Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 8
272 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS klæddir. Stuttbuxur eru þægilegastar, en þó geta menn verið í léttum síð- buxum. Þunn nærskyrta og bómullar- skyrta eða gaberdin-skyrta, sem opna má í hálsmálið, eru beztar. Svo er vatns- og vindheldur jakki með stór- um vösum, sem hægt er að geyma i ýmislegt smávegis, sem altaf þarf að grípa til. Gott er líka að hafa með vatnshelda létta kápu og breiða havia yfir bakpokann. Já, svo er það bakpokinn. Hann verður að falla vel að bakinu og á honum skyldi vera breið axlabönd: leðurólar geta sært. Þurfi menn að hafa skó, eða eitthvað hart í bakpok- anum, þá skyldi troðið niður með þeim sokkum og nærfatnaði, svo að skórnir liggi ekki við bakið og valdi þar eymslum. Verið aldrei mörg saman á göngu- ferðum, helzt tvö eða þrjú. Fjórir geta verið saman og það getur verið heppi- legt, því að þá geta þeir leigt sér hest undir farangurinn, svo að.þeir séu létt- ari á sér og þurfi aldrei að þreytast. Akveðið dagleiðir fyrirfram með til- liti til þess að þér náið óþreytt í áfangastað. Farið aldrei hratt yfir. Skoðið alla staði, sem verða á vegin- um og nokkurs er um vert. Ef þér hittið fólk, skuluð þér spjalla við það og fræðast af því um merkilega staði þar í grend, örnefni og sagnir, sem eru bundnar við sérstaka staði. Með því móti hafið þér meira gagn og gam- an að ferðalaginu. Gott er að hafa kort með sér, en menn mega ekki binda sig of mikið við það. Forðist þjóðvegina, veljið hestagöt- ur og fjárstíga, eða vegleysur. Gætið þess að koma aldrei seint í áfanga- stað. Og svo er aðalatriðið: Reynið að komast í sem nánast samband við náttúruna. Ánægjan og gagnsemin, sem þér hafið af gönguferðum, verður ekki metin eftir því hve marga kíló- metra þér ferðist, heldur eftir því hvcrt þér hafið augun opin fyrir dá- semdum náttúrunnar. Maður getur verið ríkur á tvennan hátt, annað hvort með því að hafa allt til alls, eða þá að láta sér nægja það sem hann hefir. Sprengingin mikla hjó Vancouver-ey NORÐAN við i.iiðja Vancouver-ey, er fjöldi eya milli hennar og meginlandsins og eru þröng og straumhörð sund milli þeirra. Ein af stærstu eyunum þarna heit- ir Quadra-ey og sundið á milli henn -ar og aðaleyarinnar er kallað Þrengslin. Þar í sundinu var klett- ur, sem nefndur var Ripple Rock. Síðan 1875 höfðu 20 skip farizt á þessum kletti og 114 menn drukkn- að. Nú er þetta orðin mjög fjölfarin leið, svo talið er að um 2000 skip sigli um Þrengslin á hverju ári. En með auknum siglingum jókst stöð- ugt hættan af þessum kletti, sem alltaf var á kafi í sjó og sást því ekki. Árið 1931 kom fram tillaga um að sprengja klettinn, svo að þarna yrði örugg skipaleið. Iðnrekendur á Vancouver-ey mótmæltu þessu þegar í stað. Þeir vildu að sundin milli eyarinnar og meginlandsins væri brúuð og þá væri ágætt að hafa þennan klett til þess að tylla brúnni á hann. Þessum mótmælum var þó ekki sinnt, og á árunum 1943—1945 voru gerðar tvær til- raunir að sprengja klettinn. Þang að voru sendir prammar og kafar- ar, sem boruðu holur í klettinn og settu í þær dynamit. En báðar til- raunirnar mistókust, en höfðu kostað rúmlega 1 milljón dollara. Skammt frá klettinum var lítiJ ey, sem heitir Maude. Verkfræð- ingar komu nú fram með þá til lögu, að grafa skyldi holu niður j þá ey, nokkuð niður íyrir sjávar- botn, og síðan göng úr henni úr undir klettinn (2300 fet) og koma þar fyrir meira sprengiefni en nokkru sinni hefði verið notað við slíka sprengingu. Verkið var svo hafið 1955. Má sjá hér á myndinni hvernig menn Hér má glöggt sja hvernig spreng- ingin var undir- búin og hvernig þrúðtundrinu var komið fyrir í kleltunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.