Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 hefir unnið með prófessor Burr, heldur því fram, að við dauða lífs- heildarinnar, hverfi aflstöðin inn í heim, sem ekki er efnislegur — þaðan sem hún eitt sinn kom, ogþar lifi hún áfram og haldi krafti sín- um. Ennfremur heldur prófessor Strömberg því fram, að meðvitund lífsheildarinnar — sjálfið — haldi sinni aflstöð með fullum styrkleika og sennilegt er, að meðvitund sjálfs -íns, utan hins efnislega heims, finni heim Ijóss og lita, en án segul- magnaðra sveifla, sem veldur því, að við í þriggja-vídda-heimi skynj- um þessar staðreyndir sem efni. í vísindum og hugsun framtíðar- innar mun verða lögð áherzla á hið trúarlega Dr. Paul Goos, sem í fyrrnefndri grein um trúarbragða-heimspeki í ljósi nýrri náttúruvísindalegra staðreynda, lætur í ljós mikinn áhuga á kenningunni um aflstöð- ina, færir sönnur á, í stuttu mali, að hin augljósa andstaða sem ríkti milli trúar og vísinda. þar til að- skilnaður átti sér stað á milli hinn- ar raunsæju og efnislegu heims- myndar, sem var afleiðing af viður- kenningu á hinni nýju kenningu Einsteins, hafi verið fyrirbæri sem stríddi á móti náttúrunni. Á miðöldum var trúarhneigð vestrænna þjóða all-vel þroskuð og guðfræðin, sem mótaði trúna, var í samræmi við þátíðar vísindi eða skoðun manna á alheiminum. Þeg- ar vísindin tóku framförum, og breyttu allri heimsmyndinni, fylgd -ist guðfræðin ekki með, og afleið- ingin varð sú, að meirihluti allra sjálfstætt hugsandi manna, í lok efnis-aldarinnar, eru að því er virð- ist, orðnir trúlausir. En það er að- eins að því er virðist, því að hin trúarlega skynjun hjá manninum er undirstöðuatriði hugarfars okk- ar, og mun ávallt vera áhrifamikil. Hinn trúarlegi skilningur er á ný vaknaður, og í skýrari mynd, en nokkru sinni fyrr, segir Dr. Goos. Einn af mestu stjörnueðlisfræðing- um hefir lýst yfir því opinberlega, að því dýpra sem hann skyggnist í Alheiminn, því skýrari verður hann honum sem hugsun, en ekki efni. En h.ugsun gerir ráð fyrir „einhverju“ sem hugsar — Guði. Táknræn eru líka ummæli hins heimsfræga einda-eðlisfræðings prófessors Jordans í fyrra, í fyrir- lestri sem hann flutti í Hamborg, þar sem hann tjáði það sem sína skoðun, að í sambandi við fram- tíðarvísindi og hugsun, myndi og hlyti að verða lögð áherzla á hið trúarlega. Tage Eskestad. (Þorvaldur Árnason þýddi) Molar Það var á herskipi. Ungur sjóliðs- foringi átti að reikna út hvar skipið væri statt. Hann gerði það og tilkynnti: „Á 46. stigi austurlengdar". „Ágætt“, sagði skipherrann. „Taktu ofan!“ Unga manninum brá en hann hlýddi. Eftir tvær eða þrjár mínútur mælti skipherrann: „Nú geturðu sett upp húfuna aftur“. „Má eg spyrja hvað skipunin átti að þýða?“ spurði ungi maðurinn. „Velkomið“, sagði skipherra. „Sam- kvæmt útreikningi þínum vorum við þá staddir inn í miðri Notre Dame dóm- kirkjunni". ---o---- Pabbi kom heim og spurði hvar son- urinn væri. Eg rak hann í rúmið vegna þess að hann blótaði, sagði mamma. — Eg skal, svei mér, kenna honum að blóta, sagði pabbi og rauk upp stig- ann. En í óðagotinu rak hann tærnar í og krossbölvaði. — Þú þarft ekki að fara lengra, kallaði mamma þá. Þetta er alveg nóg kennsla í bráðina. / ---o---- Það átti að leika „King Lear“ og leik- stjórinn krafðist þess að fjórir leik- Geislavirk efni vofa yfir oss VEGNA hinna mörgu kjarnasprengju- tilrauna Rússa að undanförnu, hefir geislamagn í loftinu aukizt stórkost- lega. Halda menn jafnvel að Rússar hafi tilkynnt að þeir væri hættir við kjarnasprengjutilraunir, vegna þess að þeir væri orðnir hræddir við afleið- ingarnar. Það er aðallega hið hættu- lega „strontium 90“ sem aukizt hefir mjög í andrúmsloftinu og það er aðeins lítill hluti af þessu efni, sem vart verður við skömmu eftir spreng- ingar. Meginhluti þess berst upp í „stratos“-beltið, þjappast þar saman og rignir svo smám saman yfir jörðina. Þarna uppi í háloftunum, eða í 40 þús. feta hæð, berst það fram og aft- ur, en leitar þó norður á bóginn, eða heldur sig mest yfir norðurhluta temnr- aða beltisins. Þetta segir Lester Machta, sérfræðingur bandarísku veð- urstofnunarinnar í þessum efnum. — Hann segir að „strontium 90“ vofi yfir þeim sem búa á norðurhveli jarðar, og svo mikið sé af því þar, að það verði mörg ár að falla til jarðar. Hann segir að minna beri á þessu hitabeltinu. Fyrir oss norðurbyggja eru þetta engin gleðitíðindi, því að samkvæmt þessu má búast við að geislamagn and- rúmsloftsins aukist jafnt og þétt á næstu árum, enda þótt ekki verði gerð- ar fleiri kjarnorkutilraunir. endur væri í fatagörmum. En slíkur fatnaður var ekki til í leikhúsinu. — Saumakonan tók þá að sér að brevta fötum í garma. Hún klippti og bæt.ti og stagaði og litaði seinast. Þetta tókst ágætlega. Garmarnir voru svo lagðir á gólfið til þerris. Morguninn eftir voru þeir horfnir. Þvottakonan hafði haldið að þetta væri ónýtar tuskur, og fleygt þeim í ofninn. ----o---- Kona kom til framfærslufulltrúans og vildi fá styrk fyrir sig og 13 börn sín. —Það er ekki hægt, sagði hann, þér segið að maðurinn hafi hlaupizt frá yður fyrir tíu árum, en átta af þess- um börnum eru yngri en tíu ára. — Það er satt, sagði konan, en það er vegna þess að Kalli kemur við og við heim til að biðja fyrirgefningar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.