Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 271 barði mér til hita og beið þess að hún stigi á skíðin. „Þakka yður fyrir“, sagði hún og eg fann að hún lagði höndina á öxl mér. Eg kveið ekkert fyrir því að verða að fara út aftur þó dimmt væri. L jós- kerið mitt var í góðu lagi og eg hlakk- aði blátt áfram til þess að geta hjálp- að þessari tápmiklu konu og orðið nauðstöddum að liði. Þegar eg átti skammt ófarið til kof- ans, tók eg eftir því að hún stóð ekki lengur á skíðunum aftan við mig. Mér hnykkti ónotalega við og eg kallaði eins hátt og eg gat. En eg fekk ekkert svar, nema bergmál frá fjöllunum. Eg flýtti mér heim í kofann og eg var mjög skjálfhend þegar eg var að kveikja á Ijóskerinu. Svo rauk eg fram í eldhús, greip þar rommfleyg og stakk í vasa minn. Ljóskerið festi eg v'ð beltið og svo rauk eg út i myrkrið og kuldann. Þegar eg kom á staðinn, þar sem eg hafði hitt konuna, svipaðist eg um eft- ir henni, en hana var þverg' að sjá. Eg fór að athuga slóðina eftir hana, en gat ekki séð nein spor. Eg kallaðj og kallaði, þangað til eg var orðin rám. Svo helt eg áfram. Tunglið kom upp, og þá tók eg eftir þvi, að eg hafði gengið mikið lengra en eg bjóst við. Eg sneri því aítur heim á leið og hlakkaði til að komast í hlýuna í kofanum. Eg var orðin þreytt og sljó og hætt að hugsa um manninn, sem konan sagði mér frá. Þá heyrði eg rödd og var þá sem eg vaknaði af draumi. Eg renndi mér hratt niður brekkuna og sá þá í tungls- ljósinu hvar maður lá. Hann var að kalla veikri rödd og tala eitthvað við sjálfan sig. Eg lyfti upp höfði hans og bar romm- fleyginn að munni hans. Hann svolgr- aði það í sig. Síðan neri eg hendur hans og andlit með snjó og nuggaði fótleggi hans og arma. Og eftir nokkra stund gat hann risið á fætur. Við höfðum ekki talað orð saman. Eg hugsaði um það eitt að ná þessum manni úr heljar greipum. Hann var enn með skíðin sín. Við lögðum svo á stað og eg studdi hann. Okkur miðaði hægt upp brekkuna. En þegar heim undir kofann kom, hneig hann niður. Mér varð ekki um sel og grátandi og biðjandi tosaði eg honum inn í kofann. Þar stumraði eg yfir hon- um og kom honum í rúmið. Eg var mjög þreytt, en aamt var eg ailtal að hugsa um konuna, sem nú var ein úti í kuldanum. Eg þóttist vita að nún mundi ekki lifa af þessa köldu nótt. Maðurinn svaf í nær tvo sólarhringa Þegar hann vaknaði horfði hann undr- andi í kring um sig og sagði ekkert langa hríð. Svo mælti hann veikum rómi: „Þakka yður fyrir að bjarga lifi minu“. „Eg vildi að eg hefði getað gert meira fyrir yður. Eruð ér ekki Al- fredo?“ spurði eg. Hann virtist ekkert hissa á þvi að eg skyldi vita nafn sitt. Hann kinkaði aðeins kolli. Nú varð eg að segja honum upp alla sögu. Eg varð að segja honum Irá því að eg hefði hitt konu hans, og misst af henni aftur. Hann starði á mig galopnum aug- um, þar til eg fór að verða hrædd. Eg bað hann því að vera rólegan og taka sér þetta ekki nærri. Þá sneri hann sér upp að vegg og grét ofsalega. Mér var um megn að hugga hann, svo eg gekk út. Þar sat eg lengi og var að hugsa um það sem fyrir hafði komið. Þegar eg kom inn aftur, sat hann við eldinn og horfði inn í logann. Han:i tók þegar til máls og var nú stilltur: „Það er kross gerður úr skíðum hérna neðan við fjallshlíðina. Þar gróf eg konu mína fyrir viku. Hun dó af kulda. Við vorum að flýa“ Svo var ekki meira sagt Við sátum þögul langa hríð. Við fundum bæði að dásamlegur atburður hafði gerzt — dásamlegur atburður, sem ekki er hægt að útskýra .... Eg starði út um gluggann. Hnígandi kvöldsól varpaði rauðgullinni slinju yfir hlíðar og tinda fjallanna. Hér ! faðmi hinnar eilífu fegurðar náttúr- unnar, hafði eg orðið vitni að óskiljan- legum krafti hins eilífa kærleika. Og eg fann til smæðar minnar. Öperusöngkonan Ernestine Schu- mann-Heink. var annáluð átvagl. Em- hverju sinni kom Caruso að henní i veitingasal, þar sem hún sat við hrok- aðan disk af steik. — Ekki læturðu þetta allt í þig? sagði hann forviða. — Jú, en eg er að bíða eftir kartöfl- unum. ^ ^ Gönguferðir ENGIN ferðalög eru jafn skemmtileg og gönguferðir. Þá njóta menn bezt náttúrufegurðar, og oft er hægt að sjá meira á 10 daga gönguferð, heldur en margra daga bílferðalagi. En þeir, sem fara í gönguferðir þurfa að kunna að búa sig að heiman. Hér eru nokkrar leiðbeiningar: Gangið aldrei mjög hratt, ekkert liggur á, og menn eiga aldrei að þreyta sig. Gangið aldrei meira en 50 mínút- ur i senn og hvílist svo 10 mínútur. M»-.rgir æfðir göngumenn hafa þann sið að taka af sér skóna í hvert sinn sem þeir hvíla sig. Það er ekki nauð- synlegt, en gott ráð er að losa um skóreimarnar í hvert sinn sem menn hvílast. Og, vel á minnst, reimið aldiei skóna fast, það er óhollt fyrir fæturnar. Þó mega gönguskórnir ekki vera of víðir, því að þá er hættara við að blöðrur komi á fæturnar. Veljið skó sem falla jafnt og vel að fætinum, eru með þykkum sólum, en láta þó vel undan, og gætið þess að bera vel á skóna, svo að leðrið sé alltaf mjúkt. Aldrei skyldi menn ganga á þröngum skóm með þunnum sólum. Gangið í ullarsokkum, þéttprjónuð- um, en þó eigi þykkum né svirguís- legum. Sokkarnir verða að falla vel að fætinum. Ef nokkur brot koma 1 þá, geta þau valdið blöðrum eða sárum. Það er góð regla að fara í hreina sokka á hverjum morgni. Til þess að þurfa ekki að bera of marga sokka með sér, ættu menn á hverju kvöldi að skola sokkana, sem þeir fara úr og ættu þeir að geta verið þurrir að morgni. Ef menn verða sárfættir, eða fá blöðrur á fætur, þá er gott ráð að strá „talkum“-dufti innan í sokkana, en á blöðrum skal stinga og hleypa úr þeim vatninu. Sumir smyrja tær, hæla og jarka með vaselini, aðrir smyrja góðri blautsápu innan í sokkana. Annars er það gott ráð að þvo sér reglulega um fæturnar úr saltvatni nokkra daga áð- ur en menn leggja upp í gönguferð; við það styrkist húðin og menn verða síður sárfættir. En meðan menn eru á gönguferð, ættu þeir að athuga fætur sína gaumgæflega á hverju kvöldi, og er þá gott að þvo þá fyrst úr heitu vatni og síðan úr köldu vatni. Göngumenn verða að vera vel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.