Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 4
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mannkynið Sjúkdómar eru eldri en Risaeðlurnar, sem voru uppi fyrir 175 milljónum ára, jpjábusf af sjúkdómum LÖNGU áður en maðurinn kom fram á jörðinni, en síðan er nú um em milljón ára, hafði dýralíf hafizt hér. Um 500 milljónum ára áður en maðurinn kom til sögunnar, var hér fjöldi dýra, fiskar og skriðdýr. Og þessi dýr þjáðust oft af sjúk- dómum, segja vísindamennirnir. Menn skulu eigi ætla að hér sé aðeins um getgátur að ræða. Full- ar sannanir hefir verið hægt að færa fyrir þessu. Sum af þeim dýr- um, sem uppi voru fyrir örófi alda, báru beinin á stöðum þar sem þau hafa geymzt fram á þennan dag, og hafa nú verið rannsökuð nákvæm- lega. Rannsóknir á beinum, sem fund- izt hafa í jarðlögum, og öðrum sem geymzt hafa í klaka norðurskauts- landanna, sýna glöggt að mörg af þessum dýrum hafa þjáðst af sjúk- dómum, og sumir þeirra hafa staf- að af sóttkveikjum. Á jarðöld þeirri, sem vísinda- menn nefna ;,permian“ var uppi í Texas risavaxið skriðdýr, sem nefnt er „dimetrodon11 Skriðdýr þetta hafði fjóra klunnalega fætur og sívalan skrokk, ekki óáþekkan krókódíl, nema hvað það var miklu stærra. Á bakinu hafði það gríðar- mikinn kamb. Þetta var rándýr og lifði á minni skriðdýrum, sem voru jurtaætur. Fyrir nokkrum árum fannst Deinagrind af dýri bessarar teg- undar í Texas. Kom þá í ljós, að það hafði lengi þjáðst af beinsjúk- dómi, sem sennilega hefir upphaf- lega stafað af beinbroti, en sótt- kveikjur komist að því. Menn fundurmeira að segja, gerla í bein- inu, en ekki var hægt að sjá hverr- ar tegundar þeir voru. Permian-tímabilið, þegar þessi risaskepna var uppi, telja jarðfræð- ingar að byrjað hafi fyrir svo sem 230 milljónum ára og hafi það stað- ið í 40 milljónir ára. Þar með lauk „paleozoic“-jarðsögutímabil- inu, sem talið er að staðið hafi í 300 milljónir ára. Þá voru uppi hin- ar risavöxnu eðlur, en af því kyni er nú ekki annað eftir en nokkrar tegundir af sæskjaldbökum, snák- um og krókódílum, sem einhvern veginn hafa þraukað af ísaldirnar og önnur harðindi. Veikindi þessa gamla „dimetro- dons“ hafa verið svipuð og mænu- bólga, sem stundum kemur fyrir hjá fullorðnum mönnum, en þetta er elzta dæmi um það svo menn viti, að lifandi skepna hefir þjáðst af sjúkdómi. Undir lok „jura“-tímabilsins var uppi á Englandi ein tegund af krókódíl og hafa fundizt beinaleif- ar af honum. Á þessum beinum má sjá, að ígerð hefir komið í mjaðma- grindina og breiðst þaðan í fæt- urnar, mænuna og góminn. Þessi skepna hefir verið uppi fyrir svo sem 175 milljónum ára. Beinaleifar af risaeðlum á „jura“ -tímabili sýna, að þessar skepnur hafa þjáðst af margs konar sjúk- iómum, tannskemmdum, liðabólgu og hryggskemmdum. Þeim hefir farið eins og mörgum dýrum fyr og síðar, að þau hafa hlotið bein- brot, sár og bit, og í meiðslin hafa komizt sóttkveikjur með uppguf- uninni úr fenjunum, sem þá voru. Þetta virðist benda til þess, að gerlar hafi verið með fyrstu lifandi verum á jörðinni. í lok „mesozoic“-aldar, sem hófst fyrir svo sem 205 milljónum ára og stóð í 75 milljónir ára, voru allar risaeðlur úr sögunni. Sum af þess- um dýrum voru 70 fet á lengd og vógu 50 lestir, eða meira. Það er því einkennilegt að þau skyldi verða aldauða. Verið getur, að svo miklar breytingar hafi orðið á lofts -lagi og gróðri, að eðlur þær, sem voru grasætur hafi ekki getað séð sér borgið. og svo hafi hin stóru rándýr blátt áfram drepist úr sulti. Sumir halda að eðlurnar hafi úr- kynjast og liðið undir lok þess vegna. Og þegar svo þar við bætist vaxandi ágangur skordýra og alls konar sjúkdómar, þá förum vér að skilja hvers vegna risaeðlurnar liðu undir lok. Maðurinn, sem er versti og skæð- asti óvinur alls þess, er lífsanda dregur, var þá ekki kominn fram á sjónarsviðið. En undir eins og hann kemur til sögunnar, fær hann smjörþefinn af sóttkveikjunum. Fyrir svo sem 300.000 ára var uppi skepna, sem líktist apa, en var þó ekki reglulegur api, vegna þess að hún gekk upprétt eins og mað- urinn. Þessi skepna var um 5 fet og 8 þumlungar á hæð og vóg 154 pund. Hún var svo að segja höku- iaus og augabrýrnar gengu fram úr höfðinu, eins og á apa, en tenn- urnar voru miklu líkari manns- tönnum en apatönnum. Heilinn í henni var miklu stærri en í nokkr- um þeim apa, sem þekkist. en bó minni en í núlifandi mönnum. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.