Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Síða 14
/
46
spurning: Getur mannkynið hald-
ist þar við?
Ekki get eg svarað því, en eg
veit að bæði stjórnmálamenn og
almenningur gefa þessu máli ekki
nægan gaum.
Athugið aðeins hve miklu af fé
almennings hefir verið eytt sein-
ustu 18 árin til vís'inda og tækni-
legra rannsókna. Hver hefir verið
tilgangurinn með þessari eyðslu?
Um 99% af þessu fé hefir gengið til
þess að finna upp æ öflugri aðferð-
ir til múgmorða. "
Ef dæma má eftir framferði stór-
veldanna, og þess almenningsálits
sem styður gerðir þeirra, þá virðist
það vera einkenni mannskepnunn-
ar að hafa meiri áhuga fyrir því
að drepa óvini sína, heldur en að
halda lífinu í sér sjálfri.
Eg veit að flestir munu mót-
mæla þessu og segja að það sé róg-
ur um mannkynið. Eg mun svara
því, að vér verðum að dæma menn
eftir verkum þeirra, og prófsteinn-
inn á innsta eðli mannsins sé það
hvernig hann álítur heppilegt að
verja fé sínu.
Og sé nú þessi mælikvarði lagð-
ur á gerðir mannanna síðan kjarn-
orkan var beizluð, þá gefur hann
mjög sorglega mynd af hvötum og
fyrirætlunum mannkynsins.
Ef mannkynið á að lifa af þessa
nýu öld vísinda og tækni, þá verða
bæði ríkisstjórnir og almenningur
að leggja meira kapp á og meta
meira önnur verkefni en þau, er
fram til þessa hafa þótt mikilverð-
,ust.
Hverjir eru þeir menn, sem vér
metum mest í Englandi? Því er
auðvelt að svara. Berið saman
hæðinr á minnismerki Nelsons
annarr egar og þeirra Shakes-
peare, Newtons og Darwins hins
vegar. Munurinn á þeim mun
nákvæmlega sýna yður muninn á
því hve miklu meira kapp vér leggj
-um á að útrýma óvinum vorum,
• i
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
heldur en vinna þau verk, sem öllu
mannkyni geta orðið til blessunar.
En þetta er ekki neitt sérstakt
einkenni á Bretum. Þetta er inn-
ræti mannkynsins sem vér höfum
því miður tekið í arf frá villimönn-
unum feðrum vorum.
Þekking er máttur, en það er
máttur til að gera illt ekki síður
en gott. Með hverri framför í vís-
indalegri þekkingu eykst máttur
mannkynsins jafnt til þess að gera
illt, eins og að gera gott.
Hin þýðingarmesta spurning,
sem tækni nútímans leggur því
fyrir oss, er ekki sú „hvort mað-
urinn geti byggt aðra hnetti“,
heldur „hvort hann getur haldið
áfram að byggja sína eigin jörð“?
Eg held að hægt sé að fá ánægju-
legt svar við þeirri spurningu, ef
vér venjum oss á að hugsa um hag
alls mannkyns, í stað þess að hugsa
um hag sérstakrar þjóðar. Þetta er
erfitt, en ef til vill ætti það ekki
að verða erfiðara en að skapa
kj arnorkuvísindin.
Þetta er ekki svartsýni. Sið-
menningu hefir stöðugt verið að
fara fram í heiminum. Vér seljum
nú ekki mannætum lengur for-
eldra vora þegar þeir eru orðnir
hrumir af elli. Vér færum ekki
mannfórnir eins og Aztekarnir
gömlu gerðu. Nú rís Bretum hugur
við því að hengja afbrotamenn, en
áður þótti það góð skemmtan.
Eg held að það sé ekki óhugsandi
að stjórnir Austurs og Vesturs
muni komast að þeirri niðurstöðu
að fjandskapur þeirra sé sjálfs-
morð, og að þær taki höndum
saman um að gera vísindin að þjón
alls mannkyns, í stað þess að láta
þau verða að sjálfsmorðsvopni í
höndum geðbrjálaöra manna. Eg
held, að hvorki stjórnmálamenn-
irnir né almenningur hafi enn gert
sér neina grein fyrir því hve
dæmalaus velfarnaður blasir við
mannkyninu, ef það tekur saman
höndum, í stað þess að þjóðirnar
séu að reyna að ná sér niðri á
þeim, sem þær hata.
Hér er um siðfræði að ræða,
sem aðeins er ný vegna þess, að
eftir henni hefir ekki verið farið.
Þetta er aldagömul hugsjón. Hún
hefir verið boðuð um ótaldar aldir
bæði af vitringum og trúarbragða-
höfundum, sem urðu mikils metnir
eftir að þeim var styttur aldur.
Þótt það sé engin vissa, þá vona
eg að mannkynið muni unna sjálfu
sér velfarnaðar, jafnvel þótt það
kosti það að velfarnaðurinn nái
líka til þeirra þjóða, er vér höfum
áður hatað.
Ef menn gera þetta, þá munu
vísindin skapa hér nýa gullöld. En
fari á hinn veginn, þá mun aukin
þekking aðeins verða til þess að
flýta fyrir endanlegu skapadægri
mannkynsins.
VEIZTU ÞETTA?
I J A P A N eru börnin talin árgömul
þegar þau fæðast.
----o----
Kínverskur prestur lét neglur sínar
vaxa í 27 ár og voru þær þá orðnar
22% þumlungar á lenga.
----o----
Á minningartöflu um Sir Christopher
Wren í St. Páls-kirkjunni í Lundún-
um, stendur: „Ef þér viljið sjá minnis-
merki hans, þá lítið í kring um yður“.
— Hann var yfirsmiður kirkjunnar.
-----------------o----
Kona nokkur í París, frú de la
Bresse, andaðist 1876, og hafði hún lagt
svo fyrir í erfðaskrá sinni að 125.000
frankar af eignum sínum skyldu lagðir
í sjóð, og úr þeim sjóði veitt fé til þess
að kaupa klæðnað á snjókarla og snjó-
kerlingar. Þótti henni ósæmilegt að
þau væri allsnakin á almannafæri.
Ættingjar hennar vildu fá þessu
ákvæði riftað vegna þess að hún hefði
verið „rugluð í kollinum“ en dómstóll
úrskurðaði að erfðaskráin væri gild.
-----------------o----
Jan III. Sonieski konungur í Póllandi
á 17. öld, var fæddur 17. júní. Hann
vár krýndur 17. júní, giftist 17. júni
og dó 17. júní.