Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 6
270 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan: Ásfin er sferkari en dauðinn Þessi frásögn er eftir unga stúlku, sem hét Ruth E. Braun. í for- rnála segir hún: „Saga þessi, er sýnir að ástin er sterkari en dauð- inn, gerðist í Norður-ltalíu. Segið ekki að þetta sé öfgar, því sagan er dagsönn" — Þegar maðurinn breytir háttum sínum og fer að lifa í þorpum og borgum, þá fara farsóttir og drep- sóttir að geisa. Elztu skráðar frá- sagnir eru ekki nema 6000 ára gaml -ar, en þó vitum vér sára lítið um hvað skeð hefir fyrir 5000 árum eða þegar hin svokallaða menning var að hefjast. En vér vitum, að þá voru uppi menningarþjóðir í Meso- potamíu og Egyptalandi. Aðrar menningarþjóðir risu seinna upp, Kaldear og Fönikíu-menn og Krít- ar-búar. Elzta frásögn um sjúkdóm er skráð á leirtöflu í Lithi-Asíu fyrir svo sem 3200 árum. Þá andaðist Arnuwandes III. konungur Hittíta úr drepsótt, og hafði þá ekki ríkt nema eitt ár. Þá tók við ríkjuni Mursilias II. og hann lét skrá á leir töflu heita „Bæn í drepsótt“ þar sem hann biður veðurguð þeirra Hittíta að stöðva pestina, sem nú geisi um allt landið og heitir stór- gjöfum til friðþægingar. Auðvitað höfum vér enga hug- mund um hvaða drepsótt geisaði í landinu um þetta leyti. Annars hafa Hittíar látið eftir sig ýmislegt um Jækningar, eins og Sumerar og Egyptar. Af því iná sjá, að þá hafa margar drepsóttir þjáð mannkynið. o—O—o RANNSÓKNIR á þúsundum gam- alla smyrlinga í Egyptalandi, sýna einnig að margs konar sjúkdómar hafa þá verið, og margir af þeim smitandi. Frá upphafi vega hefir mann- kynið átt við sjúkdóma að berjast og stundum hefir legið við að það yrði aldauða. En nú á einni öld, sem er ekki nema örlitið brot af þeim tíma, sem maðurinn hefir ver ið uppi, hefir tekist að vinna bug “ flestum þeim meinsemdum sem manninn hafa þjáð. Þetta er stór- kostlegt afrek. (Úr „The Technology Review") ÞETTA var á styrjaldarárunum seinni, og það var nóg að gera. Eg hafði ekki fengið einn einasta hvíldardag í þrjú ár. En svo bauðst mér allt í einu hálfs- mánaðar frí. Og þá var það mín heit- asta ósk að komast sem lengst í burt frá mönnum og vera ein. Eg leigði mér því fjallakofa. Mikill snjór var á fjöllunum og ferða- lagið upp í kofann var erfitt. En sól skein á heiðum himni og skíðafærið var ágætt. Mér var létt í skapi Hér í fegurð og kyrrð fjallanna var eg laus við stríðið með öllum sínum blóðsúthell- ingum og sorgum. Kalt var um nætur og fram á morgna, en á daginn var blessunarlega hlýtt. Eg gerði ýmist að fara á skíðum eða fá mér sólbað undir kofaveggn- um. Og eg naut þess að fá að vera hér ein í faðmi fjallanna. Svo var það eina nótt að hann fór að snjóa og snjóaði mikið. Það var dimmt og drungalegt yfir um morgun- inn, svo að eg afréð að halda kyrru fyrir þennan daginn. Um kvöldið tók svo að hvessa og þyrlaði upp skaf- renningi og svo skall myrkrið á. Þá rak á æðisgengið veður. Það brakaði í kofanum og hvein í reykháfnum. Einu sinni heyrðist mér einhver vera að kalla úti fyrir. Eg rauk á fætur og opnaði, en vindurinn feykti mér inn í kofann aftur. Þá var kominn svo mikill snjór, að hann náði upp undir glugga. Eg gekk að arninum til þess að verma mig, og eg taldi mér trú um, að þetta hefði verið misheyrn. Þad voru engar líkur til þess að nokkur hefði verið að kalla, því að engum var lift úti í þessu veðri. Þrjá sólarhringa var eg hríðteppt í kofanum. Fjórða morguninn var kom- ið gott veður og glampandi sólskin. Vindáttin hafði breytt sér eitthvað og skafið burt alian snjóinn hjá kofan- um, og eg naut fegurðarinnar, einver- unnar og fjallaloftsins. Svo náði eg í skíðin mín. En færið var ekki gott. Snjórinn var svo linur, að skíðin sukku djúpt. Eg gekk bó nokkuð langt, eða þar til eg var farin að þreytast. Þá var liðið á dag. Sólin stráði rauðum geislum á fannbvita fjallatindana og það var eins og gul slikja breiddist yfir snjóinn hvar sem farið var. Eg sneri þá heim á leið. Þá hitti eg konuna. Eg hafði ekki tekið eftir henni fyrr en hún var kom- in alveg að mér. Eg hrökk við og leit á hana. Þetta var unp kona og mjög fögur. Á höfðinu var hún með svart sjal, eins og sveitarkonur héi á Norður-Ítalíu eru vanar að nota Yzt klæða var hún í óhreinni hermanna- kápu. Hún var á reimuðum skóm og hafði engin skíði. Mig furðaði pegar á því hvernig hún hefði komizt alla þessa leið í annarri eins ófærð og nú var. En hún virtist ekki þreytt. Svo ávarpaði hún mig: „Eg þarf að biðja yður bónar. Þegar þér komið heim í kofann skuluð þér kveikja á ljóskeri og koma hingað aftur. Maðurinn minn, hann Alfredo, er hér lengra niður í hlíðinni og hann er að reyna að komast upp á háfjöliin, þar sem honum er óhæti. Hann mun rata, ef hann sér ljósið og ljósið mun einnig veita honum kjark og von ‘. Eg starði á hana: „Hvernig komust þér hingað skíða- laus? Og hvernig stendur á þvi að þér fóruð frá manninum yðar?“ Nú var orðið kalt og skuggsýní. „Eg varð að sækja hjálp“, sagði hún. „Eg er kunnug hérna í fjöllunum og eg er ekki hrædd“. Það var eitthvað við fas og rödd þessarar konu, er mér gazt vel að. „Stigið þér hérna á skíðin fyrir aft- an mig og haldið fast í mig“, sagði eg. „Það er skammt heim í kofann og pai getið þér fengið eitthvað að hressa yð- ur á meðan eg leita að manninum yð- ar‘. Sólin var nú sezt og komið myrkur, og það var svo nístings kalt, að eg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.