Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 12
44
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
kærasta „huapala“, en það þýðir
þroskað aldin. Það var rétt lýsing á
Pinao.
Walker hafði eignazt hana, en henni
hafði aldrei geðjast að honum. Auð-
vitað hafði hún verið montin af því að
vera kona hins hvíta kaupmanns, að
mega fara í búðina og taka hvað sem
hana lysti og strá út gjöfum og halda
sér til — en það var aðeins í byrjun.
Sá tími varð skammvinnur.
Teroki var sonur höfðingjans á eynni,
og það er auðvelt að gera sér í hugar-
lund hvað skeði þegar Pinao tók sam-
an við mann, sem hann fyrirleit og dró
dár að.
Eg sá hvernig komið var, og allir
vissu um þetta. Verslunin var í kalda-
koli. Það borgaði sig varla að koma
þarna við. Walker greiddi mér í pen-
ingum þær vörur, sem hann fekk hja
mér, líklega þeim peningum sem hann
hafði erft eftir fyrri konuna.
Eg talaði ekki mikið um Pinao við
hann, en eg sagði honum, að ef hann
væri ekki vel á verði, þá mundi hún
brátt fylla húsið af vinum sínum og
ættingjum.
„Eg ætla að vera varkár", sagði hann
og aftur sá eg þennan einkennilega svip
í augum hans, hvorki birtu né líf,
heldur eitthvað sem mest líktist fljúg-
andi skugga.
Skömmu seinna rak að því sem
verða vildi. Teroki tók konuna af
honum. Hann hæddi Walker opinber-
lega og allir hæddu hann. Hvíti mað-
urinn var ekki annað en vindbelgur.
Það var engin „mana“ í honum. Hann
gat ekki gert konu sinni til geðs, hann
gat ekki fullnægt henni, og þess vegna
átti hann ekki skilið að eiga hana.
Og eftir að þau Teroki og Pinao voru
farin að búa saman, fór Teroki í búð-
ina og heimtaði með sjálfskyldu allar
þær vörur, er þau þurftu á að halda.
„Eg borga þetta einhvern tíma“,
sagði hann og glotti.
Þegar rigningatímanum lauk .og
staðvindurinn kom og lék hóglega á
ströndinni fyrir framan búð Walkers,
kom einhver ný ókyrrð í hann. Fyrst
í stað heldu eyarskeggjar að hann væri
orðinn geggjaður. Þeir vissu ekki, að
„mana“ hans var nú að koma fram 1
honum.
I Kína, Japan og víðar hafa menn
gaman að flugdrekum. Walker hlýtur
að hafa leikið sér að flugdrekum þegar
hann var drengur í Sydney.
En á Lipelipe vissu menn ekki hvað
flugdreki var.
Walker smiðaði einn handa sér. Það
var ekki kassaflugdreki, heldur einn
af þessum gömlu, flötu. Hann hafði
bambus í grindina og strengdi mússu-
lín yfir. Svo setti hann á hann langan
hala, skreyttan bréfsnipsum og með
dúsk á endanum.
Hann fór að reyna drekann snemma
á morgnana, áður en eyarskeggjar
komu á fætur. Fyrst í stað missti hann
drekann oft í sjóinn, en að lokum tókst
honum að fullkomna hann svo, að
hann hafði vald á honum, og eftir það
fór hann að leika sér að honum á hvaða
tíma dags sem var.
Menn hættu að tala um að hann
væri geggjaður. Menn urðu óttaslegnir
er þeir sáu drekann hefjast hátt á loft
og sveima þar eins og fugl.
Það er fyrir sálfræðinga að skera
úr því hvort nokkurt samband var á
milli flugdrekans og þess er á eftir
kom. Eg held að Walker hafi fundið
upp á þessu með flugdrekann til þess
að endurreisa álit sitt, sýna að hann
ætti „mana“.
Þegar hann sá hvernig fólk þyrptist
saman í hópa til þess að horfa á flug-
drekann, kom honum nýtt í hug. Hann
minntist þess að þegar hann var strák-
ur, þá hafði hann sent „skeyti“ upp til
drekans — rellumynduð pappírshjól
með gati í miðju, þar sem strengurinn
var þræddur í gegn um. Þegar vind-
urinn náði í þessar pappirsrellur.
