyptalandi, kostaði sex hundruð sikla silfurs, en hver hest- ur hundrað og fimmtíu. Og á þenn- an hátt voru og hestar fluttir út fyrir milligöngu þeirra til allra konunga Hetíta og kor.unga Sýr lendinga“. — Á þessu sést að Saló mon hefir eigi aðeins átt fiölda hesta, heldur hefir hann einnig verslað með hesta og vagna. En fornfræðingar hafa líka upn götvað annað gróðafvrirtæki Saló- mons, sem ekki er getið um í Ritn- ingunni. Það var árið 1934 að dr. Nelson Glueck, einn af helztu fornfræð- ingum þessarar aldar, komst inn í hið fornboðna land Wadi el Araba. en það er dalur eða jarðfall mikið og djúpt, er nær frá Dauðahafinu til Akabaflóa. í fvrndinni höfðu ísraelsmenn og Edómítar háð ^veggja alda styrjöld um yfirráð „Dauðadalsins", eins og hann var kallaður. Nú langaði dr. Gluck að komast að því hvers vegna svo langvinnt stríð hefði verið háð um þennan dal. Þar heitir á einum stað Khirbeí Nahas, eða „Koparrústirnar" og þar fann hann upnlýsingar þær. er hann leitaði að. Þarna höfðu um margar aldir verið koparnámur mikiar. Fann dr. Glueck þar rústir af mörgum stórhýsum. bústöðum námamanna og virkisgörðum, sem höfðu verið öflugir. Af ýmsum forngripum, svo sem leirkerabrot- um, komst hann að beirri niður- stöðu að mannvirki þessi væri frá <$»--------------------------------------------------------------------------------------ð> MÁL MÁLANNA VÉR höfum verið á hraðri ferð að því marki, að ná fullkomnu valdi á umhverfi voru. Skepnan, sem skreiddist niður úr tré, eða út úr helli fyrir nokkrum þús- undum ára, er nú komin að þvi að hefja furðuleg Ierðalög. En það eru ekki þessi ferðalng sem mestu varða. Haldið þið að við verðum nokkuð sælli fyrir það að stíga fótum á bakhlið tunglsins, eða spígspora um slétt urnar á Marz? Nei, það er ekki eftirsókhar verðast að komast til Marz, eða rannsaka hringa Satúrnusar. Öilu öðru nauðsynlegra er að skilja hug og hjarta mannsins, hverfa frá illindum og eyðileggingu, en vinna að framþróun og bróður- kærleika. Eins og nú horfir í heiminum er það augljóst að vér höfum ekki náð eins miklu valdi yfu sjálfum oss eins og náttúrunni Vér höfum nú tæki til þess að eyða öllu mannkyni og menn ingu, en vér höfum ekki fundið örugga leið til þess að komasl hjá þessu. Sannleikurinn er sá að margir eru ekki enn komnir niður úr trjánum né út úr hell- unum. Nú verður að hætta öllum barnaskap að taka upp háttu vit- urra, þroskaðra og góðra manna Allir verða að leggjast þar á eitt. hvern flokk sem þeir fylla, og hverja trú sem þeir játa. Annar< er dauðinn vís. — (Úr ritstjórn argrein í „New York Times“) <i;-----------------------------«> 10.—6. öld f. K., og að starfsemin þar hefði verið í mestum blóma á dögum Salómons konungs. Um þetta sannfærðist hann þó enn betur, er hann fann margar fleiri námur í dalnum, er allar höfðu verið reknar á sama tíma. Það var auðséð að þarna var um svo stórkostlegt fyrirtæki að ræða að enginn hefði getað staðið fyrir því annar en ríkisvald og er þá ekki um annað að ræða en stjórn Salómons konungs. Þar sem Wadi el Araba nær út að Akabaflóa eiga Gyðingar höfr sem heitir Eilat. En skammt þaða átti að vera hin forna höfn Ezior geber, sem Biblían segir að haf verið skipahöfn Salómons, og þaf an hafi hann sent skip sín út : Rauðahafið í verslunarerindum ti Arabíu og Afríku. Þar hafði áðu fundizt sanddyngja skammt fr. stróndinni, þar sem líkur voru ti að mannvirki væri undir, en ekk, verið rannsakað neitt. Þegar Gli eck kom þangað fann hann þa þegar leirkerabrot, sams konar o; þau, er hann hafði fundið í kopar námunum. En þegar hann fór ai grafa þarna, var þar engin forr hafnarborg, heldur fann hann þar forna málmbræðslu, hina fuh komnustu sem fundizt hefir Austurlöndum frá þeim tíma Mátti sjá, að þetta hafði verið tai inn mikilvægur staður á sinni tíð því að hann var umgirtur háum virkisgarði með þreföldu hliði. Þarna stendur jafnan vindstroka norðan úr dalnum, og með hugvit samlegum útbúnaði höfðu menn notað vindinn til þess að blása i eldana. Glueck taldi þetta mann virki vera frá 10. öld f. K. og svo mikið fannst honum til um það, að hanri gaf því nafnið „Pittsburgh i Palestínu“ Sá sem átti námurnai uppi í dalnum, hefir einnig átt þessa málmbræðslu, og hér sést, að auk alls annars, sem Salómon kon- ungi hefir verið talið til frægðai hefur hann verið „koparkonung- ur“ síns tíma. Reyksíur þær, sem nú er farið að nota í sígarettum, eru ekki fullnægj- andi sem vörn gegn krabbameini. Dr. E. L. Wynder við Sloan-Kettering Institute í New York hefir nýlega lát- ið svo um mælt, að nauðsynlegt muni verða að setja sérstök lög um reyk- síur, þannig að öruggt sé að þær nái úr reyknum 40% af nikótín og tjöru. að minnsta ko»tL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.