Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 274 Sjórinn etur England BRIMIÐ við strendur og kletta Englands gnagar landið látlaust, og bráðum verður svo komið, að íbú- arnir munu sjá mun á landinu, að það verður minna og minna með árí hverju. Jarðfræðingum telst svo til, að fari svo fram í þúsund ár enn og ekkert verði að gert. þá muni sjórinn hafa skolað burt öllu ingu! Síðan hefir fólkið reynt að bæta þetta upp, með því að safna steinabrotum úr klettinum og selja þá ferðamönnum sem minjagripi. Og það vildi nú svo vel til að fjöldi ferðamanna var hjá þeim, hafði komið þangað til þess að horfa á hinn stórkostlega atburð en ekki fengið að sjá neitt né heyra. Það vai þó bót í máli að geta komið heim með stein úr óhappaklettin- um, sem sprengdur var! í Vancouver-borg, sem var tíu sinnum lengra frá sprengistaðnum, urðu vonbrigðin auðvitað enn meiri. Skömmu eftir að sprengingin var um garð gengin, gerði gríðarlega mikla skúr. Menn gátu þess til, að þetta væri sjávarvatnið, sem sprengingin hefði þyrlað í loft upp, og felli nú til jarðar aftur. Þannig fór þá um þessa mestu sprengingu, sem gerð hefir verið á jörðinni, þegar undan teknar eru kjarnasprengingar. Húr. varð ekki jafn mikilfengleg og menn höfðu búist við. En hún hafði tekist vel. Kollamir tveir, sem verið höfðu á klettinum, möluðust sundur við sprenginguna, og nú er kletturinn svo lágur og djúpt á honum, aö hann verður ekki skipum að grandi. En fyrirtækið var nokkuð dýrt, það kostaði 3.200.000 dollara. Englandi og Wales, nema hvað nokkrar eyar muni standa eftir, þar sem nú eru Penninefjöllin og fjöllin í Wales. Miskunnarlaust sverfur brimið landið, og á einni öld hefir það gleypt stærra landsvæði en Countv of London er. Fyrir 60 árum stóð á landabréf- inu nafnið Wilsthorpe á þorpi nokkru fyrir sunnan Bridlington. Árið 1905 hafði sjórinn skolað burt seinasta húsinu í þessu þorpi og ekkert sást eftir af því, nema nafn- ið á landabréfinu. Sömu leið fóru þorpin Auburn og Hartburn, sem voru skammt þaðan. Á þessum hluta strandarinnar hefir sjórinn gengið 5,6 km á land síðan á dögum Rómverja og etið þarna í sig 3 milljónir tonna af frjómold á hverjum hundrað ár- um. Og enn heldur hann áfram. Hornsea, Withernsea, Aldbrough, Rowlestone, Mappleton og Spun eru komin á heljarþröm. Hjá Horn- sea etur sjórinn t. d. á hverju ári 4—5 metra af góðu landi. Hjá Whitby, sem er norðar, hef- ir sjórinn tekið gamla veginn, sem lá til Sandsend, svo að þar hefir orðið að setja girðingar, svo að menn villist ekki inn á hann. Hjá austurgarði hafnarinnar hefir hálf- ur vegurinn hrapað fyrir björg, sem þar eru. Héruðin Suffolk og Norfolk hafa farið minnkandi. Suffolk hefir þegar misst fjögur þorp í sióinn, og upphaflega byggðin í Skegness er nú á sjávarbotni. Hjá Cromer hafa að minnsta kosti 3 km. af strandlengjunni farið í sjóinn síð- an staðurinn fekk nafn sitt. Ekki er betra á vesturströndinni Úti fyrir ströndum Cornish og Cheshire má enn sjá leifar skóga á sjávarbotni, er áður höfðu staðið á ströndinni, og það er vitað að einu sinni var fast land milli Lands End og Scilly-eya, gott og frjóv- samt land. Eyarnar eru ekki annað en toppar fjalla, sem voru á því landi. Leirurnar við ósa Severn voru áður þurrt land, en sjórinn tók það. Og einu sinni voru strend- ur Wales allt öðru vísi en þær eru nú sýndar á landabréfi. Það er enginn hægðarleikur að stöðva þennan miskunnarlausa ágang sjávarins. Kraítur brimsins getur verið svo mikill, að þungi þess nemi þremur tonnum á hvert ferfet af landi. Slíkar hamfarir er ekki auðvelt að stöðva enda eru þess dæmi að brimið hefir tekið 2500 tonna þung steinsteypubjörg og borið þau burt. Á hverju hausti þegar stormar koma og sjó'tekur að stæra, verða íbúar hundraða þorpa á austur- ströndinni gripnir ótta, og marpir flýa þá heimili sín, vegna þess að þau eru komin fremst á klettanaf- ir, sem sjórinn er að brjóta. Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á vesturströndinni, þvi að á sumum stöðum þar hefir land risið að nýu. Seinustu fjórar ald- irnar hafa rúmlega 250 fermílur (enskar) lands náðst þar aftur úr greipum sjávarins. En þetta kostar mikið. Varnargarða verður að gera þar sem hættan er mest og þetr kosta 8000 sterlingspund á mílu, og 800 stpd. í viðhaldskostnað á ári. Þannig hafa verkfræðingar fundið ráð til þess að hefta hervirki sjáv- arins, þar sem brimið er ekki of öflugt. Síðan á miðöldum hafa tug- ir þorpa og borga farið í sjóinn, en mörgum hafa verkfræðingarnir líka bjargað. Af leirum og árframburði í Essex hefir miklu landi verið bjargað með því að gróðursetja þar marhálm. Þessi gróður er framúrskarandi í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.