Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 279 Þegar þangað kom tók Cipriani prófessor þegar eftir því, að þar voru miklir sorphaugar, þar sem öllum úrgangi hafði verið fleygt öld eftir öld. Það hefir jafnan verið keppikefli fornfræðinga að komast í slíka sorphauga, því að í þeim geymast ótal upplýsingar um lifn- aðarháttu þeirra, er sorphaugana hafa hlaðið, um mataræði þeirra, matreiðslu, veiðar o. s. frv. Cipriani prófessor gróf í einn slíkan sorphaug, sem var 15 feta hár og 330 fet að ummáli, og fann þar margt fróðlegt. Efst í haugnum voru ýmsir grip* ir komnir frá Evrópu, sennilega úr skipum, sem strandað hafa við ey- arnar. Þar voru tóbakspípur, flöskubrot, byssukúlur og járnmol- ar. Þetta náði um sex þumlunga niður í hauginn og sýnir það, að haugurinn hefir ekki hækkað nema um eitt fet seinustu hundrað árin. Þar fyrir neðan hurfu þessir gripir alveg, en þar fundust þó tóbakspípur af annari gerð, búnar til úr krabbaklóm. Og þessar píp- ur voru alls staðar í haugnum, al- veg niður í botn. Sams konar pípur nota karlar og konur þarna á ey- unum enn í dag að reykja í þeira ilmandi blöð, sem þeir finna í frumskóginum. En haugurinn sýn- ir, að þeir hafa snemma komizt upp á að reykja. Um þrjú fet frá botni haugsins fundust elztu leirkerabrot, og sýndu að um það leyti höfðu Ong- es fyrst komizt upp a að gera leir- ker. Þar fyrir ofan var haugurinn tiltölulega laus í sér og mestmegn- is skeljabrot. En þar fyrir neðan var allt komið í harða hellu, vegna þess að þar var mikið af ösku. — Skeliarnar, sem fundust þar, voru sýnilega eldbornar og sýna að bá hafa Onges steikt skelfiskinn þann- ig, að láta skeljarnar beint á eldinn. En eftir að þeir fundu upp á því að gera sér leirker, hafa þeir opn- að skeljarnar og soðið skelfiskinn í pottum. Greftrunarsiðir hafa haldizt þarna óbreyttir framan úr forn- eskju. Það er venja að grafa dauð- an mann inni, undir fleti sínu. Seinna eru beinin svo tekin upp, hreinsuð og skreytt. Enn í dag ganga ekkjur með kjálkana af manni sínum í festi um hálsinn, til þess að sýna hve mjög hans er saknað. Eins og áður er getið eru Onges dvergar að vexti, en þeir samsvara sér mjög vel. Ekki ganga þeir í fötum, en þó er engu líkara en að margir þeirra sé klæddir í skraut- legan klæðnað, því að þeir eru hörundsflúraðir frá hvirfli til ilja. Er talsverður listarbragur á þessu flúri og margir litir bornir í. Lík- amar manna og kvenna eru alveg hárlausir, nema á höfðinu, þar vex um þumlungslangt hár. Sumir raka höfuð sitt, eða nokkurn hluta þess, og nota til þess tinnuflísar með hvössum eggjum. Mataræði er fábrotið. Þeir hafa aldrei komizt upp á að rækta neitt. Kjöt fá þeir að villisvínum sem munu vera afkomendur svína, er synt hafa 1 land einhvern tíma frá strönduðu skipi. Svínin eru nú skotin með örvum. Annars lifa þeir á fiski og skelfiski og ætijurtum, sem þeir finna í skógunum. Ekki hafa þeir enn lært að kveikja eld. Eldinn munu þeir upphaflega hafa handsamað þegar elding kveikti í timbri, og síðan hafa þeir haldið honum við. Það er heilög skylda kvennanna að vaka yfir eldinum og sjá um að hann deyi aldrei. GEF MÉR TRÚ Mér er hvimleitt myrkrið rauða, mannlegt ráð er ónóg hlíf. Guð, sem ræður gröf og dauða, gef mér trúna á annað líf. (Eirikur Einarsson frá Hæli) Vinnan búin ÞAÐ var hérna á árunum að bæar- stjórnarkosningar fóru fram í smáborg nokkurri í Tennessee í Bandaríkjun- um. Þar er mikið af Svertingjum, en aðeins einn þeirra kaus demókrata. En nú vildi svo til að demókratar sigruðu, og þegar nýa bæarstjórnin kom sam- an, þótti henni svo sem sjálfsagt að launa Svertingjanum fylgið. Og svo var sett upp ný stofnun, sem kallaðist götuhreinsun, en hafði ekki þekkst þar áður. Tveir menn skyldu ráðnir til þess -arar stofnunar, forstjóri og starfsmað- ur. Auðvitað fekk hvítur maður for- stjórastöðuna, en Svertinginn fekk hina í viðurkenningarskyni. Honum þótti vænt um þetta, því að hann helt, eins og svo margur annar, að opinberri stöðu fylgdi upphefð og há laun, en lítil vinna. Samt sem áður kom hann með skóflu með sér næsta mánudag, er hann kom til starfa. En forstjórinn leit allt öðrum aug- um á það en hann, hverjar skyldur hann hefði tekið á sig við bæarfélagið. Hann skipaði honum að hreinsa burt sorphauga, sem voru á almannafæri. Og meðan Svertinginn var að því, hafði forstjórinn uppgötvað marga aðra slíka sorphauga, sem hann áleit nauð- synlegt að koma burtu. Það var því komið undir kvöld er Svertinginn gat loksins kastað mestu mæðinni, rétt úr sér og skoðað blöðr- urnar, sem hann hafði fengið í lófana. Síðan þerraði hann svitann af enni sér og mælti við forstjórann: — Mér þætti gaman að vita hvort þú hefir ekkert annað að gera en segja mér fyrir verkum. — Néi, eg á ekkert annað að gera — aðeins sjá um að þi' hafir nóg að starfa. — Úr því að svo er, mælti Sverting- inn með hægð, þá gleður það þig sjálf- sagt að vita, að þú hefir ekkert að gera á morgun. STÆRÐ NEVTRÓNA VÍSINDAMENN hjá Stanford-háskól- anum hafa tilkynnt, að sér hafi tekizt að mæla stærð nevrónanna, sem eru ósýnilegar berum augum. Segja þeir að þær sé svo smáar, að væri þeim raðað saman, mundi þurfa 10 triljónir þeirra (10.000.000.000.000) til þess að fylla þumlung.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.