Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m Stsini Guðmundsson, Valdastöðumt Sögur Jóns í Hvammi JÓN ÞORLEIFSSON bjó í Hvammi í Kjós og andaðist þar um 1890. Ekki er mér kunnugt um ætt hans né uppruna. Áður en hann fluttist að Hvammi hafði hann bú- ið á tveimur jörðum, Fellsenda í Þingvallasveit og Eyum í Kjós. Man eg vel eftir honum meðan hann bjó í Hvammi. Hann var tal- inn greindur maður, nokkuð bráð- lyndur, en fljótur til sátta og mjög mannlundaður. Hann var ágætur nágranni, og stórgjöfuil, ef svo bar undir. Jón hafði mikið gaman af að segja ýmsar sögur, og snérust þær flestar um hann sjálfan, eða í sam- bandi við hann. En allt var þetta græskulaust gaman. Nokkrar sagn þessu skyni, því að hann breiðist út með feikna hraða, og hefir lang- ar rætur, sem fléttast saman og binda sand og leir svo óhagganlegt er. — En landspjöll sjávarins halda áfram jafnt og þétt á hverri klukkustund og hverjum degi Sjór- inn bryður strendur Englands og ógnar nú jafnvel hinum ágætu aKurlendum hjá Fenland. Þetta er áhyggjumál, því að engin örugg vörn er fundin. Fram að þessu hefir Bretland ráðið á höfunum. Það er náttúr- lega ágætt, en hitt er ekki minna um vert, að það ráði við sjóinn hjá sínum eigin ströndum, því að ann- ars kann að fara svo, að hann ráði niðurlögum Bretlands (Úr „Bristol Evening Bost“J ir hefi eg fest á blað, sem eg heyrði hafðar eftir honum, þegar eg vai ungur. Þó mun ýmislegt glatað aí því tagi. Skulu hér tilfærðar nokkr- ar sögur hans. Forustusauður Jóns Þegar Jón bjó í Fellsenda, átti hann nokkra sauði, þar á meðal svartan forustusauð. Um forustu- hæfileika Svarts, sagði Jón eftir- farandi sögu: Eitt sinn snemma vetrar gerði allmikinn snjó. Var Jón þá ekki farinn að gefa sauðunum, og voru þeir úti á Fremrahálsi, sem er fremsti bær í Kjós. Er töluvert löng bæarleið þar í milli. Áður en Jói fór að heiman til þess að sækja sauðina, mokaði hann upp brunn- inn á Fellsenda, sem íenntur var í kaf, en var aðalvatnsbólið þar þá. Taldi Jón tröppurnar áður en hann lagði á stað, en þær -eyndust vera 18 ofan að vatni. Segir ekki af ferð- um .Tóns fyr en hann leggur á stað aftur frá Fremrahálsi. Þegar hann kemur nokkuð þar austur fyrir reyndist snjórinn svo djúpur að sauðirnir haka ekki sem kallað er. Hvað haldið þið að Svartur geri þá? segir Jón er hann sagði frá þessum atburði. Jú, hann var ekki aldeilis ráðalaus, frekar en áður þegar á hann var treyst. Hann stingur sér undir fönnina og allur aópurinn á eftir; og auðvitað eg líka. En hvar haldið þið að Svartur komi svo upp? Einmitt í neðstu tröppu á Fellsenda-brunninum. En það var sú 18. eins og fyr segir. Steini Guðmundsson Járnstykkið Þegar Jón gróf brunninn á Fells- enda, fann hann járnbút nokkurn. Fór hann með hann til Finns á Meðalfelli, en hann var talinn smið -ur góður. Var Finnur afi Ellerts, sem nú býr á Meðalfelli. Bað Jón Finn að smíða ljá úr járnstykki þessu, hvað Finnur gerði. Þegar Jón fór að segja frá þessum undra ljá, sagði hann: Eg gerði það svona að brýna. En ekki þurfti eg þess, svo beit ljárinn vel. Fóðurtilraumr juns Jón átti fallegt fé, enda þótt hann hefði nokkuð annað gjafaiag á því en almennt gerðist. Þegar fé hans stóð inni að vetrarlagi, hagaði hann gjöf þannig, að fyrsta daginn gaf hann fénu eins mikið og það gat í sig látið. Annan daginn % gjöf og þriðja daginn ekkert. Og þannig endurtók þetta sig. Lömbin Eitt sinn að vorlagi missti Jón á frá nýfæddu lambi. Nú voru góð ráð dýr. Fann Jón þó fljótt ráð til &ð halda lífi í lambinu Náði hann ( steindepil og vandi iambið undir hann og hann mjólkaði á við meðal tvævetlu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.