þeyttust þær með miklum hvin upp
eftir strengnum og alveg upp að flug-
drekanum, eins og þær væri lifandi.
Þegar hann tók upp á þessu fekk
hann nafnið „Maðurinn, sem talar við
vindinn“, og undir því nafni gengur
hann enn þar á eynni, því að hann er
orðinn þar nafntogaður maður. Og ef
þjóðtrú og þjóðsiðir haldast þar enn
um skeið, þá mun hann verða þar að
yfirnáttúrlegri veru.
Eitt af því, sem þau hjónaleysin
Teruki og Pinao höfðu haft út úr
Walker, var steinolíulampi, og það
mátti sjá ljós í kofa þeirra á hverju
kvöldi, ef þau drógu ekki strádýnur
fyrir dyrnar.
Teroki var gjörfulegur maður á velli,
en ekkert gáfnaljós, enda þótt hann
væri höfðingjasonur. Það getur verið
að undir niðri hafi hann verið orð-
inn hræddur við Walker, en lagt allt
kapp á að láta ekki á því bera. En
Pinao var dauðhrædd, enda vissi hún
sök upp á sig.
„Hann talar við vindinn“, hvislaði
hún að Teroki. „Hann er fjölkunnugur.
Þú mátt aldrei biðja hann um neitt
framar. Eg er frávita af hræðslu.“
Teroki dæsti.
„Eg er ekki hræddur", sagði hann.
„Hann er hræddur við mig. Komdu,
við skulum fara niður í búðina“.
Myrkrið var að skella á. Walker var
hættur flugæfingunum og það var ljós
í búðinni hjá honum. Nú komu fáir
þangað. Menn voru hræddir við
„mana“ hans. Eitthvað dularfullt lagð-
ist yfir eyna á hverju kvöldi þegar
menn fóru að tala í hálfum hljóðum
um þennan auðvirðilega mann, sem allt
í einu hafði orðið stór, vegna þess að
hann gat talað við vindinn.
Teroki rétti honum tóma dollu.
„Láttu olíu á þetta“, sagði hann.
Walker sagði ekkert, en undir-
straumurinn innra með honum gerði
eitthvað vart við sig og kom fram í
grágrænum augunum. Hann tók við
dollunni og barmafyllti hana úr ein-
hverjum dunki.
„Þetta er í seinasta skipti að þú færð
olíu hjá mér“, sagði hann.
Teroki hló hæðnislega og gekk út.
Það fór ískaldur hrollur um Pinao er
hún heyrði að Walker hló líka. Þetta
var í fyrsta sinn sem hún hafði heyrt
hann hlæa, siðan hún skildi við hann.
„Hann hefir illt í huga gagnvart
okkur“, sagði hún við Teroki.
„Hann lét okkur þó fá olíuna“, sagði
Teroki. „Hann hefir alltaf heimskur
verið og nú er hann orðinn geggjaður,
það er allt og sumt. Við skulum fara
heim og kveikja á lampanum".
Þetta var svo sem ekki vandaður
lampi. Pinao hafði heldur ekkert hugs-
að um að halda honum hreinum, eða
jafna kveikinn. Hún varð að taka gias-
ið af til þess að geta kveikt.
Kofinn hans Teruki var búinn til
úr timbri, pálmablöðum og grasi og
því eldfimur. Lampinn blossaði upp.
Pinao rak upp neyð^róp og Teruki
rak upp öskur. Svo varð sprenging í
dollunni og kofinn stóð í björtu bali.
Enginn þorði þar nærri að koma.
Menn skildu ekki hvað skeð hafði.
Þeir þekktu ekki benzín. Þeir vissu
það eitt að sviðin líkin voru af þeim
Pinao og Teruki. Þeir töluðu eitthvað
um hvíta manninn og „mana“ hans.
Maðurinn sem talaði við vindinn var
seinn til vandræða, en hefnd hans var
grimmileg er hún kom fram.
Walker fór til Sydney og þar var