Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 277 Áhrif veðráttunnar á líðan manna og skap í TÍMARITINU „Life and Health“ birtist nýlega grein um þetta efni eftir dr. A. Mills við háskólann í Cincinnati, og þar sem hér er um mál að ræða er snertir alla, þá er birtur útdráttur úr greininni. o—O—o Veðrabrigði hafa miklu meiri þýðingu fyrir fólk í sveitum, held- ur en í stórborgunum, og þarf ekki að minna á annað en það, að börn í sveitum geta orðið holdvot frá hvirfli til ilja og verða að vaða í aur og bleytu. En sveitarbörnin verða líka vör við annað, sem fer fram hjá borgabörnunum. Þau taka eftir því að veðrabrigðin hafa mik- il áhrif á skepnurnar, hesta, hunda, hæns og kýr og ketti. Skepnurnar verða oft eins og eirðarlausar og geðillar þegar lægðir og stormar fara yfir. Þótt þetta sé í eðli sínu meinleysisskepnur, geta þær gjör- breyzt svo, að þær hafi allt illt á hornum sér. Hvernig stendur nú á því að veðrabrigðin hafa þessi áhrif á skepnur — og menn? Við skulum taka mjög einfalt dæmi til skýringar. Hálffylltu stóra skál með vatni, taktu svo njarðar- vött, kreistu hann vel saman og dýfðu honum þannig ofan í vatnið. Þá sérðu að hann sýgur ótrúlega mikið af vatni í sig. Kreistu hann svo niðri í skálinni aftur og þá skilar hann vatninu aftur svo að hækkar í skálinni. Svipað þessu skeður í mannleg- um líkama þegar snögg veðrabrigði verða. Vatnið, sem er í holinu og innýflunum sogast út undir hör- undið þegar djúp lægð er á ferð- inni. Svo mikil brögð geta orðið að þessu, að fótleggir manns gildni um þumlung á einum sólarhring. Vegna þessa sækir á þá þorsti og dæmi eru um að menn hafi drukk- ið svo mikið vegna þessa, að þeir hafi þyngzt um 5 pund. Mönnum þykir óþægilegt þegar hörundið þrútnar svona mikið. En verst er þó, að vatnið leitar líka til heilans, og þar sem höfuðkúpan varnar því að hann geti þrútnað, þá veldur þetta aðstreymi vatns þrengslum og heftir með því blóð- rásina til heilans. Þess vegna er það, að þegar loftvogin fellur, þá veitist mönnum erfiðara að hugsa, og verða jafnvel úrræðalausir og uppstökkir. Það er á slíkum stund- um sem sjálfsmorð eru langtíðust. Þá ber og mest á höfuðverk og yfirliðum hjá þeim, sem vangæfir eru. Og það er á slíkum stundum að kennarar fagna því að losna úr skóla. því að þar hefir allt gengið á tréfótum. Við slík veðrabrigði ágerist og kvef, hálsbólga og lungnabólga, bæði vegna veðrabrigðanna og eins halda menn að það stafi af því að öndunarfærin sé þá þrútin af að- streymi vatns úr líkamanum. Sama máli getur verið að gegna um snögga botnlangabólgu. Magasár versna og oft og taka að blæða. Og gigtveikt fólk er svo næmt á þessar veðrabreytingar að það er oft miklu áreiðanlegra í veðurspádóm- um sínum heldur en beztu veður- fræðingar. Annars er rétt að taka það fram, að menn eru mjög 'mis- jafnlega næmir á veðrabrigðin. Allir hafa tekið eftir því, að þeir eru misjafnlega „upplagðir“. Stundum er eins og allt liggi opið fyrir mönnum og allt leiki í hönd- unum á þeim. Það er því að þakka, að þá er hæfilega mikið aðstreymi af blóði til heilans. Sumir eigna þetta fersku lofti, og það er heldur ekki fjarri lagi. Þegar lægðir nálgast mynda þær hringstraum af lofti með jörðu fram. Þetta er „dautt“ loft, mengað af ryki sem stormurinn sópar með sér. En þeg- ar hæð er, streymir ferskt loft úr hærri loftlögum til jarðar og veitir þægilega hressingu. Það getur verið, að þeir dagar komi, að í öllum skólum, sjúkra- húsum, skrifstofum og jafnvel heimilum, verði tæki til þess að halda loftinu ávallt fersku, og þá mun mönnum líða betur. En á meðan því er ekki að heilsa, er bezta ráðið að reyna að sætta sig við veðrabrigðin og taka þeim skynsamlega. Þér hefir ef til vill dottið eitt- hvað gott í hug í gær, en í dag finnst þér ekkert um það. Ef svo er, skaltu líta á loftþyngdarmæl- inn og vita hvort þú getur ekki fengið þar skýringuna á þessu Ef þú ert óvenjulega niðurdreginn og allir sem þú umgengst eru upn- stökkir og leiðinlegir, þá skaltu athuga hvort þetta er ekki allt veðrabrigðum að kenna. Þér er ekki unnt að breyta veðr- tnu, en þú getur lært að haga þér eftir því. Það er alkunna um allan heim, að veðrið hefir ótrúlega mik- il áhrif á skaplyndi manna. Þú getur lært að taka mark á þessu. Ef allt er öndvert og leiðinlegt og allir í slæmu skapi, þá er þér óhætt að skella skuldinni á veðrið, og sætta þig við það að bráðum hlýtur að batna. Það kemur þráfaldlega fyrir að foreldrar ráða ekkert við börn sin vegna þess hvað þau eru uppstökk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.